Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 09:52 Russell Vought, yfirmaður fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins og einn aðalhöfunda Project 2025. AP/Jacquelyn Martin Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum í öldungadeildinni, 53-47. AP fréttaveitan segir þingmenn Demókrataflokksins hafa reynt að tjá sig um tilnefningu Vought á þingfundi í gær en Repúblikaninn Ashley Moody, sem stýrði þingfundi, hafi komið í veg fyrir það. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram höfðu Demókratar gert það sem þeir gátu til að tefja hana með því að halda ræður allan daginn og fyrrinótt þar sem þeir vöruðu við því að Vought væri mögulega „hættulegasti“ maðurinn sem Trump hefði tilnefnt í embætti. Hefur fylgt Project 2025 fyrstu vikurnar Project 2025 er í raun áherslulisti og leiðarvísir fyrir ríkisstjórn Trumps sem skrifaður var fyrir samtökin Heritage Foundation. Project 2025 hefur verið lýst sem óskalista öfgafullra, kristinna íhaldsmanna og vakti mikla athygli í aðdraganda forsetakosninganna. Að miklu leyti snýst leiðarvísirinn að því að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Sjá einnig: Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Í ræðu sem Vought flutti árið 2023 sagði hann til að mynda að „við viljum taka embættismenn á taugum.“ Hann sagði embættismenn eiga að vilja ekki mæta í vinnuna á morgnanna vegna þess að litið væri á þá sem óvini bandarísku þjóðarinnar. Sjá einnig: Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Vought hefur einnig talað ítrekað fyrir því að kristin trú eigi að spila mun stærri rullu innan stjórnsýslu Bandaríkjanna. Í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra staðhæfði Trump ítrekað að hann tengdist Project 2025 ekki á nokkurn hátt. Þrátt fyrir það hefur ríkisstjórn hans framfylgt línunum sem þar eru lagðar að miklu leyti, frá því hann tók við embætti forseta fyrir tveimur og hálfri viku síðan. Trump skrifaði í gær undir forsetatilskipun um að stofna sérstaka starfsnefnd til að berjast gegn fordómum í garð kristni innan hins opinbera kerfis Bandaríkjanna. Þá sagðist hann ætla að stofna sérstaka skrifstofu um trúfrelsi í Hvíta húsinu. „Fáum trúna til að snúa aftur, færum guð aftur í líf okkar,“ sagði Trump á viðburði í Washington D.C. í gær. Taugakerfi Hvíta hússins Fjárlagaskrifstofa forsetaembættisins, eða Office of management and budget (OMB), er mjög áhrifamikil, þó lítið fari fyrir henni. Hún er sérstaklega mikilvæg þegar kemur að því að framfylgja vilja forsetans og er henni lýst af AP sem taugakerfi Hvíta hússins. Vought sjálfur hefur lýst embættinu sem hann situr í sem „flugumferðarstjóra“ forseta Bandaríkjanna og sagt það eiga að vera það valdamikið að hann geti komið vilja sínum yfir opinberar stofnanir ríkisins. Þar var þetta embætti sem sendi út umdeilt minnisblað á dögunum sem fjallaði um að stöðva allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum og leiddi til gífurlegrar óreiðu þar til það var dregið til baka innan við tveimur sólarhringum síðar. Sjá einnig: Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Vought hefur einnig sagt að forsetar Bandaríkjanna eigi að geta stöðvað fjárútlát sem þingið samþykkir, sem Trump hefur ítrekað gert frá því hann tók við embætti. Líklegt þykir að á næstunni muni Hæstiréttur Bandaríkjanna þurfa að segja til um hvort Trump hafi heimild til þess. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00 Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54 Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. 6. febrúar 2025 14:06 Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. 3. febrúar 2025 17:01 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum í öldungadeildinni, 53-47. AP fréttaveitan segir þingmenn Demókrataflokksins hafa reynt að tjá sig um tilnefningu Vought á þingfundi í gær en Repúblikaninn Ashley Moody, sem stýrði þingfundi, hafi komið í veg fyrir það. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram höfðu Demókratar gert það sem þeir gátu til að tefja hana með því að halda ræður allan daginn og fyrrinótt þar sem þeir vöruðu við því að Vought væri mögulega „hættulegasti“ maðurinn sem Trump hefði tilnefnt í embætti. Hefur fylgt Project 2025 fyrstu vikurnar Project 2025 er í raun áherslulisti og leiðarvísir fyrir ríkisstjórn Trumps sem skrifaður var fyrir samtökin Heritage Foundation. Project 2025 hefur verið lýst sem óskalista öfgafullra, kristinna íhaldsmanna og vakti mikla athygli í aðdraganda forsetakosninganna. Að miklu leyti snýst leiðarvísirinn að því að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Sjá einnig: Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Í ræðu sem Vought flutti árið 2023 sagði hann til að mynda að „við viljum taka embættismenn á taugum.“ Hann sagði embættismenn eiga að vilja ekki mæta í vinnuna á morgnanna vegna þess að litið væri á þá sem óvini bandarísku þjóðarinnar. Sjá einnig: Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Vought hefur einnig talað ítrekað fyrir því að kristin trú eigi að spila mun stærri rullu innan stjórnsýslu Bandaríkjanna. Í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra staðhæfði Trump ítrekað að hann tengdist Project 2025 ekki á nokkurn hátt. Þrátt fyrir það hefur ríkisstjórn hans framfylgt línunum sem þar eru lagðar að miklu leyti, frá því hann tók við embætti forseta fyrir tveimur og hálfri viku síðan. Trump skrifaði í gær undir forsetatilskipun um að stofna sérstaka starfsnefnd til að berjast gegn fordómum í garð kristni innan hins opinbera kerfis Bandaríkjanna. Þá sagðist hann ætla að stofna sérstaka skrifstofu um trúfrelsi í Hvíta húsinu. „Fáum trúna til að snúa aftur, færum guð aftur í líf okkar,“ sagði Trump á viðburði í Washington D.C. í gær. Taugakerfi Hvíta hússins Fjárlagaskrifstofa forsetaembættisins, eða Office of management and budget (OMB), er mjög áhrifamikil, þó lítið fari fyrir henni. Hún er sérstaklega mikilvæg þegar kemur að því að framfylgja vilja forsetans og er henni lýst af AP sem taugakerfi Hvíta hússins. Vought sjálfur hefur lýst embættinu sem hann situr í sem „flugumferðarstjóra“ forseta Bandaríkjanna og sagt það eiga að vera það valdamikið að hann geti komið vilja sínum yfir opinberar stofnanir ríkisins. Þar var þetta embætti sem sendi út umdeilt minnisblað á dögunum sem fjallaði um að stöðva allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum og leiddi til gífurlegrar óreiðu þar til það var dregið til baka innan við tveimur sólarhringum síðar. Sjá einnig: Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Vought hefur einnig sagt að forsetar Bandaríkjanna eigi að geta stöðvað fjárútlát sem þingið samþykkir, sem Trump hefur ítrekað gert frá því hann tók við embætti. Líklegt þykir að á næstunni muni Hæstiréttur Bandaríkjanna þurfa að segja til um hvort Trump hafi heimild til þess.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00 Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54 Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. 6. febrúar 2025 14:06 Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. 3. febrúar 2025 17:01 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00
Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54
Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. 6. febrúar 2025 14:06
Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. 3. febrúar 2025 17:01