Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. febrúar 2025 13:52 Kristján Þórður Snæbjarnarson kom nýr inn á þing fyrir Samfylkinguna fyrr í vikunni. Þar er hann fyrsti varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, er hættur sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann hefur gegnt embættinu frá 2011. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kristjáns sem birtist um eittleytið. Hann hafi tilkynnt afsögn sína úr embætti formanns Rafiðnaðarsambands Íslands á miðstjórnarfundi sambandsins í dag. „Nú er komið að kaflaskilum hjá mér þar sem ég hef tekið sæti á Alþingi okkar Íslendinga. Þá er jafnframt komið að leiðarlokum sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Ég var kjörinn sem formaður RSÍ í lok apríl 2011 og hef verið í forystu sambandsins alla tíð síðan,“ segir í færslunni. Hann segist hafa tekið við góðu búi hjá RSÍ og verið lánssamur að vinna með fjölmörgum frábærum einstaklingum. Árangur hefði ekki náðst án allra þeirra sem setið hafa í miðstjórn og sambandsstjórn og þeirra þingfulltrúa sem hafa setið þing RSÍ. Dýrmætt að verða varaforseti ASÍ Kristján segir ýmsar áskoranir hafa komið upp á undanförnum fjórtán árum. Hann ætli ekki að telja öll þau verkefni upp en „að hafa verið treyst til þess að vera varaforseti Alþýðusambands Íslands var mér þó sérstaklega dýrmætt,“ segir hann. „Ég fór úr því að vera í neðsta sæti varaforseta og upp í það að sinna embætti forseta ASÍ á umrótatímum. Það er með miklu þakklæti sem ég skil við þessi skemmtilegu verkefni,“ segir Kristján í færslunni. Loks segir hann það vera mikinn heiður að fá að vera hluti af öflugum og samhentum ríkisstjórnarflokkum sem muni leiða jákvæðar breytingar samfélaginu til heilla. Stéttarfélög Samfylkingin Tímamót Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Tengdar fréttir Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist. 6. desember 2024 14:02 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kristjáns sem birtist um eittleytið. Hann hafi tilkynnt afsögn sína úr embætti formanns Rafiðnaðarsambands Íslands á miðstjórnarfundi sambandsins í dag. „Nú er komið að kaflaskilum hjá mér þar sem ég hef tekið sæti á Alþingi okkar Íslendinga. Þá er jafnframt komið að leiðarlokum sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Ég var kjörinn sem formaður RSÍ í lok apríl 2011 og hef verið í forystu sambandsins alla tíð síðan,“ segir í færslunni. Hann segist hafa tekið við góðu búi hjá RSÍ og verið lánssamur að vinna með fjölmörgum frábærum einstaklingum. Árangur hefði ekki náðst án allra þeirra sem setið hafa í miðstjórn og sambandsstjórn og þeirra þingfulltrúa sem hafa setið þing RSÍ. Dýrmætt að verða varaforseti ASÍ Kristján segir ýmsar áskoranir hafa komið upp á undanförnum fjórtán árum. Hann ætli ekki að telja öll þau verkefni upp en „að hafa verið treyst til þess að vera varaforseti Alþýðusambands Íslands var mér þó sérstaklega dýrmætt,“ segir hann. „Ég fór úr því að vera í neðsta sæti varaforseta og upp í það að sinna embætti forseta ASÍ á umrótatímum. Það er með miklu þakklæti sem ég skil við þessi skemmtilegu verkefni,“ segir Kristján í færslunni. Loks segir hann það vera mikinn heiður að fá að vera hluti af öflugum og samhentum ríkisstjórnarflokkum sem muni leiða jákvæðar breytingar samfélaginu til heilla.
Stéttarfélög Samfylkingin Tímamót Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Tengdar fréttir Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist. 6. desember 2024 14:02 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist. 6. desember 2024 14:02