Segir Úkraínu enn á leið í NATO Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 10:53 Keir Starmer og Vólódímír Selenskí. EPA Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafa notað svipuð orð um mögulega aðild Úkraínu að NATO en flestum þykir ljóst að ríkið verður ekki aðili að bandalaginu á næstu árum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann gæti ekki ímyndað sér að Rússar, sem eru ekki í NATO, myndu nokkurn tímann leyfa Úkraínu að ganga inn í bandalagið. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Trumps, hafði þar áður slegið á svipaða strengi og slegið aðild að NATO af borðinu. Hann dró það til baka í kjölfar mikillar gagnrýni um að hann hefði kastað frá sér mikilvægum viðræðulið í mögulegum friðarviðræðum við Rússa. Sky News vitnar í yfirlýsingu frá Downingstræti um að Starmer hafi ítrekað að Bretar stæðu enn við bak Úkraínumanna og gerðu það eins lengi og til þyrfti. Starmer sagði einnig að Úkraínumenn þyrftu að koma að viðræðum um innrás Rússa og að Úkraínumenn hafi einnig þörf á sterkum öryggistryggingum, hernaðaraðstoð og þeir gætu reitt sig á Breta. Þá er haft eftir Starmer að hann hafi ítrekað að innganga Úkraínu í NATO væri óumflýjanleg, eins og samþykkt hafi verið á fundi í Bandaríkjunum í fyrra. Hvenær þessi innganga á að eiga sér stað er þó óljóst. Í yfirlýsingunni frá Downingstræti segir einnig að Starmer og Selenskí verði í áframhaldandi samskiptum. Selenskí segir að hann og Starmer hafi einnig talað um samtal hans og Trumps á dögunum og aðrar viðræður úkraínska forsetans við bandaríska erindreka. Hann segir alla þurfa að vinna saman til að ná góðum árangri og að öryggi stakra þjóða byggi á þeirra sameiginlega öryggi. I had a good conversation with UK Prime Minister @Keir_Starmer. I thanked him for all the UK’s support and emphasized that we deeply value Britain’s leadership.I informed Prime Minister Starmer about my discussion with President Trump and contacts with the American side. The…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 14, 2025 Bretland Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli. 13. febrúar 2025 22:23 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafa notað svipuð orð um mögulega aðild Úkraínu að NATO en flestum þykir ljóst að ríkið verður ekki aðili að bandalaginu á næstu árum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann gæti ekki ímyndað sér að Rússar, sem eru ekki í NATO, myndu nokkurn tímann leyfa Úkraínu að ganga inn í bandalagið. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Trumps, hafði þar áður slegið á svipaða strengi og slegið aðild að NATO af borðinu. Hann dró það til baka í kjölfar mikillar gagnrýni um að hann hefði kastað frá sér mikilvægum viðræðulið í mögulegum friðarviðræðum við Rússa. Sky News vitnar í yfirlýsingu frá Downingstræti um að Starmer hafi ítrekað að Bretar stæðu enn við bak Úkraínumanna og gerðu það eins lengi og til þyrfti. Starmer sagði einnig að Úkraínumenn þyrftu að koma að viðræðum um innrás Rússa og að Úkraínumenn hafi einnig þörf á sterkum öryggistryggingum, hernaðaraðstoð og þeir gætu reitt sig á Breta. Þá er haft eftir Starmer að hann hafi ítrekað að innganga Úkraínu í NATO væri óumflýjanleg, eins og samþykkt hafi verið á fundi í Bandaríkjunum í fyrra. Hvenær þessi innganga á að eiga sér stað er þó óljóst. Í yfirlýsingunni frá Downingstræti segir einnig að Starmer og Selenskí verði í áframhaldandi samskiptum. Selenskí segir að hann og Starmer hafi einnig talað um samtal hans og Trumps á dögunum og aðrar viðræður úkraínska forsetans við bandaríska erindreka. Hann segir alla þurfa að vinna saman til að ná góðum árangri og að öryggi stakra þjóða byggi á þeirra sameiginlega öryggi. I had a good conversation with UK Prime Minister @Keir_Starmer. I thanked him for all the UK’s support and emphasized that we deeply value Britain’s leadership.I informed Prime Minister Starmer about my discussion with President Trump and contacts with the American side. The…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 14, 2025
Bretland Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli. 13. febrúar 2025 22:23 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51
Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38
Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59
Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli. 13. febrúar 2025 22:23
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“