Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Kristján Már Unnarsson skrifar 6. febrúar 2025 22:20 Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í viðtali á Loftleiðahótelinu síðdegis. Bjarni Einarsson Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. Landsmenn horfa fram á verulega skert rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar næstu mánuði eftir að Samgöngustofa fyrirskipaði í gærkvöldi lokun austur/vestur-brautar vallarins frá og með laugardegi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fundi Flugmálafélags Íslands á Loftleiðahótelinu síðdegis þar sem málefni flugvallarins voru rædd. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í ræðustól.kmu Það lýsti stemmningunni á fundinum að Eyjólfur Ármannsson hlaut dynjandi lófaklapp þegar hann í ávarpi sínu sagði nýja ríkisstjórn einhuga um að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í erindum framsögumanna var borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík gagnrýndur vegna framgöngu sinnar í málefnum flugvallarins. Gagnrýni Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlands, var sérstaklega hörð gagnvart þeim áformum borgarinnar að taka svæði flugvallarins í Skerjafirði undir íbúðabyggð rétt við brautamót vallarins og kallaði hún þau galin. Séð yfir austur/vestur braut flugvallarins. Henni verður lokað vegna þess að tré í aðflugslínu eru vaxin upp í hindranaflöt brautarinnar. Fjær sést flugvallarsvæðið í Skerjafirði sem borgin hyggst taka undir íbúðabyggð.Bjarni Einarsson Hæst bar þó á fundinum nýjustu tíðindin frá því í dag; tilskipun Samgöngustofu um að loka skuli annarri flugbraut vallarins á laugardag. „Mér finnst þetta grafalvarlegt mál,“ segir samgönguráðherrann Eyjólfur Ármannsson. „Þetta er á grundvelli nýs öryggismats sem fór fram og þá þarf að loka brautinni.“ Frá pallborðsumræðum á fundi Flugmálafélagsins.KMU -En hvernig á að bregðast við? „Ja, það er sáraeinfalt mál. Reykjavíkurborg þarf að skera niður þessi tré, fella trén, svo þau fari ekki upp í öryggisfletina, hindrunarfletina í kringum Reykjavíkurflugvöll.“ -Hefurðu áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins og sjúkrafluginu til dæmis? „Já, ég hef miklar áhyggjur af þessu. Og ég bara skil ekki Reykjavíkurborg, hvað þau eru að hugsa með því að haga sér svona. Að fara ekki að réttum skipulagslögum og saga niður trén,“ svarar ráðherrann. Hverju Einar Þorsteinsson borgarstjóri svarar má heyra hér í frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Landsmenn horfa fram á verulega skert rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar næstu mánuði eftir að Samgöngustofa fyrirskipaði í gærkvöldi lokun austur/vestur-brautar vallarins frá og með laugardegi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fundi Flugmálafélags Íslands á Loftleiðahótelinu síðdegis þar sem málefni flugvallarins voru rædd. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í ræðustól.kmu Það lýsti stemmningunni á fundinum að Eyjólfur Ármannsson hlaut dynjandi lófaklapp þegar hann í ávarpi sínu sagði nýja ríkisstjórn einhuga um að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í erindum framsögumanna var borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík gagnrýndur vegna framgöngu sinnar í málefnum flugvallarins. Gagnrýni Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlands, var sérstaklega hörð gagnvart þeim áformum borgarinnar að taka svæði flugvallarins í Skerjafirði undir íbúðabyggð rétt við brautamót vallarins og kallaði hún þau galin. Séð yfir austur/vestur braut flugvallarins. Henni verður lokað vegna þess að tré í aðflugslínu eru vaxin upp í hindranaflöt brautarinnar. Fjær sést flugvallarsvæðið í Skerjafirði sem borgin hyggst taka undir íbúðabyggð.Bjarni Einarsson Hæst bar þó á fundinum nýjustu tíðindin frá því í dag; tilskipun Samgöngustofu um að loka skuli annarri flugbraut vallarins á laugardag. „Mér finnst þetta grafalvarlegt mál,“ segir samgönguráðherrann Eyjólfur Ármannsson. „Þetta er á grundvelli nýs öryggismats sem fór fram og þá þarf að loka brautinni.“ Frá pallborðsumræðum á fundi Flugmálafélagsins.KMU -En hvernig á að bregðast við? „Ja, það er sáraeinfalt mál. Reykjavíkurborg þarf að skera niður þessi tré, fella trén, svo þau fari ekki upp í öryggisfletina, hindrunarfletina í kringum Reykjavíkurflugvöll.“ -Hefurðu áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins og sjúkrafluginu til dæmis? „Já, ég hef miklar áhyggjur af þessu. Og ég bara skil ekki Reykjavíkurborg, hvað þau eru að hugsa með því að haga sér svona. Að fara ekki að réttum skipulagslögum og saga niður trén,“ svarar ráðherrann. Hverju Einar Þorsteinsson borgarstjóri svarar má heyra hér í frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21