„Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 12:01 Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skaut hart á nýjan fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það hættulegt fordæmi að stjórnmálaflokkar, sem ekki uppfylltu skilyrði til að fá styrki úr ríkissjóði síðustu þrjú ár, skuli ekki þurfa að endurgreiða styrkina. Það sama eigi að gilda um Jón og séra Jón. Eins og fjallað hefur verið um þáði Flokkur fólksins 240 milljónir króna í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Frá 1. janúar 2022 var skráning á stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir úthlutun framlaga úr ríkissjóði. Í sérfræðiáliti sem gert var fyrir fjármálaráðuneytið var það metið svo að ekki væru forsendur fyrir endurgreiðslukröfu og að mistök hafi verið gerð í ráðuneytinu við leiðbeiningu. Lögfræðingar hafa nokkrir mótmælt þessu og hvatt til endurgreiðslukröfu. Hið opinbera mismuni ekki löglærðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra að því í óundirbúnum fyrirspurnum hvort rannsakað hafi verið hvaða afleiðingar þetta gæti haft á aðra stjórnsýslu og jafnvel dómaframkvæmd. Bergþór furðaði sig á því að ráðuneytið hefði brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart löglærðum fulltrúum stjórnmálaflokks. „Hvernig gat fjármálaráðherra vísað til góðrar trúar og vanþekkingar löglærðs löggjafa, eins og höfundar frumvarpsins, flutningsmanns frumvarpsins. Hvernig má vera að hinu opinbera beri leiðbeiningarskylda til slíks sérfræðings í nákvæmlega þessum lögum,“ spurði Bergþór. „Hið opinbera heldur ekki sérstakar skrár yfir það hverjir af þegnum landsins eru megnugir um að lesa lög, eða meðhöndlar þegnana ólíkt eftir því hvort þeir eru löglærðir eða ekki. Þannig að það er einfaldlega þannig að þessi skylda er almenns eðlis, gildir gagnvart öllum aðilum,“ svaraði Daði Már. Eitt gildi um stjórnmálaflokka og annað um almenning Í kjölfarið steig Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í pontu og sagði lögin skýr og skýrt hverjar afleiðingarnar eru sé ekki farið eftir lögunum. Hann nefndi þá að Flokkur fólksins hefði oft mótmælt því að öryrkjar og eldri borgara, sem hefðu fengið ofgreitt og í góðri trú ekki átt von á að þurfa að endurgreiða, þyrftu að gera það. „Ég tek dæmi um litla atvinnurekendur, sem kunna kannski ekki mjög vel á virðisaukaskattskerfið og allt í einu eru komnir í þann vanda að horfa fram á rimlagjöld. Vegna þess í góðri trú þá gerðu þeir ekki nákvæmlega það sem löggjafinn sagði þeim að gera. Sama með öryrkja, eldri borgara sem hafa fengið of mikið greitt og í góðri trú voru þeir ekki viðbúnir því hverjar afleiðingarnar voru,“ sagði Guðlaugur. „Það getur ekki verið að við séum að hugsa um að hafa hér tvískipt. Séra Jón stjórnmálaflokkanna og svo bara Jón almennings, öryrkja, eldri borgara, atvinnurekenda. Það getur ekki verið.“ Daði Már vísaði þá til þess að í sumum lögum væri kveðið á um endurgreiðslu og í sumum ekki. „Þá gilda almenn skilyrði stjórnsýsluréttar, sem eru að einhverju leyti matskennd. Þá ber að leita mats á því hvort um endurgreiðsluskilyrði er að ræða eða ekki. Það var gert, niðurstaða liggur fyrir. Komi sambærileg mál upp síðar verður sambærilegri aðferðarfræði fylgt.“ Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um þáði Flokkur fólksins 240 milljónir króna í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Frá 1. janúar 2022 var skráning á stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir úthlutun framlaga úr ríkissjóði. Í sérfræðiáliti sem gert var fyrir fjármálaráðuneytið var það metið svo að ekki væru forsendur fyrir endurgreiðslukröfu og að mistök hafi verið gerð í ráðuneytinu við leiðbeiningu. Lögfræðingar hafa nokkrir mótmælt þessu og hvatt til endurgreiðslukröfu. Hið opinbera mismuni ekki löglærðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra að því í óundirbúnum fyrirspurnum hvort rannsakað hafi verið hvaða afleiðingar þetta gæti haft á aðra stjórnsýslu og jafnvel dómaframkvæmd. Bergþór furðaði sig á því að ráðuneytið hefði brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart löglærðum fulltrúum stjórnmálaflokks. „Hvernig gat fjármálaráðherra vísað til góðrar trúar og vanþekkingar löglærðs löggjafa, eins og höfundar frumvarpsins, flutningsmanns frumvarpsins. Hvernig má vera að hinu opinbera beri leiðbeiningarskylda til slíks sérfræðings í nákvæmlega þessum lögum,“ spurði Bergþór. „Hið opinbera heldur ekki sérstakar skrár yfir það hverjir af þegnum landsins eru megnugir um að lesa lög, eða meðhöndlar þegnana ólíkt eftir því hvort þeir eru löglærðir eða ekki. Þannig að það er einfaldlega þannig að þessi skylda er almenns eðlis, gildir gagnvart öllum aðilum,“ svaraði Daði Már. Eitt gildi um stjórnmálaflokka og annað um almenning Í kjölfarið steig Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í pontu og sagði lögin skýr og skýrt hverjar afleiðingarnar eru sé ekki farið eftir lögunum. Hann nefndi þá að Flokkur fólksins hefði oft mótmælt því að öryrkjar og eldri borgara, sem hefðu fengið ofgreitt og í góðri trú ekki átt von á að þurfa að endurgreiða, þyrftu að gera það. „Ég tek dæmi um litla atvinnurekendur, sem kunna kannski ekki mjög vel á virðisaukaskattskerfið og allt í einu eru komnir í þann vanda að horfa fram á rimlagjöld. Vegna þess í góðri trú þá gerðu þeir ekki nákvæmlega það sem löggjafinn sagði þeim að gera. Sama með öryrkja, eldri borgara sem hafa fengið of mikið greitt og í góðri trú voru þeir ekki viðbúnir því hverjar afleiðingarnar voru,“ sagði Guðlaugur. „Það getur ekki verið að við séum að hugsa um að hafa hér tvískipt. Séra Jón stjórnmálaflokkanna og svo bara Jón almennings, öryrkja, eldri borgara, atvinnurekenda. Það getur ekki verið.“ Daði Már vísaði þá til þess að í sumum lögum væri kveðið á um endurgreiðslu og í sumum ekki. „Þá gilda almenn skilyrði stjórnsýsluréttar, sem eru að einhverju leyti matskennd. Þá ber að leita mats á því hvort um endurgreiðsluskilyrði er að ræða eða ekki. Það var gert, niðurstaða liggur fyrir. Komi sambærileg mál upp síðar verður sambærilegri aðferðarfræði fylgt.“
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira