„Ég er bara pínu leiður“ Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. febrúar 2025 19:24 Magnús Þór Jónsson er formaður KÍ. Vísir/Einar Formaður Kennarasambands Íslands segist leiður yfir fundi dagsins með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga. Deiluaðilar virðist hafa færst fjær hvor öðrum, en verkföllum víðast hvar um landið lauk í morgun, eftir að Félagsdómur dæmdi þau flest ólögmæt. Fundi kennara, ríkis og sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án árangurs upp úr klukkan þrjú í dag. Ástráður Haraldsson hefur ríkissáttasemjari ekki boðað til nýs fundar í deilunni, þar sem hann segist ekki hafa séð ástæðu til þess. Um var að ræða fyrsta fund deiluaðila síðan Félagsdómur dæmdi verkföll kennara ólögmæt, að verkfalli kennara í Snæfellsbæ undanskildu. Það var á grundvelli þess að þau næðu ekki til allra félagsmanna Kennarasambands Íslands hjá sama vinnuveitanda. Ákvörðun Ástráðs ekki óvænt Magnús Þór Jónsson, fomaður Kennarasambands Íslands, lýsir fundi dagsins sem vonbrigðum. „Ég er bara pínu leiður. Mér fannst við í lok fundarins kannski hafa færst aftar en við höfum verið. Þannig að það kom mér ekki á óvart að Ástráður tæki þessa ákvörðun, að kalla ekki deiluaðila saman í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Magnús segist ekki geta metið hvort dómur Félagsdóms hafi haft áhrif á fulltrúa ríkis og sveitarfélaga og afstöðu þeirra í deilunni. Það verði þeir sjálfir að svara fyrir. „Það kom þarna útspil í dag sem var að færa okkur fjær. Okkur fannst við vera á ágætis leið. Ég veit ekki hvort það er virkilega þannig að samtalið þurfi að vera undir einhvers konar ógn um að það sé verið að boða til aðgerða, eða komnar aðgerðir. Vonandi er það ekki þannig. Við vorum undrandi á deginum og vonandi er þetta ekki vegna þess að menn væru einhvern veginn upprifnir eftir dóminn. Við höfum sagt það mjög lengi að þetta mál verður ekki leyst í dómsölum.“ Neita að standa úti í horni Kennarar hyggjast í kvöld fylkja liði á Austurvöll, en stefnuræða forsætisráðherra fer fram klukkan 19:40 í þinghúsinu í kvöld. Magnús segir Kennarafélag Reykjavíkur standa að samstöðufundi kennara. Hann hafi verið á dagskrá en niðurstaða félagsdóms í gær ýti enn frekar undir nauðsyn þess að kennarar hittust og stæðu saman. „Við erum á skrýtnum tíma, enn einu sinni að spóla til baka og erum auðvitað bara núna að átta okkur á þeim aðgerðum sem við getum farið í, út frá niðurstöðu Félagsdóms sem kom okkur, og reyndar mörgum fleirum, á óvart. Ég held að þetta sé blanda af því að fólk sé komið með nóg af því að bíða, við byrjuðum í september á síðasta ári. Það eru komnir bráðum fimm mánuðir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara,“ segir Magnús. „Svo þetta útspil í gær í Félagsdómi og kannski fundurinn í dag, eru full ástæða til þess að kennarar komi saman og láti vita af því að við stöndum þétt saman og erum ekki tilbúin að standa úti í horni á íslenskum launamarkaði lengur. Við viljum bara að okkar nám og okkar vinna séu metin til jafns á við sambærilega sérfræðinga á almennum markaði. Það hefur verið markmiðið og er enn þá,“ sagði Magnús að lokum. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Fundi kennara, ríkis og sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án árangurs upp úr klukkan þrjú í dag. Ástráður Haraldsson hefur ríkissáttasemjari ekki boðað til nýs fundar í deilunni, þar sem hann segist ekki hafa séð ástæðu til þess. Um var að ræða fyrsta fund deiluaðila síðan Félagsdómur dæmdi verkföll kennara ólögmæt, að verkfalli kennara í Snæfellsbæ undanskildu. Það var á grundvelli þess að þau næðu ekki til allra félagsmanna Kennarasambands Íslands hjá sama vinnuveitanda. Ákvörðun Ástráðs ekki óvænt Magnús Þór Jónsson, fomaður Kennarasambands Íslands, lýsir fundi dagsins sem vonbrigðum. „Ég er bara pínu leiður. Mér fannst við í lok fundarins kannski hafa færst aftar en við höfum verið. Þannig að það kom mér ekki á óvart að Ástráður tæki þessa ákvörðun, að kalla ekki deiluaðila saman í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Magnús segist ekki geta metið hvort dómur Félagsdóms hafi haft áhrif á fulltrúa ríkis og sveitarfélaga og afstöðu þeirra í deilunni. Það verði þeir sjálfir að svara fyrir. „Það kom þarna útspil í dag sem var að færa okkur fjær. Okkur fannst við vera á ágætis leið. Ég veit ekki hvort það er virkilega þannig að samtalið þurfi að vera undir einhvers konar ógn um að það sé verið að boða til aðgerða, eða komnar aðgerðir. Vonandi er það ekki þannig. Við vorum undrandi á deginum og vonandi er þetta ekki vegna þess að menn væru einhvern veginn upprifnir eftir dóminn. Við höfum sagt það mjög lengi að þetta mál verður ekki leyst í dómsölum.“ Neita að standa úti í horni Kennarar hyggjast í kvöld fylkja liði á Austurvöll, en stefnuræða forsætisráðherra fer fram klukkan 19:40 í þinghúsinu í kvöld. Magnús segir Kennarafélag Reykjavíkur standa að samstöðufundi kennara. Hann hafi verið á dagskrá en niðurstaða félagsdóms í gær ýti enn frekar undir nauðsyn þess að kennarar hittust og stæðu saman. „Við erum á skrýtnum tíma, enn einu sinni að spóla til baka og erum auðvitað bara núna að átta okkur á þeim aðgerðum sem við getum farið í, út frá niðurstöðu Félagsdóms sem kom okkur, og reyndar mörgum fleirum, á óvart. Ég held að þetta sé blanda af því að fólk sé komið með nóg af því að bíða, við byrjuðum í september á síðasta ári. Það eru komnir bráðum fimm mánuðir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara,“ segir Magnús. „Svo þetta útspil í gær í Félagsdómi og kannski fundurinn í dag, eru full ástæða til þess að kennarar komi saman og láti vita af því að við stöndum þétt saman og erum ekki tilbúin að standa úti í horni á íslenskum launamarkaði lengur. Við viljum bara að okkar nám og okkar vinna séu metin til jafns á við sambærilega sérfræðinga á almennum markaði. Það hefur verið markmiðið og er enn þá,“ sagði Magnús að lokum.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira