Ráðherra braut ekki lög Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2025 13:07 Ástráður, Aldís og Guðmundur Ingi fyrrverandi ráðherra jafnréttismála. Vísir Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra braut ekki jafnréttislög þegar hann skipaði Ástráð Haraldsson sem ríkissáttasemjara árið 2023. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Aldís Guðný Sigurðardóttir var á meðal sex umsækjenda um starfið sem Ástráður Haraldsson var skipaður í. Umsækjendur um embættið voru eftirtaldir: Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild HR og forstöðumaður MBA-náms Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari Hilmar Már Gunnlaugsson, lyfjafræðingur Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga Muhammad Abu Ayub, vaktstjóri Skúli Þór Sveinsson, sölumaður Aldís og Ástráður voru bæði metin mjög vel hæf af hæfnisnefnd og fór lögmaður Aldísar yfir málið, frá þeirra sjónarhorni, í aðsendri skoðunargrein á Vísi í ágúst í fyrra. Það væri mat Aldísar að hæfasti umsækjandinn hefði ekki verið valinn. Taldi Aldís að ráðherra hefði mismunað sér á grundvelli kyns en samkvæmt lögum væri sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Máli sínu til stuðnings nefndu þær að í rúmlega fjörutíu ára sögu ríkissáttasemjara hefði aðeins ein kona gegnt embættinu. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið,“ sagði Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, í samtali við Vísi í janúar í fyrra. Erna spurði í aðsendu greininni hvort jafnrétti hefði verið haft af ráðherra jafnréttismála? Kærunefndin svarar þeirri spurningu játandi. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að Aldísi hafi ekki sýnt fram á að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns. Niðurstaða ráðherra hefði verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Ástráður hefði fengið fleiri heildarstig við mat á umsóknargögnum, fleiri heildarstig eftir viðtöl. Þannig hafi hann fengið fleiri stig fyrir tvo matsþætti af ellefu en Aldís fleiri fyrir einn matsþátt. Aldís hefði mikla sérþekkingu í samningatækni og samningafræði sem og við úrlausn deilumála. Ástráður hefði á móti mikla sérþekkingu í vinnumarkaði og sáttarstörf í vinnudeilum. Þá hefði hann tiltekina reynslu í starfinu en hann hafði verið settur ríkissáttasemjari þegar staðan var auglýst. Þá var ekki fallist á kröfu Aldísar að ríkið greiddi málskostnað hennar. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér. Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinnumarkaður Vinstri græn Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Aldís Guðný Sigurðardóttir var á meðal sex umsækjenda um starfið sem Ástráður Haraldsson var skipaður í. Umsækjendur um embættið voru eftirtaldir: Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild HR og forstöðumaður MBA-náms Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari Hilmar Már Gunnlaugsson, lyfjafræðingur Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga Muhammad Abu Ayub, vaktstjóri Skúli Þór Sveinsson, sölumaður Aldís og Ástráður voru bæði metin mjög vel hæf af hæfnisnefnd og fór lögmaður Aldísar yfir málið, frá þeirra sjónarhorni, í aðsendri skoðunargrein á Vísi í ágúst í fyrra. Það væri mat Aldísar að hæfasti umsækjandinn hefði ekki verið valinn. Taldi Aldís að ráðherra hefði mismunað sér á grundvelli kyns en samkvæmt lögum væri sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Máli sínu til stuðnings nefndu þær að í rúmlega fjörutíu ára sögu ríkissáttasemjara hefði aðeins ein kona gegnt embættinu. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið,“ sagði Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, í samtali við Vísi í janúar í fyrra. Erna spurði í aðsendu greininni hvort jafnrétti hefði verið haft af ráðherra jafnréttismála? Kærunefndin svarar þeirri spurningu játandi. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að Aldísi hafi ekki sýnt fram á að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns. Niðurstaða ráðherra hefði verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Ástráður hefði fengið fleiri heildarstig við mat á umsóknargögnum, fleiri heildarstig eftir viðtöl. Þannig hafi hann fengið fleiri stig fyrir tvo matsþætti af ellefu en Aldís fleiri fyrir einn matsþátt. Aldís hefði mikla sérþekkingu í samningatækni og samningafræði sem og við úrlausn deilumála. Ástráður hefði á móti mikla sérþekkingu í vinnumarkaði og sáttarstörf í vinnudeilum. Þá hefði hann tiltekina reynslu í starfinu en hann hafði verið settur ríkissáttasemjari þegar staðan var auglýst. Þá var ekki fallist á kröfu Aldísar að ríkið greiddi málskostnað hennar. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinnumarkaður Vinstri græn Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira