Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2025 07:00 Hlaðvörpin eru eitt vinsælasta afþreyingarefni landsins. Svo margir skrautlegir karakterar hafa slegið í gegn að jafnvel væri hægt að tala um einskonar hlaðvarpsstjörnustríð á Íslandi í dag. vísir Hlaðvörp hafa undanfarin misseri komið eins og stormsveipur inn í íslenska dægurmenningu og þjóðmálaumræðu. Hvort sem þau eru um stjórnmál, fótbolta, glæpi eða lífsstíl þá virðist eftirspurnin endalaus og framboðið sömuleiðis. Sumir myndu segja að þetta sé í raun og veru blogg ársins 2025. Vísir fer í þessari umfjöllun yfir nokkur af vinsælustu hlaðvörp landsins, um hvað þau eru og jú fólkið sem er að baki þeim. Margar hlaðvarpsstjarnanna hafa enda verið kallaðar til sem álitsgjafar hvort sem það kemur að stjórnmálum, fótbolta, morðum eða heilsu og liggur lesendum eflaust forvitni á að vita meira um þær. Hér verður notast við topplista á vinsælustu hlaðvarpsveitum landsins, Spotify og Apple Podcasts. Hlaðvörpin eiga það sameiginlegt að eiga fastasæti á listunum sem í tilfelli Spotify telur fimmtíu hlaðvörp. Tekið skal fram að listinn sem hér birtist er ekki tæmandi. Mörg hlaðvarpanna hafa auk þess boðið áhorfendum í sal, sem virðist vera orðið eitt vinsælasta afþreyingarefni skemmtanalífsins þessa dagana. Þannig eru dæmi um að hlaðvörp hafi stútfyllt Eldborgarsal Hörpu, Iðnó og stóra salinn í Borgarleikhúsinu svo fáeinir salir séu nefndir og það oftar en einu sinni. Hlaðvarpsæðið hefur gengið svo langt að umsjónarmenn þriggja stærstu hlaðvarpa landsins blésu til eigins kosningasjónvarps á kosninganótt síðastliðnar Alþingiskosningar svo athygli vakti. Komið gott Gullið mitt sem glóir! Grípandi uppnefni, Sesamfræið og umræður um þyngdarstjórnun eru allt meðal þess sem er að finna í Komið gott. Landsmenn vissu ekki hvert þeir ætluðu þegar fyrsti þáttur af hlaðvarpinu kom út síðasta sumar. Þar fara þær Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og hönnuðurinn Kristín Gunnarsdóttir enda mikinn og láta sér fátt óviðkomandi í algjörlega hispurslausri umræðu um menn og málefni í hlaðvarpi þar sem þær stöllur nefna það sem þeim finnst vera komið gott af. Ólöf Skaftadóttir starfar nú sem ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu Athygli, var lengi vel ritstjóri Fréttablaðsins og síðar á Innherja. Kristín Gunnars er hönnuður með mastersgráðu frá listaháskóla í Berlín sem starfar nú hjá verkfræðistofunni Eflu. Á heimasíðu sinni segist hún starfa við ljósmyndun, kvikmyndatöku og grafíska hönnun. Kristín er gift Kristjáni Finnssyni, verkfræðingi hjá CCP og þau eiga saman tvö börn. Þær stöllur kórónuðu fyrstu seríu þáttanna með ótrúlegum þætti í beinni í Iðnó þar sem þær troðfylltu salinn og seldu upp á undir fimm mínútum. Þátturinn var sagður svo ótrúlegur að hann rataði aldrei á veiturnar. Þær birta nú nýja þætti vikulega í annarri seríu þáttanna þar sem þær eru að sjálfsögðu oftast með Lite við hönd, Lite til að vera sæt eins og þær kalla það. Risa ljós á þær. Ólöf og Kristín ræddu hlaðvarpið í Bakaríinu á Bylgjunni í ágúst síðastliðnum þegar þær voru nýbúnar að ýta því úr vör. Draugar fortíðar Síðan í maí 2020 hefur Baldur Ragnarsson tónlistarmaður og leikari hlustað á kollega sinn Flosa Þorgeirsson kryfja hina ýmsu atburði fortíðarinnar í yfir tvö hundruð þáttum. Þeir félagar fá einfaldlega ekki nóg en það fá hlustendur þeirra ekki heldur enda eru 8500 manns í umræðuhópi sem er tileinkaður þættinum. Allt frá mönnum í tjaldstól uppi í háalofti til Fidel Castro, það er fátt Draugunum óviðkomandi. Baldur Ragnarsson þekkja flestir úr Skálmöld þar sem hann er gítarleikari en hann er líka í Ljótu hálfvitunum. Svo hefur hann leikið og tekið þátt í sýningum Leikhópsins Lottu frá upphafi. Baldur er aðalsprautan í Hljóðkirkjunni, útgáfunni sem hefur gefið út nokkur af vinsælustu hlaðvörpum landsins. Flosi Þorgeirsson er svo gítarleikari hljómsveitarinnar HAM. Hann er líka sagnfræðingur og hefur vakið mikla athygli í hlaðvarpinu fyrir að ræða geðheilsu sína á hispurslausan hátt. Flosi afsakar sig gjarnan og segist daufur í bragði hafa tekið umræðuefni dagsins upp úr sarpinum, en mannskapurinn tryllist af fögnuði. Strákarnir hafa sömuleiðis reglulega selt upp þegar þeir blása til lifandi hlaðvarpa í beinni. Nú síðast fóru þeir hringinn í kringum landið og fylltu sali víðsvegar í sveitarfélögum landsins. Flosi og Baldur ræddu hlaðvarpið og vinsældirnar í Íslandi í dag árið 2021. Dr. Football Þegar sjónvarpsmaðurinn og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Hjörvar Hafliðason stofnaði fótboltahlaðvarpið Dr. Football árið 2018 var það algjörlega fáheyrt að hlaðvörp nytu einhverra vinsælda á Íslandi. Hjörvar er sannkallaður frumkvöðull á þessu sviði enda hafa hispurslausar umræður í þættinum notið gríðarlegra vinsælda allt frá upphafi. Þar fær hann með sér ólíka álitsgjafa úr öllum áttum. Hjörvar Hafliðason er markmaður að fornu fari, spilaði meðal annars með HK, Breiðablik og Val og tímabilið 2000 til 2001 til reynslu hjá Stoke City. Hjörvar varð eftir ferilinn álitsgjafi á Stöð 2 Sport, starfaði líka á FM957 í Brennslunni og FM95Blö og var um nokkurra ára skeið íþróttastjóri Viaplay á Íslandi. Hjörvar er svo giftur Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hjörvar er frumkvöðull í hlaðvarpsheimum og sannkallaður frasakóngur Íslands en óhætt er að fullyrða að margir af vinsælustu frösum landsins, í hið minnsta um stund, hafi upphaflega heyrst í Dr. Football. „Elskaðir, hataðir en aldrei hunsaðir,“ er dæmi um einn slíkan úr frasasmiðju Hjörvars. Hjörvar er duglegur að halda viðburði og fær leikmenn, eins og hann kallar þá, reglulega í stór samkvæmi á Kaffi Catalínu og í Keiluhöllina. Þá hefur engum á Íslandi, engum, tekist að fullkomna lestur auglýsinga á sama hátt og Hjörvar sem kemur þeim áreynslulaust að í þættinum án þess að það hafi áhrif á flæðið. Stundum hefur gustað um fastagesti í Dr. Football. Þannig voru þeir Mikael Nikulásson og Kristján Óla Sigurðsson, eða Mike og Höfðinginn, lengi vel með Hjörvari í þættinum, en það breyttist þegar þeir héldu annað og stofnuðu eigið fótboltahlaðvarp með Rikka G undir merkjum Þungavigtarinnar. Athygli vakti þegar Vísir greindi frá því árið 2021 að í brýnu hefði slegið á milli Mike og Hjörvars á Spot í Kópavogi en Hjörvar sagði málið allt miklar ýkjur og sagði svo í tilkynningu til Dr. Football leikmanna að þeim hafi aðeins lent saman en væru báðir nú sáttir. Hjörvar mætti nýverið í Fiskabúr X977 til Tomma Steindórs. Þar var farið yfir úrslit óformlegrar könnunar um það hvaða Dr. Football sérfræðingur er í uppáhaldi hjá þjóðinni. Í ljósi sögunnar Einhverjum gæti þótt freistandi að sleppa því að nefna Í ljósi sögunnar á þessum lista þar sem þátturinn er í raun og veru útvarpsþáttur á Rás 1. Það er hins vegar ekki hægt að sleppa honum, enda nýtur þátturinn mun og miklu meiri vinsælda á hlaðvarpsveitum. Líklegt er að enginn sem er að lesa þetta hafi ekki heyrt um þættina þar sem Vera fer yfir ýmsa spennandi atburði eða persónur úr heimssögunni. Vera er dóttir sagnfræðingsins Illuga Jökulssonar og leikkonunnar Guðrúnar S. Gísladóttur. Hún fór í Austurbæjaskóla og MH og lærði svo arabísku og miðausturlandafræði í Stokkhólmi þaðan sem hún útskrifaðist árið 2013. Hún ferðaðist til að mynda um Miðausturlönd með ömmu sinni Jóhönnu Kristjónsdóttur og sagði við Fréttablaðið árið 2018 að hún hefði haft mikil áhrif á hana. Þjóðmál Líklega eru fáir þættir sem hafa komið sér upp eins stórum aðdáendahópi og þjóðmálaþættirnir Þjóðmál. Gísli Valdórsson stýrir þáttunum og fær reglulega til sín gesti af hægri væng stjórnmálanna. Lengi vel var hann ritstjóri ViðskiptaMoggans en hefur nú snúið sér alfarið að hlaðvarpinu. Þjóðmál var upphaflega tímarit um stjórnmál og menningu. Gísli Freyr varð ritstjóri þess árið 2017. Í hlaðvarpið