„Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. febrúar 2025 17:20 Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins, ætlar að ræða við bakland sitt og grasrót flokksins á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, segir oddvita hinna flokkanna sem nú ræða saman vera yndislegar konur. Næsta verkefni sé að ræða við baklandið og grasrótina. Margrét Helga Erlingsdóttir náði tali af oddvitum VG, Sósíalistaflokks og Flokks fólksins eftir fund fyrir utan heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Helga Þórðardóttir segir síðustu daga hafa verið eins og rússíbanareið. Þetta eru ansi óvænt tíðindi fyrir þig og búið að vera annasamir dagar? „Ekkert smá, þetta er búið að vera rússíbani og mér finnst eins og þetta sé búið að vera mánuður,“ sagði Helga. Hvernig leggst þessi mögulegi vinstri meirihluti í þig við fyrstu sýn? „Bara yndislegar konur og ef við náum saman þá er það flott. Þetta er náttúrulega stuttur tími sem við höfum þannig við yrðum að hafa ákveðin verkefni,“ sagði hún. Óheppilegur tími „En vitiði það, það er voðalega erfitt að tala um þetta þegar við erum bara með þreifingar og maður er ekki búinn að tala við baklandið sitt. Nú ætla ég að hafa þau með mér,“ sagði Helga. Næst á dagskrá er að tala við baklandið? „Baklandið og grasrótina. Þetta er óheppilegur tími, þingið að byrja og ráðherrarnir að byrja. Svolítið erfitt að ná í fólk á þessum tíma,“ sagði hún. Ef baklandið reynist jákvætt gagnvart þessari hugmynd er ekki einboðið að fara í formlegar meirihlutaviðræður? „Þá förum við náttúrulega að ræða saman en það kemur í ljós,“ sagði hún. Enginn fundur settur á áður en þið ræðið við baklandið? „Nei nei, enginn fundur. Við verðum að hafa fólkið með okkur,“ sagði Helga að lokum. Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04 Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. 11. febrúar 2025 16:23 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira
Margrét Helga Erlingsdóttir náði tali af oddvitum VG, Sósíalistaflokks og Flokks fólksins eftir fund fyrir utan heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Helga Þórðardóttir segir síðustu daga hafa verið eins og rússíbanareið. Þetta eru ansi óvænt tíðindi fyrir þig og búið að vera annasamir dagar? „Ekkert smá, þetta er búið að vera rússíbani og mér finnst eins og þetta sé búið að vera mánuður,“ sagði Helga. Hvernig leggst þessi mögulegi vinstri meirihluti í þig við fyrstu sýn? „Bara yndislegar konur og ef við náum saman þá er það flott. Þetta er náttúrulega stuttur tími sem við höfum þannig við yrðum að hafa ákveðin verkefni,“ sagði hún. Óheppilegur tími „En vitiði það, það er voðalega erfitt að tala um þetta þegar við erum bara með þreifingar og maður er ekki búinn að tala við baklandið sitt. Nú ætla ég að hafa þau með mér,“ sagði Helga. Næst á dagskrá er að tala við baklandið? „Baklandið og grasrótina. Þetta er óheppilegur tími, þingið að byrja og ráðherrarnir að byrja. Svolítið erfitt að ná í fólk á þessum tíma,“ sagði hún. Ef baklandið reynist jákvætt gagnvart þessari hugmynd er ekki einboðið að fara í formlegar meirihlutaviðræður? „Þá förum við náttúrulega að ræða saman en það kemur í ljós,“ sagði hún. Enginn fundur settur á áður en þið ræðið við baklandið? „Nei nei, enginn fundur. Við verðum að hafa fólkið með okkur,“ sagði Helga að lokum.
Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04 Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. 11. febrúar 2025 16:23 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira
Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04
Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. 11. febrúar 2025 16:23