Vill auka eftirlit með þungaflutningum Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2025 06:02 Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir þungaflutninga auka slit á vegum margfalt séu tonnin fleiri en þau mega vera. Vísir/Sigurjón Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill auka eftirlit með þungaflutningum. Hann ræddi ástand vega í Reykjavík síðdegis í gær en fjallað hefur verið um málið, og sérstaklega holur í vegum, í þættinum síðustu daga. Eyjólfur segir vegi lifandi fyrirbæri og það sé alltaf verið að þróa nýjar leiðir. Hönnunarleiðbeiningar og staðlar sem notast sé við komi frá Noregi til dæmis en gögnin séu staðfærð hér á landi. Leiðbeiningarnar séu öllum aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Útboðsskilmálar byggi alltaf á gögnunum sem sé þó erfitt að festa í lög. Það yrði of flókið. „Það eru ákveðin atriði sem eru séríslensk fyrirbæri. Það eru blæðingar í bundnu slitlagi hér, algengt á sumrin og veturna, dýpri hjólför,“ segir Eyjólfur og að veðráttan geti haft áhrif á það. Hann segir loftslag líka öðruvísi hér en til dæmis í Þýskalandi og Noregi. Vegagerðin vilji leggja meira malbik en bundna slitlagið sé ódýrara. Það sé hægt að leggja fleiri vegi með því að nota það í stað malbiksins. Fjallað um viðhaldsskuld í stjórnarsáttmála Ráðherra segir gríðarlega aukningu í umferð vegna fjölgunar ferðamanna og aukningu í þungaflutningum. Um það sé fjallað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að auka fjárfestingu í samgöngum, hefja framkvæmdir um land allt og vinna upp viðhaldsskuld í vegakerfinu. Það sé aðeins hægt að greiða þá skuld með því að setja meiri pening í verkefnið. Nauðsynlegt sé að viðhalda virði innviða okkar. Virðið minnki þegar viðhaldið sé ekki nægilegt og þannig hafi virði vegakerfisins minnkað með minna viðhaldi. Hámark þungaflutninga sé 49 tonn og sé farið fram yfir það aukist álagið á vegunum í veldisvexti. Hvert auka tonn auki slit verulega. Frá fyrsta degi í stól samgönguráðherra hafi hann legið yfir vandamálinu. Áður fyrr hafi verið meira eftirlit með þungaflutningum þar sem bílarnir hafi verið vigtaðir af starfsfólki Vegagerðarinnar. Verkefnið hafi verið fært til lögreglunnar en Eyjólfur vill skoða hvort betra væri að færa það aftur til Vegagerðarinnar eða auka samstarf þessara tveggja aðila. Hann ætli að skoða hvernig þetta hafi gengið hjá lögreglu. „Um leið og þú ferð fram yfir leyfilegan tonnafjölda eykst álagið á vegina alveg gríðarlega mikið. Það er gríðarlega mikilvægt að allir þungaflutningar séu samkvæmt þeim reglum sem settar eru.“ Hin aukna umferð hafi áhrif á viðhaldsskuldina. Stjórnvöld ætli að verja 40 milljörðum í samgöngur; 27 fari í framkvæmdir og viðhald en 13 í þjónustu. Viðhaldsskuldin nái aftur til hruns en ný ríkisstjórn ætli í átak í þessum málum. Viðtalið við Eyjólf má heyra í heild sinni hér að ofan en hann ætlar sömuleiðis að leggjast yfir strandsiglingar hér á landi. Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík síðdegis Vegagerð Færð á vegum Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Eyjólfur segir vegi lifandi fyrirbæri og það sé alltaf verið að þróa nýjar leiðir. Hönnunarleiðbeiningar og staðlar sem notast sé við komi frá Noregi til dæmis en gögnin séu staðfærð hér á landi. Leiðbeiningarnar séu öllum aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Útboðsskilmálar byggi alltaf á gögnunum sem sé þó erfitt að festa í lög. Það yrði of flókið. „Það eru ákveðin atriði sem eru séríslensk fyrirbæri. Það eru blæðingar í bundnu slitlagi hér, algengt á sumrin og veturna, dýpri hjólför,“ segir Eyjólfur og að veðráttan geti haft áhrif á það. Hann segir loftslag líka öðruvísi hér en til dæmis í Þýskalandi og Noregi. Vegagerðin vilji leggja meira malbik en bundna slitlagið sé ódýrara. Það sé hægt að leggja fleiri vegi með því að nota það í stað malbiksins. Fjallað um viðhaldsskuld í stjórnarsáttmála Ráðherra segir gríðarlega aukningu í umferð vegna fjölgunar ferðamanna og aukningu í þungaflutningum. Um það sé fjallað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að auka fjárfestingu í samgöngum, hefja framkvæmdir um land allt og vinna upp viðhaldsskuld í vegakerfinu. Það sé aðeins hægt að greiða þá skuld með því að setja meiri pening í verkefnið. Nauðsynlegt sé að viðhalda virði innviða okkar. Virðið minnki þegar viðhaldið sé ekki nægilegt og þannig hafi virði vegakerfisins minnkað með minna viðhaldi. Hámark þungaflutninga sé 49 tonn og sé farið fram yfir það aukist álagið á vegunum í veldisvexti. Hvert auka tonn auki slit verulega. Frá fyrsta degi í stól samgönguráðherra hafi hann legið yfir vandamálinu. Áður fyrr hafi verið meira eftirlit með þungaflutningum þar sem bílarnir hafi verið vigtaðir af starfsfólki Vegagerðarinnar. Verkefnið hafi verið fært til lögreglunnar en Eyjólfur vill skoða hvort betra væri að færa það aftur til Vegagerðarinnar eða auka samstarf þessara tveggja aðila. Hann ætli að skoða hvernig þetta hafi gengið hjá lögreglu. „Um leið og þú ferð fram yfir leyfilegan tonnafjölda eykst álagið á vegina alveg gríðarlega mikið. Það er gríðarlega mikilvægt að allir þungaflutningar séu samkvæmt þeim reglum sem settar eru.“ Hin aukna umferð hafi áhrif á viðhaldsskuldina. Stjórnvöld ætli að verja 40 milljörðum í samgöngur; 27 fari í framkvæmdir og viðhald en 13 í þjónustu. Viðhaldsskuldin nái aftur til hruns en ný ríkisstjórn ætli í átak í þessum málum. Viðtalið við Eyjólf má heyra í heild sinni hér að ofan en hann ætlar sömuleiðis að leggjast yfir strandsiglingar hér á landi.
Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík síðdegis Vegagerð Færð á vegum Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira