Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 09:01 Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu. Það gleður mig að vera í ríkisstjórn sem er samstíga um stóru málin. Að reka ríkið betur, gæta öryggi fólksins í landinu og standa vörð um jafnrétti í íslensku samfélagi. Eflum löggæslu Mín fyrstu verk í dómsmálaráðuneytinu voru að setja af stað vinnu um að fjölga lögreglumönnum og taka við fleiri nemum í lögreglufræði í haust. Eins hefur verið sett af stað vinna við frumvarp um öryggisráðstafanir fyrir einstaklinga sem eru metnir hættulegir sem og endurskoðun á lögum og framkvæmd um nálgunarbann. Það eiga ekki að teljast mannréttindi að ógna fólki með ofsóknum eða áreiti. Sameinum sýslumenn Eitt mesta framfaramálið á þessu vorþingi er frumvarp um sameiningu sýslumannsembætta úr níu í eitt. Þessi breyting þýðir að yfirbygging minnkar en þjónusta helst óbreytt eða batnar. Starfsstöðvar verða enn um allt land og aðgengi jafngreitt að þjónustu. Með sameiningunni verður hægt að hraða innleiðingu stafrænna lausna sem mun skila sér í betri þjónustu við almenning á landinu öllu. Við sameiningu verður hægt að leita þjónustu hvar sem er. Síðast en ekki síst verður einfaldara að færa sérhæfð verkefni út til starfstöðva í landsbyggðunum og þannig efla starfsemina á landsvísu. Með þessu færum við sýslumannsembættið einfaldlega inn í framtíðina. Útlendingalög í samræmi við nágrannaríki Við komu í dómsmálaráðuneytið bjóst ég við því að frumvarp um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa brotið alvarlega af sér væri til. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hamrað á því í fjölmiðlum. Upp úr dúrnum kom að þetta hafði aðallega verið til umræðu í fjölmiðlum en engin vinna átt sér stað. Ég setti því þá vinnu í forgang til þess að geta lagt fram slíkt frumvarp í vor. Orð eru til alls fyrst en það þarf líka að láta verkin tala. Þessi lagabreyting er í takti við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að samræma reglur um útlendinga við nágrannaríkin. Aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi Meðal fleiri mála sem ég mæli fyrir eru nauðsynlegar lagabreytingar til að hafa betri upplýsingar um farþega sem koma hingað til lands með flugi. Þetta er mikilvæg breyting fyrir löggæsluna í landinu og um leið öryggi fólksins í landinu. Í þingmálaskránni má einnig finna breytingar um endurheimt ávinnings af ólöglegri starfsemi. Þetta eru mikilvægar lagabreytingar sem geta m.a. reynst hjálplegar við að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Jafnréttismál í forgrunni Ég er líka jafnréttis- og mannréttindaráðherra og mun hafa þau mál í forgangi í mínum störfum, rétt eins og áður. Jafnréttismál tóna vel við verkefni dómsmálaráðuneytisins og mikil tækifæri eru fyrir hendi til að bæta stöðu kvenna, til dæmis þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Með breytingum í heimsmálunum þurfum við sömuleiðis að standa þétt með hinsegin samfélaginu og tryggja réttindi og öryggi þess hóps. Á þessu þingi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir næstu ár. Ein af mikilvægari aðgerðum þar er endurskoðun á virðismati starfa. Ekki er vanþörf á. Það er næsta skref hvað varðar launajafnrétti kynjanna - það er að skoða kjör þeirra stétta sem hafa í gegnum tíðina verið skilgreindar sem kvennastéttir. Nú hef ég stiklað á stóru um áherslumál dómsmálaráðuneytisins á vorþingi. Það mætti hafa töluvert fleiri orð um hvert mál. Ég mun eftir fremsta megni kynna þessi mál betur, eitt af öðru. Það hefur verið merkileg upplifun að stíga fyrstu skref í dómsmálaráðuneytinu og ánægjulegt að kynnast því færa fólki sem þar starfar. Ég er þakklát fyrir traustið sem Viðreisn hlaut í kosningum og er einbeitt í því að standa undir því trausti. Höfundur er dómsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Lögreglumál Hælisleitendur Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu. Það gleður mig að vera í ríkisstjórn sem er samstíga um stóru málin. Að reka ríkið betur, gæta öryggi fólksins í landinu og standa vörð um jafnrétti í íslensku samfélagi. Eflum löggæslu Mín fyrstu verk í dómsmálaráðuneytinu voru að setja af stað vinnu um að fjölga lögreglumönnum og taka við fleiri nemum í lögreglufræði í haust. Eins hefur verið sett af stað vinna við frumvarp um öryggisráðstafanir fyrir einstaklinga sem eru metnir hættulegir sem og endurskoðun á lögum og framkvæmd um nálgunarbann. Það eiga ekki að teljast mannréttindi að ógna fólki með ofsóknum eða áreiti. Sameinum sýslumenn Eitt mesta framfaramálið á þessu vorþingi er frumvarp um sameiningu sýslumannsembætta úr níu í eitt. Þessi breyting þýðir að yfirbygging minnkar en þjónusta helst óbreytt eða batnar. Starfsstöðvar verða enn um allt land og aðgengi jafngreitt að þjónustu. Með sameiningunni verður hægt að hraða innleiðingu stafrænna lausna sem mun skila sér í betri þjónustu við almenning á landinu öllu. Við sameiningu verður hægt að leita þjónustu hvar sem er. Síðast en ekki síst verður einfaldara að færa sérhæfð verkefni út til starfstöðva í landsbyggðunum og þannig efla starfsemina á landsvísu. Með þessu færum við sýslumannsembættið einfaldlega inn í framtíðina. Útlendingalög í samræmi við nágrannaríki Við komu í dómsmálaráðuneytið bjóst ég við því að frumvarp um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa brotið alvarlega af sér væri til. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hamrað á því í fjölmiðlum. Upp úr dúrnum kom að þetta hafði aðallega verið til umræðu í fjölmiðlum en engin vinna átt sér stað. Ég setti því þá vinnu í forgang til þess að geta lagt fram slíkt frumvarp í vor. Orð eru til alls fyrst en það þarf líka að láta verkin tala. Þessi lagabreyting er í takti við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að samræma reglur um útlendinga við nágrannaríkin. Aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi Meðal fleiri mála sem ég mæli fyrir eru nauðsynlegar lagabreytingar til að hafa betri upplýsingar um farþega sem koma hingað til lands með flugi. Þetta er mikilvæg breyting fyrir löggæsluna í landinu og um leið öryggi fólksins í landinu. Í þingmálaskránni má einnig finna breytingar um endurheimt ávinnings af ólöglegri starfsemi. Þetta eru mikilvægar lagabreytingar sem geta m.a. reynst hjálplegar við að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Jafnréttismál í forgrunni Ég er líka jafnréttis- og mannréttindaráðherra og mun hafa þau mál í forgangi í mínum störfum, rétt eins og áður. Jafnréttismál tóna vel við verkefni dómsmálaráðuneytisins og mikil tækifæri eru fyrir hendi til að bæta stöðu kvenna, til dæmis þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Með breytingum í heimsmálunum þurfum við sömuleiðis að standa þétt með hinsegin samfélaginu og tryggja réttindi og öryggi þess hóps. Á þessu þingi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir næstu ár. Ein af mikilvægari aðgerðum þar er endurskoðun á virðismati starfa. Ekki er vanþörf á. Það er næsta skref hvað varðar launajafnrétti kynjanna - það er að skoða kjör þeirra stétta sem hafa í gegnum tíðina verið skilgreindar sem kvennastéttir. Nú hef ég stiklað á stóru um áherslumál dómsmálaráðuneytisins á vorþingi. Það mætti hafa töluvert fleiri orð um hvert mál. Ég mun eftir fremsta megni kynna þessi mál betur, eitt af öðru. Það hefur verið merkileg upplifun að stíga fyrstu skref í dómsmálaráðuneytinu og ánægjulegt að kynnast því færa fólki sem þar starfar. Ég er þakklát fyrir traustið sem Viðreisn hlaut í kosningum og er einbeitt í því að standa undir því trausti. Höfundur er dómsmálaráðherra
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun