Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 21:58 Víða er flaggað í hálfa stöng í Svíþjóð. Ulf Kristersson forsætisráðherra segir árásina verstu fjöldaskotárás í sögu Svíþjóðar. EPA Fólk af sýrlenskum og bosnískum uppruna var meðal þeirra sem létust í skotárás á skóla í Örebro í Svíþjóð á þriðjudag. Sænskir miðlar hafa þetta eftir sendiráðum bæði Bosníu og Hersegóvínu og Sýrlands. Sænsk stjórnvöld halda spilunum þétt að sér í tengslum við upplýsingagjöf um hina látnu í árásinni. Lögregla hefur einungis gefið þær upplýsingar að hinir látnu séu af nokkrum þjóðernum. Frekari upplýsingar fáist ekki að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá bosníska sendiráðinu í Svíþjóð lést einn Bosníumaður í árásinni auk þess sem einn særðist. „Við vottum fjölskyldum hinna látnu okkar innilegustu samúðarkveðjur, þar á meðal sýrlenskum ríkisborgurum og innfæddum,“ hefur BBC eftir sýrlenska sendiráðinu í Svíþjóð. Ekki liggur fyrir hve margir Sýrlendingar særðust eða létust í árásinni en Aftonbladet greinir frá því að hinn 28 ára gamli Salim Iskef frá Sýrlandi sé meðal látinna. Fram kemur að Iskef og fjölskylda hans, hafi flúið stríðið í Sýrlandi árið 2015 og sest að í Svíþjóð. Til stóð að Iskef kvæntist í sumar. Santa Maria Orþódox-kirkjan í Örebro minntist hans á Facebook í gær en hann var meðlimur í trúfélaginu. Hinn 35 ára gamli Rickard Andersson er grunaður um að hafa orðið tíu manns og sjálfum sér að bana í Risbergska-skólanum í Örebro á þriðjudag. Hann fannst látinn með þrjú skotvopn sér við hlið eftir árásina. Stjórnvöld í Svíþjóð sæta gagnrýni vegna þess hve langan tíma hefur tekið að veita upplýsingar um hina látnu látnu. Í umfjöllun Aftonbladet segir að enn sé ekki búið að bera kennsl á alla sem létust. Aðstandendum sé enn óljóst hvort fjölskyldumeðlimir þeirra sem urðu fyrir árásinni séu lífs eða liðnir. Þá hafi reynst erfitt að bera kennsl á einhver lík vegna mikilla áverka. Skotárás í Örebro Svíþjóð Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Sænskir miðlar hafa þetta eftir sendiráðum bæði Bosníu og Hersegóvínu og Sýrlands. Sænsk stjórnvöld halda spilunum þétt að sér í tengslum við upplýsingagjöf um hina látnu í árásinni. Lögregla hefur einungis gefið þær upplýsingar að hinir látnu séu af nokkrum þjóðernum. Frekari upplýsingar fáist ekki að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá bosníska sendiráðinu í Svíþjóð lést einn Bosníumaður í árásinni auk þess sem einn særðist. „Við vottum fjölskyldum hinna látnu okkar innilegustu samúðarkveðjur, þar á meðal sýrlenskum ríkisborgurum og innfæddum,“ hefur BBC eftir sýrlenska sendiráðinu í Svíþjóð. Ekki liggur fyrir hve margir Sýrlendingar særðust eða létust í árásinni en Aftonbladet greinir frá því að hinn 28 ára gamli Salim Iskef frá Sýrlandi sé meðal látinna. Fram kemur að Iskef og fjölskylda hans, hafi flúið stríðið í Sýrlandi árið 2015 og sest að í Svíþjóð. Til stóð að Iskef kvæntist í sumar. Santa Maria Orþódox-kirkjan í Örebro minntist hans á Facebook í gær en hann var meðlimur í trúfélaginu. Hinn 35 ára gamli Rickard Andersson er grunaður um að hafa orðið tíu manns og sjálfum sér að bana í Risbergska-skólanum í Örebro á þriðjudag. Hann fannst látinn með þrjú skotvopn sér við hlið eftir árásina. Stjórnvöld í Svíþjóð sæta gagnrýni vegna þess hve langan tíma hefur tekið að veita upplýsingar um hina látnu látnu. Í umfjöllun Aftonbladet segir að enn sé ekki búið að bera kennsl á alla sem létust. Aðstandendum sé enn óljóst hvort fjölskyldumeðlimir þeirra sem urðu fyrir árásinni séu lífs eða liðnir. Þá hafi reynst erfitt að bera kennsl á einhver lík vegna mikilla áverka.
Skotárás í Örebro Svíþjóð Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52
Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16