Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 10:00 Réttindi fatlaðs fólks hafa í gegnum tíðina verið baráttumál en á síðustu áratugum hefur margt áunnist í átt að auknu jafnrétti og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður stendur enn ýmislegt út af borðinu þegar kemur að aðgengi, menntun, atvinnu og félagslegri þátttöku. Árið 2006 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar samning um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), sem Ísland fullgilti árið 2016. Samningurinn kveður á um að allir fatlaðir einstaklingar skuli njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og að ríki skuldbindi sig til að ryðja úr vegi hindrunum sem hindra þátttöku þeirra í samfélaginu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mun leggja fram frumvarp á vorþingi um að lögfesta samninginn í heild sinni. Þetta þýðir að íslensk lögregla og dómstólar þurfa að fylgja ákvæðum samningsins og að einstaklingar og stofnanir á Íslandi verða skuldbundin til að tryggja réttindi fatlaðs fólks í samræmi við hann. Aðgengi og sjálfstætt líf Aðgengi er stórt réttindamál. Fatlaðir einstaklingar eiga enn í miklum erfiðleikum með að komast í opinberar byggingar, nota samgöngur og nálgast upplýsingar. Þrátt fyrir lög um algilda hönnun og aðgengi er enn of algengt að hindranir standi í vegi fyrir fullri þátttöku. Á Íslandi eru lögfest lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sem eiga að tryggja réttinn til að lifa sjálfstæðu lífi með viðeigandi stuðningi. Þrátt fyrir það þurfa margir fatlaðir einstaklingar enn að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum sínum. Sjálfstætt líf er lykilatriði í réttindabaráttu fatlaðs fólks, en þeir sem þurfa slíkan stuðning eiga oft erfitt með að fá nægjanlega aðstoð eða húsnæði sem hentar þeirra þörfum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er tekið fram að fjármagna skuli þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem hefur verið lofað. Einnig verður stofnaður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk við aðlögun á húsnæði. Menntun og atvinna Fatlaðir nemendur eiga rétt á námi við sitt hæfi en í raunveruleikanum eru úrræði oft takmörkuð. Sérúrræði eru ekki alltaf aðgengileg og mörgum skólum skortir nægjanlegan stuðning. Atvinnuþátttaka fatlaðs fólks er enn mun minni en ófatlaðra. Þessi staða stafar bæði af fordómum og skorti á stuðningi á vinnumarkaði. Þótt ýmsir styrkir standi fyrirtækjum til boða sem ráða fatlaða einstaklinga til vinnu nægir það oft ekki til að tryggja raunverulega atvinnuþátttöku. Ríkisstjórnin ætlar að styrkja atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og huga sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu. Fordómar og samfélagsleg viðhorf Þrátt fyrir að lagaramminn sé til staðar mæta fatlaðir einstaklingar enn fordómum og hindrunum í samfélaginu. Of oft er ætlast til þess að þeir „aðlagi sig“ að umhverfinu í stað þess að umhverfið sé gert aðgengilegt fyrir alla. Jákvæð viðhorfsbreyting hefur þó átt sér stað ekki síst fyrir tilstilli öflugrar baráttu fatlaðs fólks og stuðningsaðila. Þrátt fyrir miklar framfarir er enn langt í land með að tryggja algjört jafnræði. Mikilvægt er að samfélagið haldi áfram að vinna að jafnri þátttöku allra óháð færni eða fötlun. Þetta krefst bæði pólitískra aðgerða og viðhorfsbreytinga þar sem aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi. Við vitum aldrei hver verður næstur. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Samfylkingin Sameinuðu þjóðirnar Alþingi Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Réttindi fatlaðs fólks hafa í gegnum tíðina verið baráttumál en á síðustu áratugum hefur margt áunnist í átt að auknu jafnrétti og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður stendur enn ýmislegt út af borðinu þegar kemur að aðgengi, menntun, atvinnu og félagslegri þátttöku. Árið 2006 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar samning um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), sem Ísland fullgilti árið 2016. Samningurinn kveður á um að allir fatlaðir einstaklingar skuli njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og að ríki skuldbindi sig til að ryðja úr vegi hindrunum sem hindra þátttöku þeirra í samfélaginu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mun leggja fram frumvarp á vorþingi um að lögfesta samninginn í heild sinni. Þetta þýðir að íslensk lögregla og dómstólar þurfa að fylgja ákvæðum samningsins og að einstaklingar og stofnanir á Íslandi verða skuldbundin til að tryggja réttindi fatlaðs fólks í samræmi við hann. Aðgengi og sjálfstætt líf Aðgengi er stórt réttindamál. Fatlaðir einstaklingar eiga enn í miklum erfiðleikum með að komast í opinberar byggingar, nota samgöngur og nálgast upplýsingar. Þrátt fyrir lög um algilda hönnun og aðgengi er enn of algengt að hindranir standi í vegi fyrir fullri þátttöku. Á Íslandi eru lögfest lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sem eiga að tryggja réttinn til að lifa sjálfstæðu lífi með viðeigandi stuðningi. Þrátt fyrir það þurfa margir fatlaðir einstaklingar enn að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum sínum. Sjálfstætt líf er lykilatriði í réttindabaráttu fatlaðs fólks, en þeir sem þurfa slíkan stuðning eiga oft erfitt með að fá nægjanlega aðstoð eða húsnæði sem hentar þeirra þörfum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er tekið fram að fjármagna skuli þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem hefur verið lofað. Einnig verður stofnaður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk við aðlögun á húsnæði. Menntun og atvinna Fatlaðir nemendur eiga rétt á námi við sitt hæfi en í raunveruleikanum eru úrræði oft takmörkuð. Sérúrræði eru ekki alltaf aðgengileg og mörgum skólum skortir nægjanlegan stuðning. Atvinnuþátttaka fatlaðs fólks er enn mun minni en ófatlaðra. Þessi staða stafar bæði af fordómum og skorti á stuðningi á vinnumarkaði. Þótt ýmsir styrkir standi fyrirtækjum til boða sem ráða fatlaða einstaklinga til vinnu nægir það oft ekki til að tryggja raunverulega atvinnuþátttöku. Ríkisstjórnin ætlar að styrkja atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og huga sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu. Fordómar og samfélagsleg viðhorf Þrátt fyrir að lagaramminn sé til staðar mæta fatlaðir einstaklingar enn fordómum og hindrunum í samfélaginu. Of oft er ætlast til þess að þeir „aðlagi sig“ að umhverfinu í stað þess að umhverfið sé gert aðgengilegt fyrir alla. Jákvæð viðhorfsbreyting hefur þó átt sér stað ekki síst fyrir tilstilli öflugrar baráttu fatlaðs fólks og stuðningsaðila. Þrátt fyrir miklar framfarir er enn langt í land með að tryggja algjört jafnræði. Mikilvægt er að samfélagið haldi áfram að vinna að jafnri þátttöku allra óháð færni eða fötlun. Þetta krefst bæði pólitískra aðgerða og viðhorfsbreytinga þar sem aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi. Við vitum aldrei hver verður næstur. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun