Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 6. febrúar 2025 14:31 Ágæta ríkisstjórn, nýir þingmenn og endurkjörnir, nú þegar vorþing hefur verið sett og kjörtímabil breytinga komið af stað er ekki úr vegi að líta aðeins í baksýnisspegilinn, svona til þess að koma auga á atriði sem betur hefðu mátt fara hjá stjórnvöldum á umliðnum árum. Við hjá Afstöðu erum í þeirri stöðu að berjast fyrir hagsmunum hópa sem almennt eiga ekki upp á pallborðið hjá stjórnmálafólki og mál sem við höfum reynt að setja á oddinn hafa oftar en ekki fengið að sitja á hakanum. Hér á eftir fer listi yfir nokkur þeirra mála, tékklisti kannski eða jafnvel tossalisti, og þætti okkur vænt um að þið öll mynduð renna yfir hann. Þau ykkar sem valdið hafa mættuð jafnvel taka hann til gagngerrar skoðunar. Stefna í fangelsismálum Eitt helsta baráttumál Afstöðu frá stofnun félagsins hefur verið að fá stjórnvöld til að setja heildarstefnu í fangelsismálum. Þá er fyrir fullt og allt hægt að skilja við refsistefnuna sem fylgt hefur þjóðinni frá landnámi og sett hefur margan svartan blettinn á sögu Íslands. Ekki þarf að finna upp hjólið í þessum efnum því að öll Norðurlöndin önnur hafa tekið upp betrunarstefnu (eða endurhæfingarstefnu). Það er mat Afstöðu að kyrrstaða, ef ekki afturför, mun ríkja í málaflokknum þar til heildarstefna verður mörkuð. Launamál og dagpeningar Hér um að ræða deilumál tveggja ráðuneyta sem nær allt aftur til aldamóta. Að mati Afstöðu er kominn tími til að forsætisráðuneytið taki að sér yfirstjórn fangelsismála og höggvi á þennan hnút. Föngum skulu vera greidd laun í samræmi við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu til þess að þeir geti öðlast réttinda, greitt skaðabætur, meðlög, sektir, og fangelsiskostnað. Þegar allt kemur til alls þá mun þetta hafa mjög góð áhrif á samfélagið. Þá hafa dagpeningar fanga ekki hækkað frá 1.janúar 2006 eða í næstum 20 ár. Tryggingamál Annað deilumál sem forsætisráðuneytið ætti að leysa úr. Fangar eru ekki slysatryggðir við vinnu sína sem gengur í berhögg við ákvæði Evrópsku fangelsisreglnanna. Ítrekað hefur verið bent á þetta í gegnum árin en ekki hefur verið vilji hjá stjórnvöldum til að bæta úr. Félagsþjónusta sveitarfélaga Sveitarfélögin neita föngum um fjárhagsaðstoð á þeirri forsendu að þeir séu á framfæri ríkisins. Umboðsmaður alþingis hefur verið þessu ósammála og bent á að samkvæmt lögum eigi fangar rétt á félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta hefur verið sagt á gráu svæði í mörg ár og aldrei nokkuð gert til þess að rétta hlut fanga. Það er kominn tími til. Verknám Íslendingar væru mun ríkari af iðnaðarmönnum ef stjórnvöld hefðu brugðist við hinum og þessum skýrslum starfshópa undanfarin ár, alls kyns áskorunum og jafnvel tilboðum um úrbætur. Mennt er máttur og lykilþáttur í endurhæfingu er fjölbreytt námsframboð. Áhugi núll. Því þarf að breyta. Upp með skýrslurnar. Tannlækningar Tannheilsa fanga er slæm og hefur versnað mikið undanfarinn áratug. Allt til ársins 2008 gátu fangar fengið styrk til tannviðgerða en tennurnar fengu að fjúka í hinu svokallaða hruni. Sveitarfélögin veita ekki styrki, sbr. gráa svæðið, og fangar geta ekki staðið undir kostnaði sjálfir. Nauðsynlegt er að gera úttekt á tannheilsu fanga og bregðast við. Upplýsingatækni Árið 2005 notuðu 45% þjóðarinnar Textavarpið oftar en fimm sinnum í viku. Í dag eru það eingöngu um áttatíu fangar á Litla-Hrauni. Sömu fangar hafa ekki aðgang að rafrænum skilríkjum og geta ekki notað þá þjónustu sem öðrum þegnum ríkisins þykir sjálfsögð og nauðsynleg. Afstaða var langt á veg komin með verkefni sem snerist um að spjaldtölvuvæða fangelsin með aðstoða fjarskiptafyrirtækjanna. Slíkt hefur gefið góða raun í öryggisfangelsum í Bandaríkjunum en þykir of framúrstefnulegt á Eyrarbakka. Því mætti auðveldlega breyta. Hér hefur verið stiklað á stóru og er tossalistinn langt í frá tæmandi. Hann er álíka langur og biðlistinn í fangelsin. Afstaða hefur í gegnum árin átt í góðu samstarfi við stjórnvöld og munu fulltrúar félagsins funda með nýjum ráðherrum á næstu vikum og mánuðum. Það er ósk félagsins að mannúðlegra fangelsiskerfi verði rekið á Íslandi, samfélaginu öllu til heilla. Virðingarfyllst, Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ágæta ríkisstjórn, nýir þingmenn og endurkjörnir, nú þegar vorþing hefur verið sett og kjörtímabil breytinga komið af stað er ekki úr vegi að líta aðeins í baksýnisspegilinn, svona til þess að koma auga á atriði sem betur hefðu mátt fara hjá stjórnvöldum á umliðnum árum. Við hjá Afstöðu erum í þeirri stöðu að berjast fyrir hagsmunum hópa sem almennt eiga ekki upp á pallborðið hjá stjórnmálafólki og mál sem við höfum reynt að setja á oddinn hafa oftar en ekki fengið að sitja á hakanum. Hér á eftir fer listi yfir nokkur þeirra mála, tékklisti kannski eða jafnvel tossalisti, og þætti okkur vænt um að þið öll mynduð renna yfir hann. Þau ykkar sem valdið hafa mættuð jafnvel taka hann til gagngerrar skoðunar. Stefna í fangelsismálum Eitt helsta baráttumál Afstöðu frá stofnun félagsins hefur verið að fá stjórnvöld til að setja heildarstefnu í fangelsismálum. Þá er fyrir fullt og allt hægt að skilja við refsistefnuna sem fylgt hefur þjóðinni frá landnámi og sett hefur margan svartan blettinn á sögu Íslands. Ekki þarf að finna upp hjólið í þessum efnum því að öll Norðurlöndin önnur hafa tekið upp betrunarstefnu (eða endurhæfingarstefnu). Það er mat Afstöðu að kyrrstaða, ef ekki afturför, mun ríkja í málaflokknum þar til heildarstefna verður mörkuð. Launamál og dagpeningar Hér um að ræða deilumál tveggja ráðuneyta sem nær allt aftur til aldamóta. Að mati Afstöðu er kominn tími til að forsætisráðuneytið taki að sér yfirstjórn fangelsismála og höggvi á þennan hnút. Föngum skulu vera greidd laun í samræmi við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu til þess að þeir geti öðlast réttinda, greitt skaðabætur, meðlög, sektir, og fangelsiskostnað. Þegar allt kemur til alls þá mun þetta hafa mjög góð áhrif á samfélagið. Þá hafa dagpeningar fanga ekki hækkað frá 1.janúar 2006 eða í næstum 20 ár. Tryggingamál Annað deilumál sem forsætisráðuneytið ætti að leysa úr. Fangar eru ekki slysatryggðir við vinnu sína sem gengur í berhögg við ákvæði Evrópsku fangelsisreglnanna. Ítrekað hefur verið bent á þetta í gegnum árin en ekki hefur verið vilji hjá stjórnvöldum til að bæta úr. Félagsþjónusta sveitarfélaga Sveitarfélögin neita föngum um fjárhagsaðstoð á þeirri forsendu að þeir séu á framfæri ríkisins. Umboðsmaður alþingis hefur verið þessu ósammála og bent á að samkvæmt lögum eigi fangar rétt á félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta hefur verið sagt á gráu svæði í mörg ár og aldrei nokkuð gert til þess að rétta hlut fanga. Það er kominn tími til. Verknám Íslendingar væru mun ríkari af iðnaðarmönnum ef stjórnvöld hefðu brugðist við hinum og þessum skýrslum starfshópa undanfarin ár, alls kyns áskorunum og jafnvel tilboðum um úrbætur. Mennt er máttur og lykilþáttur í endurhæfingu er fjölbreytt námsframboð. Áhugi núll. Því þarf að breyta. Upp með skýrslurnar. Tannlækningar Tannheilsa fanga er slæm og hefur versnað mikið undanfarinn áratug. Allt til ársins 2008 gátu fangar fengið styrk til tannviðgerða en tennurnar fengu að fjúka í hinu svokallaða hruni. Sveitarfélögin veita ekki styrki, sbr. gráa svæðið, og fangar geta ekki staðið undir kostnaði sjálfir. Nauðsynlegt er að gera úttekt á tannheilsu fanga og bregðast við. Upplýsingatækni Árið 2005 notuðu 45% þjóðarinnar Textavarpið oftar en fimm sinnum í viku. Í dag eru það eingöngu um áttatíu fangar á Litla-Hrauni. Sömu fangar hafa ekki aðgang að rafrænum skilríkjum og geta ekki notað þá þjónustu sem öðrum þegnum ríkisins þykir sjálfsögð og nauðsynleg. Afstaða var langt á veg komin með verkefni sem snerist um að spjaldtölvuvæða fangelsin með aðstoða fjarskiptafyrirtækjanna. Slíkt hefur gefið góða raun í öryggisfangelsum í Bandaríkjunum en þykir of framúrstefnulegt á Eyrarbakka. Því mætti auðveldlega breyta. Hér hefur verið stiklað á stóru og er tossalistinn langt í frá tæmandi. Hann er álíka langur og biðlistinn í fangelsin. Afstaða hefur í gegnum árin átt í góðu samstarfi við stjórnvöld og munu fulltrúar félagsins funda með nýjum ráðherrum á næstu vikum og mánuðum. Það er ósk félagsins að mannúðlegra fangelsiskerfi verði rekið á Íslandi, samfélaginu öllu til heilla. Virðingarfyllst, Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar