Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. febrúar 2025 11:14 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði nú fyrir hádegi með ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndarinnar segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja en væntir þess að funda með samninganefnd Kennarasambandsins í vikunni sem kemur. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar SÍS, fundar ásamt samninganefnd sinni með Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara í dag. Í Karphúsinu fer í dag fram vinnufundur sem stendur fram eftir degi. Hún segir að það sé upp á ríkissáttasemjara komið hvenær hann boði báðar fylkingar til sameiginlegs fundar en að það verði væntanlega í næstu viku. Aðspurð segist Inga ekki vera sammála því að viðræðum hafi best miðað þegar verkföll stóðu yfir eða voru yfirvofandi, líkt og Magnús Þór Kjartansson, formaður KÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjá einnig: Sér samninginn endurtekið í hyllingum „Það er einbeittur vilji til að ná samningum og það þarf ekki verkfall til þess. Þetta er langvinn deila og gríðarlega mikilvægt að ná samningum. Það er auðvitað erfitt þegar verkföll eru en það þarf ekki til að ná samningsvilji,“ Inga Rún formaður samninganefndar SÍS. „Klárlega vonbrigði“ Ótímabundið verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst að öllu óbreyttu þann þriðja mars næstkomandi í öllum 22 leikskólum í Kópavogsbæ. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfuss fara einnig í verkfall þriðja mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir aðgerðirnar vonbrigði. „Það blasir við að þetta mun fyrst og fremst bitna á börnum í Kópavogi. Við höfum farið í breytingar á leikskólaumhverfinu til þess að bæta starfsumhverfið og höfum gengið einna lengst í þeim efnum. Ég verð að segja það að þetta eru klárlega vonbrigði en auðvitað vonum við það að þetta komi ekki til og að samningar náist. Það er auðvitað forgangsmál og Kópavogur eins og öll sveitarfélög stendur hundrða prósent á bak við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga,“ segir hún. Sveitarstjórar fylgist vel með Ásdís segir mikinn vilja meðal sveitarstjórna landsins að ná samningum sem fyrst. Sveitarstjórar sæki reglulega upplýsingafundi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hafi stutt innanhústillögu ríkissáttasemjara sem leiddi þó ekki til samkomulags. Aðspurð segir Ásdís bæinn munu skoða það hvernig hann geti komið til móts við starfsmenn sína sem eiga börn sem eru sem stendur á leið í verkfall. „Við þurfum aðeins að skoða hver staðan er og hvað við getum gert en það blasir við að ótímabundið verkfall á leikskólum í svona stóru samfélagi mun hafa víðtæk áhrif og ekki bara á börnin okkar heldur líka foreldra sem treysta á svona þjónustu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Sjá meira
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar SÍS, fundar ásamt samninganefnd sinni með Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara í dag. Í Karphúsinu fer í dag fram vinnufundur sem stendur fram eftir degi. Hún segir að það sé upp á ríkissáttasemjara komið hvenær hann boði báðar fylkingar til sameiginlegs fundar en að það verði væntanlega í næstu viku. Aðspurð segist Inga ekki vera sammála því að viðræðum hafi best miðað þegar verkföll stóðu yfir eða voru yfirvofandi, líkt og Magnús Þór Kjartansson, formaður KÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjá einnig: Sér samninginn endurtekið í hyllingum „Það er einbeittur vilji til að ná samningum og það þarf ekki verkfall til þess. Þetta er langvinn deila og gríðarlega mikilvægt að ná samningum. Það er auðvitað erfitt þegar verkföll eru en það þarf ekki til að ná samningsvilji,“ Inga Rún formaður samninganefndar SÍS. „Klárlega vonbrigði“ Ótímabundið verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst að öllu óbreyttu þann þriðja mars næstkomandi í öllum 22 leikskólum í Kópavogsbæ. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfuss fara einnig í verkfall þriðja mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir aðgerðirnar vonbrigði. „Það blasir við að þetta mun fyrst og fremst bitna á börnum í Kópavogi. Við höfum farið í breytingar á leikskólaumhverfinu til þess að bæta starfsumhverfið og höfum gengið einna lengst í þeim efnum. Ég verð að segja það að þetta eru klárlega vonbrigði en auðvitað vonum við það að þetta komi ekki til og að samningar náist. Það er auðvitað forgangsmál og Kópavogur eins og öll sveitarfélög stendur hundrða prósent á bak við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga,“ segir hún. Sveitarstjórar fylgist vel með Ásdís segir mikinn vilja meðal sveitarstjórna landsins að ná samningum sem fyrst. Sveitarstjórar sæki reglulega upplýsingafundi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hafi stutt innanhústillögu ríkissáttasemjara sem leiddi þó ekki til samkomulags. Aðspurð segir Ásdís bæinn munu skoða það hvernig hann geti komið til móts við starfsmenn sína sem eiga börn sem eru sem stendur á leið í verkfall. „Við þurfum aðeins að skoða hver staðan er og hvað við getum gert en það blasir við að ótímabundið verkfall á leikskólum í svona stóru samfélagi mun hafa víðtæk áhrif og ekki bara á börnin okkar heldur líka foreldra sem treysta á svona þjónustu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Sjá meira