Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2025 10:48 Elon Musk og Donald Trump í Hvíta húsinu í gærkvöldi. AP/ALex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunar Musks, DOGE. Trump skrifaði þar að auki undir forsetatilskipun um að auka völd Musks og stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Á blaðamannafundinum hrósaði Trump Musk og sagði DOGE hafa fundið sjokkerandi vísbendingar um sóun í opinberum rekstri. Musk sjálfur gagnrýndi opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum, þó hann hafi sagt gott fólk þar inn á milli, og sagði þá hafa meiri völd en kjörnir fulltrúar. Stjórnsýslan væri „ókjörin, fjórða grein ríkisvaldsins“, sagði Musk. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að forsetatilskipunin sem Trump skrifaði undir í gær feli meðal annars í sér að fulltrúar frá Doge þurfi að veita nánast öllum nýráðningum innan hins opinbera kerfis blessun sína. Þá megi forsvarsmenn flestra stofnanna Bandaríkjanna eingöngu ráða einn starfsmann fyrir hverja fjóra sem hætta og var þeim gert að undirbúa umfangsmikla fækkun opinberra starfsmanna. Stofnanir sem koma að löggæslu og vernd landamæra Bandaríkjanna eiga að geta fengið undanþágu. Aðgerðir Trumps í upphafi kjörtímabilsins ríma mjög við hið umdeilda plagg sem kallast Project 2025, sem er í einföldu máli sagt áherslulisti og leiðarvísir um það að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Dómarar hafa lagt steina í götu DOGE en Musk og aðrir úr búðum Trumps hafa lagt til að þeir úrskurðir verði hunsaðir. Starfsmenn DOGE eru nú í að minnsta nítján opinberum stofnunum Bandaríkjanna, samkvæmt samantekt New York Times, þar sem niðurskurður er hafinn eða í vinnslu. Ekki hann heldur „fólkið hjá SpaceX“ Musk gaf lítið fyrir gagnrýni sem snýr að því að hann hagnist persónulega á því að rífa niður opinberar stofnanir sem hafa meðal annars það hlutverk að vakta fyrirtæki hans og halda utan um málaferli gegn þeim. Hann sagði til að mynda að það verkefni hans að skera niður í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, þar sem hann er með margra milljarða dala samninga, væri ekki hagsmunaárekstur. Hélt hann því fram að það væri vegna þess að ríkið fengi svo mikið fyrir peninginn vegna þeirra samninga og að þeir væru í rauninni ekki gerðir við hann, heldur fyrirtæki í hans eigu. „Það er fólkið hjá SpaceX eða eitthvað,“ sagði Musk, stofnandi og eigandi SpaceX. Sjá einnig: Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Eins og fram kemur í grein New York Times sagðist Musk vera með „allsherjar gagnsæi“ í störfum sínum, þó þetta væri í fyrsta sinn sem hann svaraði spurningum blaðamanna síðan hann og starfsmenn hans í DOGE tóku til handa sinna og þó að hann hafi ekki gefið út nokkurskonar fjárhagsyfirlýsingu um eignir sínar. Þá sagði Musk að kjósendur hefðu gert hug sinn skýran í síðustu kosningum. Þeir hefðu kosið umfangsmiklar breytingar á stjórnkerfi Bandaríkjanna og gert það með miklum meirihluta. Það væri það sem fólkið myndi fá. Þetta snerist um að endurreisa lýðræðið. Á einum tímapunkti viðurkenndi Musk að sumar yfirlýsingar hans um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID) væru ekki réttar. Vísaði hann sérstaklega til ummæla um að Bandaríkjamenn hefðu eytt fimmtíu milljónum dala í smokkakaup fyrir íbúa Gasastrandarinnar. „Sko, í fyrsta lagi, sumt af því sem ég segi verður rangt, og ætti að vera leiðrétt,“ sagði hann. Musk hét því að leiðrétta rangfærslur eins fljótt og hann gæti og viðurkenndi hann að DOGE gæti einnig gert mistök. „Við förum svo hratt yfir, að við munum gera mistök. En við munum einnig laga mistökin mjög fljótt.“ Musk sagði þó í kjölfarið að Bandaríkjamenn ættu ekki að kaupa smokka fyrir fimmtíu milljónir dala fyrir neinn, þó það hefði ekki verið gert. Umfangsmikil ósannindi um starfsemi USAID og fjárútlát stofnunarinnar hafa verið í dreifingu undanfarna daga og þar á meðal á síðu Musks á X, hans eigin samfélagsmiðli. Umfangið útvíkkað eftir kosningarnar Í kosningabaráttunni lýsti Trump því ítrekað yfir að hann ætlaði sér í miklar breytingar á stjórnsýslu Bandaríkjanna. Að hreinsa út hið svokallaða „djúpríki“ og gera auðveldara að reka opinbera starfsmenn. Hvernig Musk átti að koma að þeirri vinnu var þó ekki ljóst. Í september lýsti Trump því yfir að Musk ætti að leiða starfsnefnd sem átti að leggja til leiðir til niðurskurðar en þessi nefnd átti að starfa utan ríkisstjórnarinnar. Það var ekki fyrr en eftir kosningarnar sem umfang starfsemi DOGE var útvíkkað verulega og völd stofnunarinnar einnig. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. 7. febrúar 2025 15:59 Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. 6. febrúar 2025 14:06 Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. 3. febrúar 2025 17:01 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Á blaðamannafundinum hrósaði Trump Musk og sagði DOGE hafa fundið sjokkerandi vísbendingar um sóun í opinberum rekstri. Musk sjálfur gagnrýndi opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum, þó hann hafi sagt gott fólk þar inn á milli, og sagði þá hafa meiri völd en kjörnir fulltrúar. Stjórnsýslan væri „ókjörin, fjórða grein ríkisvaldsins“, sagði Musk. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að forsetatilskipunin sem Trump skrifaði undir í gær feli meðal annars í sér að fulltrúar frá Doge þurfi að veita nánast öllum nýráðningum innan hins opinbera kerfis blessun sína. Þá megi forsvarsmenn flestra stofnanna Bandaríkjanna eingöngu ráða einn starfsmann fyrir hverja fjóra sem hætta og var þeim gert að undirbúa umfangsmikla fækkun opinberra starfsmanna. Stofnanir sem koma að löggæslu og vernd landamæra Bandaríkjanna eiga að geta fengið undanþágu. Aðgerðir Trumps í upphafi kjörtímabilsins ríma mjög við hið umdeilda plagg sem kallast Project 2025, sem er í einföldu máli sagt áherslulisti og leiðarvísir um það að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Dómarar hafa lagt steina í götu DOGE en Musk og aðrir úr búðum Trumps hafa lagt til að þeir úrskurðir verði hunsaðir. Starfsmenn DOGE eru nú í að minnsta nítján opinberum stofnunum Bandaríkjanna, samkvæmt samantekt New York Times, þar sem niðurskurður er hafinn eða í vinnslu. Ekki hann heldur „fólkið hjá SpaceX“ Musk gaf lítið fyrir gagnrýni sem snýr að því að hann hagnist persónulega á því að rífa niður opinberar stofnanir sem hafa meðal annars það hlutverk að vakta fyrirtæki hans og halda utan um málaferli gegn þeim. Hann sagði til að mynda að það verkefni hans að skera niður í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, þar sem hann er með margra milljarða dala samninga, væri ekki hagsmunaárekstur. Hélt hann því fram að það væri vegna þess að ríkið fengi svo mikið fyrir peninginn vegna þeirra samninga og að þeir væru í rauninni ekki gerðir við hann, heldur fyrirtæki í hans eigu. „Það er fólkið hjá SpaceX eða eitthvað,“ sagði Musk, stofnandi og eigandi SpaceX. Sjá einnig: Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Eins og fram kemur í grein New York Times sagðist Musk vera með „allsherjar gagnsæi“ í störfum sínum, þó þetta væri í fyrsta sinn sem hann svaraði spurningum blaðamanna síðan hann og starfsmenn hans í DOGE tóku til handa sinna og þó að hann hafi ekki gefið út nokkurskonar fjárhagsyfirlýsingu um eignir sínar. Þá sagði Musk að kjósendur hefðu gert hug sinn skýran í síðustu kosningum. Þeir hefðu kosið umfangsmiklar breytingar á stjórnkerfi Bandaríkjanna og gert það með miklum meirihluta. Það væri það sem fólkið myndi fá. Þetta snerist um að endurreisa lýðræðið. Á einum tímapunkti viðurkenndi Musk að sumar yfirlýsingar hans um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID) væru ekki réttar. Vísaði hann sérstaklega til ummæla um að Bandaríkjamenn hefðu eytt fimmtíu milljónum dala í smokkakaup fyrir íbúa Gasastrandarinnar. „Sko, í fyrsta lagi, sumt af því sem ég segi verður rangt, og ætti að vera leiðrétt,“ sagði hann. Musk hét því að leiðrétta rangfærslur eins fljótt og hann gæti og viðurkenndi hann að DOGE gæti einnig gert mistök. „Við förum svo hratt yfir, að við munum gera mistök. En við munum einnig laga mistökin mjög fljótt.“ Musk sagði þó í kjölfarið að Bandaríkjamenn ættu ekki að kaupa smokka fyrir fimmtíu milljónir dala fyrir neinn, þó það hefði ekki verið gert. Umfangsmikil ósannindi um starfsemi USAID og fjárútlát stofnunarinnar hafa verið í dreifingu undanfarna daga og þar á meðal á síðu Musks á X, hans eigin samfélagsmiðli. Umfangið útvíkkað eftir kosningarnar Í kosningabaráttunni lýsti Trump því ítrekað yfir að hann ætlaði sér í miklar breytingar á stjórnsýslu Bandaríkjanna. Að hreinsa út hið svokallaða „djúpríki“ og gera auðveldara að reka opinbera starfsmenn. Hvernig Musk átti að koma að þeirri vinnu var þó ekki ljóst. Í september lýsti Trump því yfir að Musk ætti að leiða starfsnefnd sem átti að leggja til leiðir til niðurskurðar en þessi nefnd átti að starfa utan ríkisstjórnarinnar. Það var ekki fyrr en eftir kosningarnar sem umfang starfsemi DOGE var útvíkkað verulega og völd stofnunarinnar einnig.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. 7. febrúar 2025 15:59 Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. 6. febrúar 2025 14:06 Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. 3. febrúar 2025 17:01 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. 7. febrúar 2025 15:59
Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. 6. febrúar 2025 14:06
Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. 3. febrúar 2025 17:01