Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2025 21:24 Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir ákvörðun Einars vera djúp vonbrigði og koma sér á óvart. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ Þetta segir Dóra Björt í samtali við fréttastofu um tíðindi kvöldsins en Einar tilkynnti í kvöld að hann hafi ákveðið að slíta meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar og vísaði hann sérstaklega í deilur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann ætli sér að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk, Flokk fólksins og Viðreisn um myndun nýs meirihluta. „Það er leitt að sjá að Einar og Framsóknarflokkurinn sjái sér ekki fært að standa við meirihlutasáttmálann og vinna samkvæmt honum í í þágu borgarbúa þar sem hann inniheldur mjög mörg metnaðarfull verkefni,“ segir Dóra Björt. „Við höfum auðvitað komið á sögulegum samgöngusáttmála sem mun verulega breyta lífsgæði allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum unnið að því nútímavæða þjónustu við borgarbúa, við höfum komið rekstrinum yfir núll. Við höfum virkilega látið til okkar taka með góðum verkum.“ Vonar að óvissuástandið vari sem styst Hún segir orð Einars hafa komið sér á óvart. „Mér finnst sérstakt að segja að þú getir ekki komið hlutum í verk í embætti borgarstjóra því að það er valdamesta embætti borgarinnar. Við höfum sannarlega komið mjög mörgu í verk og ég hef áhyggjur af því að þessar vendingar spilli fyrir mikilvægum málum og verkefnum. Eins og uppbyggingu fyrir heimilislausa, að gera borgina öruggari fyrir börn með stórfelldri uppbyggingu göngustíga sem við vorum búin að ákveða og öðrum brýnum og mikilvægum verkefnum. Þannig að ég vona að þessa óvissuástand vari sem skemmst. Svona rót og upplausn vinnur gegn því að verkefni vinnist hratt og vel.“ Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt segir að þessi vika hafi um margt verið sérstök. „Já að einhverju leyti. Við vorum með erfiðan borgarstjórnarfund á þriðjudaginn þar sem við fjölluðum um flugvöllinn sem við höfum áður gert. Það hefur legið fyrir og það hefur verið vísað í það sem deilumál og þrætuepli, en mér fannst allt of mikið gert úr því. Þessi skoðanamunur hefur hins vegar legið fyrir frá upphafi þessa meirihlutasamstarfs og mér fannst hann snyrtilega afgreiddur í meirihlutasáttmála. Það hefur ekkert breyst í þessum efnum nema kannski fylgi flokkanna. Ég hef persónulega lagt meiri áherslu á að koma hlutum í verk en að hafa áhyggjur af skoðanakönnunum.“ Um fundinn í kvöld segir Dóra að hún hafi vitað að það væri titringur en að hún hafi ekki átt von á þessum tíðindum. „Ég hélt að við værum að fara að ræða málin og næstu úrlausnarefni. Ég átti ekki von á þessu. Þetta kom mér í opna skjöldu. Ekki það sem ég var að búast við. Ég vön að starfa í meirihluta af heilindum og standa við gerða samninga. Ég hafði hugsað mér að klára þetta kjörtímabil og vinna að okkar góðu og metnaðarfullu verkefnum í þágu borgarbúa. Það er leitt að aðrir hafi ekki séð sér fært að klára þau mikilvægu verk. Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15 „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ „Ég bara viðurkenni fúslega að þetta kemur mér mjög á óvart, og mér finnst óskiljanlegt að mál sem að allir hafa vitað allan tímann að væru skiptar skoðanir um, flugvallarmálið, að það skuli vera notað sem átylla til að sprengja meirihlutann.“ 7. febrúar 2025 20:55 Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28 Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Þetta segir Dóra Björt í samtali við fréttastofu um tíðindi kvöldsins en Einar tilkynnti í kvöld að hann hafi ákveðið að slíta meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar og vísaði hann sérstaklega í deilur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann ætli sér að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk, Flokk fólksins og Viðreisn um myndun nýs meirihluta. „Það er leitt að sjá að Einar og Framsóknarflokkurinn sjái sér ekki fært að standa við meirihlutasáttmálann og vinna samkvæmt honum í í þágu borgarbúa þar sem hann inniheldur mjög mörg metnaðarfull verkefni,“ segir Dóra Björt. „Við höfum auðvitað komið á sögulegum samgöngusáttmála sem mun verulega breyta lífsgæði allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum unnið að því nútímavæða þjónustu við borgarbúa, við höfum komið rekstrinum yfir núll. Við höfum virkilega látið til okkar taka með góðum verkum.“ Vonar að óvissuástandið vari sem styst Hún segir orð Einars hafa komið sér á óvart. „Mér finnst sérstakt að segja að þú getir ekki komið hlutum í verk í embætti borgarstjóra því að það er valdamesta embætti borgarinnar. Við höfum sannarlega komið mjög mörgu í verk og ég hef áhyggjur af því að þessar vendingar spilli fyrir mikilvægum málum og verkefnum. Eins og uppbyggingu fyrir heimilislausa, að gera borgina öruggari fyrir börn með stórfelldri uppbyggingu göngustíga sem við vorum búin að ákveða og öðrum brýnum og mikilvægum verkefnum. Þannig að ég vona að þessa óvissuástand vari sem skemmst. Svona rót og upplausn vinnur gegn því að verkefni vinnist hratt og vel.“ Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt segir að þessi vika hafi um margt verið sérstök. „Já að einhverju leyti. Við vorum með erfiðan borgarstjórnarfund á þriðjudaginn þar sem við fjölluðum um flugvöllinn sem við höfum áður gert. Það hefur legið fyrir og það hefur verið vísað í það sem deilumál og þrætuepli, en mér fannst allt of mikið gert úr því. Þessi skoðanamunur hefur hins vegar legið fyrir frá upphafi þessa meirihlutasamstarfs og mér fannst hann snyrtilega afgreiddur í meirihlutasáttmála. Það hefur ekkert breyst í þessum efnum nema kannski fylgi flokkanna. Ég hef persónulega lagt meiri áherslu á að koma hlutum í verk en að hafa áhyggjur af skoðanakönnunum.“ Um fundinn í kvöld segir Dóra að hún hafi vitað að það væri titringur en að hún hafi ekki átt von á þessum tíðindum. „Ég hélt að við værum að fara að ræða málin og næstu úrlausnarefni. Ég átti ekki von á þessu. Þetta kom mér í opna skjöldu. Ekki það sem ég var að búast við. Ég vön að starfa í meirihluta af heilindum og standa við gerða samninga. Ég hafði hugsað mér að klára þetta kjörtímabil og vinna að okkar góðu og metnaðarfullu verkefnum í þágu borgarbúa. Það er leitt að aðrir hafi ekki séð sér fært að klára þau mikilvægu verk.
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15 „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ „Ég bara viðurkenni fúslega að þetta kemur mér mjög á óvart, og mér finnst óskiljanlegt að mál sem að allir hafa vitað allan tímann að væru skiptar skoðanir um, flugvallarmálið, að það skuli vera notað sem átylla til að sprengja meirihlutann.“ 7. febrúar 2025 20:55 Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28 Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15
„Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ „Ég bara viðurkenni fúslega að þetta kemur mér mjög á óvart, og mér finnst óskiljanlegt að mál sem að allir hafa vitað allan tímann að væru skiptar skoðanir um, flugvallarmálið, að það skuli vera notað sem átylla til að sprengja meirihlutann.“ 7. febrúar 2025 20:55
Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28
Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01