Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. febrúar 2025 16:13 Lamar með dönsurum sínum í hálfleikssýningunni. Getty Útvíðu ljósbláu gallabuxurnar sem Kendrick Lamar klæddist í leikhléi Ofurskálarinnar voru samkvæmt stílista hans í kvennasniði og upphaflega ætlaðar leikaranum Timothée Chalamet. Buxurnar vöktu mikla athygli í tónlistaratriði Lamar enda kannski ekki týpískur klæðnaður rappara. Nú hefur Taylor McNeil, stílisti bæði Kendrick Lamar og Timothée Chalamet, greint frá því að gallabuxurnar, sem eru frá fatamerkinu Celine, áttu upphaflega að fara til leikarans en ekki rapparans. Þó nokkur hæðarmunur er á mönnunum tveimur, Chalamet er um 1,78 metrar á hæð meðan Lamar er 1,65 metrar á hæð. Buxurnar voru ansi síðar á rapparanum og náðu niður á gólf þannig hann gekk á skálmunum. Hins vegar smellpössuðu þær á mjaðmir rapparans þrátt fyrir að hann noti vanalega stærð 33 og buxurnar hafi verið í stærð 29. Eftir flutning Lamar hafa buxurnar sem kosta um 1.300 Bandaríkjadali (rúmlega 180 þúsund krónur) selst upp hjá Celine. Auk buxnanna var Lamar í sérsaumuðum bláum leður-háskólajakka frá Martine Rose sem á stóð rauðum stöfum GLORIA. Nafnið Gloria er vísun í lokalagið á nýjustu plötu rapparans, GNX. Þá var hann með svarta derhúfu, svarta leðurhanska og í hvítum strigaskóm. Þeir sem veðjuðu fyrir tónleikana á að hann myndi klæðast hettupeysu sátu því eftir með sárt ennið. Um hálsinn skartaði hann demantskeðju með stafnum „a“ sem var greinileg vísun í hans vinsælasta lag um þessar mundir, „Not Like Us“ þar sem Kenrick skýtur föstum skotum að Drake og gefur til kynna að Drake sækist í stelpur sem eru „a minor“ eða undir lögaldri. Tíska og hönnun NFL Bandaríkin Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Buxurnar vöktu mikla athygli í tónlistaratriði Lamar enda kannski ekki týpískur klæðnaður rappara. Nú hefur Taylor McNeil, stílisti bæði Kendrick Lamar og Timothée Chalamet, greint frá því að gallabuxurnar, sem eru frá fatamerkinu Celine, áttu upphaflega að fara til leikarans en ekki rapparans. Þó nokkur hæðarmunur er á mönnunum tveimur, Chalamet er um 1,78 metrar á hæð meðan Lamar er 1,65 metrar á hæð. Buxurnar voru ansi síðar á rapparanum og náðu niður á gólf þannig hann gekk á skálmunum. Hins vegar smellpössuðu þær á mjaðmir rapparans þrátt fyrir að hann noti vanalega stærð 33 og buxurnar hafi verið í stærð 29. Eftir flutning Lamar hafa buxurnar sem kosta um 1.300 Bandaríkjadali (rúmlega 180 þúsund krónur) selst upp hjá Celine. Auk buxnanna var Lamar í sérsaumuðum bláum leður-háskólajakka frá Martine Rose sem á stóð rauðum stöfum GLORIA. Nafnið Gloria er vísun í lokalagið á nýjustu plötu rapparans, GNX. Þá var hann með svarta derhúfu, svarta leðurhanska og í hvítum strigaskóm. Þeir sem veðjuðu fyrir tónleikana á að hann myndi klæðast hettupeysu sátu því eftir með sárt ennið. Um hálsinn skartaði hann demantskeðju með stafnum „a“ sem var greinileg vísun í hans vinsælasta lag um þessar mundir, „Not Like Us“ þar sem Kenrick skýtur föstum skotum að Drake og gefur til kynna að Drake sækist í stelpur sem eru „a minor“ eða undir lögaldri.
Tíska og hönnun NFL Bandaríkin Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira