Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 14:06 John Ratcliffe er nýr yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. AP/Alex Brandon Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. Tölvupósturinn er ekki ríkisleyndarmál og hefur honum meðal annars verið lýst sem hörmungum fyrir starfsemi leyniþjónustunnar, ef ske kynni að hann rataði í hendur erlendra njósnara. Listinn inniheldur fornöfn fólksins og fyrsta staf eftirnafns þeirra en samkvæmt frétt New York Times er á honum fólk sem ráðið hefur verið til ýmissa starfa hjá CIA. Þar á meðal er fólk sem á að starfa leynilega í öðrum ríkjum. Margir voru sérstaklega ráðnir með Kína í huga og eru kínverskir tölvuþrjótar sagðir í stöðugri leit að upplýsingum um þetta fólk. Heimildarmenn NYT segjast hafa áhyggjur af því að listinn fari í dreifingu og þá sérstaklega til ungra starfsmanna DOGE, stofnunar Elons Musk sem standa á í umfangsmiklum niðurskurði vestanhafs. Fari listinn í dreifingu gæti hann hæglega endað í höndum njósnara annarra ríkja. Sérfræðingar sögðu NYT að þá væri tiltölulega auðvelt að bera listann saman við opinber gögn, samfélagsmiðla og annað og bera þannig kennsl á marga á honum. Heimildarmaður CNN segir marga á listanum vera með óhefðbundin nöfn sem geri auðvelt að bera kennsl á þá. Aðrir sögðu líklegt að tölvupósturinn hefði í raun bundið enda á feril margra ungra starfsmanna CIA á honum. Í yfirlýsingum til fjölmiðla segja talsmenn CIA að listinn hafi verið sendur vegna forsetatilskipunar Trumps og lagalega séð hefði annað ekki verið hægt. Fjörutíu þúsund samþykkja starfslok Wall Street Journal sagði frá því á þriðjudaginn að forsvarsmenn CIA hefðu boðið öllum starfsmönnum starfslokasamning. Þeir gætu hætt og fengið um átta mánaða laun en opinberir starfsmenn víðsvegar um Bandaríkin hafa fengið sambærilegt tilboð frá því Trump tók við embætti. Samkvæmt frétt Wasington Post hafa þessir starfsmenn frest til kvöldsins til að samþykkja tilboðið. Tilboð þetta nær til um 2,3 milljóna opinberra starfsmanna en fleiri en fjörutíu þúsund manns munu þegar hafa tekið tilboðinu í gærkvöldi. Taki ekki nægilega margir þessu tilboði stendur til að fara í umfangsmiklar uppsagnir, samkvæmt tölvupósti sem blaðamenn WP hafa undir höndum. Verkalýðsfélög um átta hundruð þúsund opinberra starfsmanna hafa höfðað mál vegna tilboðsins og verður það tekið fyrir í dómsal seinna í dag. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tölvupósturinn er ekki ríkisleyndarmál og hefur honum meðal annars verið lýst sem hörmungum fyrir starfsemi leyniþjónustunnar, ef ske kynni að hann rataði í hendur erlendra njósnara. Listinn inniheldur fornöfn fólksins og fyrsta staf eftirnafns þeirra en samkvæmt frétt New York Times er á honum fólk sem ráðið hefur verið til ýmissa starfa hjá CIA. Þar á meðal er fólk sem á að starfa leynilega í öðrum ríkjum. Margir voru sérstaklega ráðnir með Kína í huga og eru kínverskir tölvuþrjótar sagðir í stöðugri leit að upplýsingum um þetta fólk. Heimildarmenn NYT segjast hafa áhyggjur af því að listinn fari í dreifingu og þá sérstaklega til ungra starfsmanna DOGE, stofnunar Elons Musk sem standa á í umfangsmiklum niðurskurði vestanhafs. Fari listinn í dreifingu gæti hann hæglega endað í höndum njósnara annarra ríkja. Sérfræðingar sögðu NYT að þá væri tiltölulega auðvelt að bera listann saman við opinber gögn, samfélagsmiðla og annað og bera þannig kennsl á marga á honum. Heimildarmaður CNN segir marga á listanum vera með óhefðbundin nöfn sem geri auðvelt að bera kennsl á þá. Aðrir sögðu líklegt að tölvupósturinn hefði í raun bundið enda á feril margra ungra starfsmanna CIA á honum. Í yfirlýsingum til fjölmiðla segja talsmenn CIA að listinn hafi verið sendur vegna forsetatilskipunar Trumps og lagalega séð hefði annað ekki verið hægt. Fjörutíu þúsund samþykkja starfslok Wall Street Journal sagði frá því á þriðjudaginn að forsvarsmenn CIA hefðu boðið öllum starfsmönnum starfslokasamning. Þeir gætu hætt og fengið um átta mánaða laun en opinberir starfsmenn víðsvegar um Bandaríkin hafa fengið sambærilegt tilboð frá því Trump tók við embætti. Samkvæmt frétt Wasington Post hafa þessir starfsmenn frest til kvöldsins til að samþykkja tilboðið. Tilboð þetta nær til um 2,3 milljóna opinberra starfsmanna en fleiri en fjörutíu þúsund manns munu þegar hafa tekið tilboðinu í gærkvöldi. Taki ekki nægilega margir þessu tilboði stendur til að fara í umfangsmiklar uppsagnir, samkvæmt tölvupósti sem blaðamenn WP hafa undir höndum. Verkalýðsfélög um átta hundruð þúsund opinberra starfsmanna hafa höfðað mál vegna tilboðsins og verður það tekið fyrir í dómsal seinna í dag.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira