Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Kristján Már Unnarsson skrifar 11. febrúar 2025 22:50 Séð yfir trjágróðurinn í Öskjuhlíð og flugbrautina, sem búið er að loka. Skjáskot/Stöð 2 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í dag að ríkisstjórn sín stæði með Reykjavíkurflugvelli og að hann væri ekki á förum á næstu árum. Spá um stífa austanátt gæti kallað á krefjandi hliðarvindslendingar á vellinum á morgun, miðvikudag. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn Reykjavíkurborgar munda vélsagirnar í Öskjuhlíð. Þeir hófu laust fyrir hádegi að saga niður trén eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti síðdegis í gær að það ætti að hefja verkið strax. Stofnarnir eru orðnir sverir á grenitrjánum sem felld voru í Öskjuhlíð í dag.Vilhelm Í síðustu viku, áður en borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk, lá honum ekki svona mikið á, talaði um að fyrst yrði að gera aðgerðaáætlun. En núna á að saga fyrst fimmtíu tré og samtímis er borgin að semja aðgerðaáætlun um næstu skref til að leggja fyrir Samgöngustofu. Það virðist vera á reiki og mismunandi túlkanir á því hve mörg tré þarf að fella áður en hægt verður að opna austur/vestur flugbrautina á ný. Henni var lokað á laugardag samkvæmt fyrirskipun Samgöngustofu. Þverskurðarmynd af Öskjuhlíð sýnir hvernig trjágróður er vaxinn upp fyrir hindranafleti.Isavia innanlands Þverskurðarmynd frá Isavia sýnir hvernig trén í Öskjuhlíð eru búin að vaxa upp fyrir hindranafleti, samkvæmt flugöryggisstöðlum, annars vegar svokallaðan OCS-flöt (Obstacle Clearance Surface) og hins vegar VSS-flöt (Visual Segment Surface). Þeir skera mismunandi mikið af trjánum. Annar þeirra leyfir viss frávik en þá með skilyrðum. Einfaldari mynd sýnir betur þann vanda sem við er að glíma. Flugvélar koma venjulega inn með þriggja gráðu aðflugshorni. Fyrir fjórtán árum var byrjað að gera kröfur um brattara aðflug yfir Öskjuhlíð vegna trjánna og það er núna komið í 4,45 gráður. Fjórtán ár eru frá því að fyrst þurfti að auka aðflugsbrattann vegna hækkandi trjágróðurs. Einnig hefur þurft að færa lendingarþröskuld innar á flugbrautina.Isavia innanlands Til að fara í brattara aðflug en þetta þyrfti að setja flugmenn í sérþjálfun. Auk þess þyrfti að afla sérstakrar heimildar fyrir hverja tegund flugvélar fyrir svo bröttu aðflugshorni. Jafnframt hafa menn neyðst til að færa þröskuld flugbrautarinnar innar, það er í raun að stytta brautina, og Samgöngustofa virðist telja að ekki verði gengið lengra í þá átt. Borgin virðist hafa litið svo á að það dygði að miða við OCS-hindranflöt, og þá nægði að fella kannski 100-200 tré. Myndin sýnir þau tré sem mælast fyrir ofan VSS-hindranaflöt. Fjöldi trjánna er 1.412.Isavia innanlands Ef miða á við VSS-hindranaflöt virðist hins vegar þurfa að fella strax yfir 1.400 tré og svo sennilega 800 tré til viðbótar innan fárra ára. Sumir spyrja: Dugar ekki bara ein flugbraut? Þegar vindrós flugvallarins er skoðuð sést að vindurinn blæs úr öllum áttum í Reykjavík. Austan og suðaustanáttir eru þó algengastar en einnig norðan og sunnanáttir en meginreglan er sú að lenda flugvélum sem næst upp í vindinn, svo fremi að viðkomandi flugbraut sé nægilega löng. Vindrós frá Veðurstofunni sýnir tíðni vindátta á Reykjavíkurflugvelli á árabilinu 2001 til 2009.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þannig að ef það er til dæmis stíf austanátt, eins og spáð er á morgun, myndu flugmenn yfirleitt velja að lenda til austurs á austur/vestur brautinni. Í slíkri vindátt gæti orðið erfitt að lenda á norður-suðurbrautinni en þá stæði vindur þvert á braut. Það gæti verið ófært fyrir sumar tegundir flugvéla en kallað á krefjandi hliðarvindslendingar fyrir aðrar. Málefni Reykjavíkurflugvallar voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, krafði Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra svara um afstöðu Samfylkingarinnar til flugvallarins, eins og heyra má í frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Tré Sjúkraflutningar Samgöngur Tengdar fréttir Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi. 9. febrúar 2025 19:00 Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn Reykjavíkurborgar munda vélsagirnar í Öskjuhlíð. Þeir hófu laust fyrir hádegi að saga niður trén eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti síðdegis í gær að það ætti að hefja verkið strax. Stofnarnir eru orðnir sverir á grenitrjánum sem felld voru í Öskjuhlíð í dag.Vilhelm Í síðustu viku, áður en borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk, lá honum ekki svona mikið á, talaði um að fyrst yrði að gera aðgerðaáætlun. En núna á að saga fyrst fimmtíu tré og samtímis er borgin að semja aðgerðaáætlun um næstu skref til að leggja fyrir Samgöngustofu. Það virðist vera á reiki og mismunandi túlkanir á því hve mörg tré þarf að fella áður en hægt verður að opna austur/vestur flugbrautina á ný. Henni var lokað á laugardag samkvæmt fyrirskipun Samgöngustofu. Þverskurðarmynd af Öskjuhlíð sýnir hvernig trjágróður er vaxinn upp fyrir hindranafleti.Isavia innanlands Þverskurðarmynd frá Isavia sýnir hvernig trén í Öskjuhlíð eru búin að vaxa upp fyrir hindranafleti, samkvæmt flugöryggisstöðlum, annars vegar svokallaðan OCS-flöt (Obstacle Clearance Surface) og hins vegar VSS-flöt (Visual Segment Surface). Þeir skera mismunandi mikið af trjánum. Annar þeirra leyfir viss frávik en þá með skilyrðum. Einfaldari mynd sýnir betur þann vanda sem við er að glíma. Flugvélar koma venjulega inn með þriggja gráðu aðflugshorni. Fyrir fjórtán árum var byrjað að gera kröfur um brattara aðflug yfir Öskjuhlíð vegna trjánna og það er núna komið í 4,45 gráður. Fjórtán ár eru frá því að fyrst þurfti að auka aðflugsbrattann vegna hækkandi trjágróðurs. Einnig hefur þurft að færa lendingarþröskuld innar á flugbrautina.Isavia innanlands Til að fara í brattara aðflug en þetta þyrfti að setja flugmenn í sérþjálfun. Auk þess þyrfti að afla sérstakrar heimildar fyrir hverja tegund flugvélar fyrir svo bröttu aðflugshorni. Jafnframt hafa menn neyðst til að færa þröskuld flugbrautarinnar innar, það er í raun að stytta brautina, og Samgöngustofa virðist telja að ekki verði gengið lengra í þá átt. Borgin virðist hafa litið svo á að það dygði að miða við OCS-hindranflöt, og þá nægði að fella kannski 100-200 tré. Myndin sýnir þau tré sem mælast fyrir ofan VSS-hindranaflöt. Fjöldi trjánna er 1.412.Isavia innanlands Ef miða á við VSS-hindranaflöt virðist hins vegar þurfa að fella strax yfir 1.400 tré og svo sennilega 800 tré til viðbótar innan fárra ára. Sumir spyrja: Dugar ekki bara ein flugbraut? Þegar vindrós flugvallarins er skoðuð sést að vindurinn blæs úr öllum áttum í Reykjavík. Austan og suðaustanáttir eru þó algengastar en einnig norðan og sunnanáttir en meginreglan er sú að lenda flugvélum sem næst upp í vindinn, svo fremi að viðkomandi flugbraut sé nægilega löng. Vindrós frá Veðurstofunni sýnir tíðni vindátta á Reykjavíkurflugvelli á árabilinu 2001 til 2009.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þannig að ef það er til dæmis stíf austanátt, eins og spáð er á morgun, myndu flugmenn yfirleitt velja að lenda til austurs á austur/vestur brautinni. Í slíkri vindátt gæti orðið erfitt að lenda á norður-suðurbrautinni en þá stæði vindur þvert á braut. Það gæti verið ófært fyrir sumar tegundir flugvéla en kallað á krefjandi hliðarvindslendingar fyrir aðrar. Málefni Reykjavíkurflugvallar voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, krafði Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra svara um afstöðu Samfylkingarinnar til flugvallarins, eins og heyra má í frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Tré Sjúkraflutningar Samgöngur Tengdar fréttir Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi. 9. febrúar 2025 19:00 Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi. 9. febrúar 2025 19:00
Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48