til sín fær Gísli reglulega fjölmiðlamennina Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon af Morgunblaðinu og svo þá Hörð Ægisson og Örn Arnarson af Innherja og Viðskiptablaðinu sem dæmi. Þá var Björn Ingi Hrafnsson nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins fastagestur fyrir Alþingiskosningar. Þátturinn nýtur gríðarlegra vinsælda. Þeir félagar hafa sem dæmi reglulega stútfyllt Kringlukrána þegar þeir blása þar til bjórkvölda og svo halda þeir sérstök Þjóðmálakvöld einu sinni á ári þar sem gestir mæta í sínu fínasta pússi. Vinsældirnar náðu svo líklega ákveðnum hápunkti þegar þeir troðfylltu Borgarleikhúsið degi fyrir Gamlársdag á sérstakri Áramótasprengju þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mætti og var spurður spjörunum úr. View this post on Instagram A post shared by Helgi Þór Gunnarsson (@helgith.iceland.photography) Fílalag Talandi um frumkvöðla! Langelsta hlaðvarp landsins er hlaðvarpið Fílalag með félögunum Bergi Ebba og Snorra Helgasyni. Þeir voru saman í Sprengjuhöllinni og í Fílalagi hafa þeir allt síðan árið 2014 tekið fyrir eitt lag í hverjum þætti. Bergur Ebbi kannast flestir við enda á hann að baki langan feril sem rithöfundur, uppistandari og fyrirlesari. Snorri Helgason er svo tónlistarmaður og á að baki fjölmargar sólóplötur og leikhúsverkefni. Hann er giftur leikkonunni Sögu Garðars og sagði í gríni við Vísi í fyrra að hann klipi í rassinn á henni tvisvar á dag. Að baki eru hundruð þátta þar sem þeir kryfja lögin, straumana að baki þeim og höfundana sjálfa. Hlaðvarpið er meðal annars eitt fárra sem er með sína eigin vefsíðu og skal engan undra, enda er hlaðvarpið í raun orðið að einhverskonar stofnun í íslenskri dægurmenningu. Í Facebook hópnum Fílahjörðin eru nú um þúsund meðlimir. Þannig hafa þeir félagar nokkrum sinnum blásið til hlaðvarpskvölda þar sem þeir taka þáttinn upp í beinni upp á sviði. Það gerðu þeir til að mynda í Eldborgarsal Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kvöldfréttir Stöðvar 2 litu við hjá Snorra og Bergi Ebba í nóvember 2023 þegar þeir voru á sviði með Sinfó í Hörpu. Morðcastið Í sex ár hafa systurnar Unnur og Bylgja Borgþórsdætur talað um morð í einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Morðcastinu. Þar tekst þeim að tala um hrottaleg morð og ofbeldi á léttan, og jafnvel fyndinn hátt - en líkt og Unnur segir í inngangsstefi þáttanna, þá einfaldlega elska þær morð. Unnur sagði frá því í Íslandi í dag árið 2021 að hún hafi farið í laganám og þá farið að kynna sér morðmál. Í febrúar 2019 ákvað hún að taka málin í eigin hendur því það fór í taugarnar á henni að það vantaði almennilegt íslenskt hlaðvarp um morðmál. Fyrsta þáttinn tók hún upp í rúmi heima hjá sér í Kaupmannahöfn. Systurnar búa á Egilsstöðum og á Unnur veitingastaðinn Ask Pizzeria sem margir kannast við. Þær sögðu í Íslandi í dag fyrir fjórum árum að utanaðkomandi aðstæður geti gert hvern sem er að morðingja. Þarf alltaf að vera grín? Það er margt sem bendir til þess að hið lauflétta hlaðvarp Þarf alltaf að vera grín? sé langvinsælasta hlaðvarp landsins. Þar ræða vinirnir og grínistarnir Tinna, Ingó og Tryggvi um allt á milli himins og jarðar á misalvarlegum nótum. Hlaðvarpið hóf göngu sína árið 2018 en þau Ingólfur Grétarsson, Tinna Björk Kristinsdóttir og Tryggvi Freyr Torfason voru á þeim tíma einir þekktustu Snapparar landsins og nutu gríðarlegra vinsælda á samfélagsmiðlinum Snapchat sem fæstir nota enn þann dag í dag. Ingó og Tinna eru par og hafa sagt frá því að þau hafi kynnst í gegnum samfélagsmiðilinn. Rúmlega sjöþúsund manns eru í Facebook hópi hlaðvarpsins þar sem áhyggjufullir hlustendur birta reglulega færslur um að áskrift þeirra virki ekki sem skyldi. Þríeykið tekur upp í hlaðvarpsstúdíói á heimili þeirra Ingó og Tinnu í Hveragerði, sem meðal annars hefur verið heimsótt af Gísla Einarssyni í Landanum, svo athyglisvert þykir hlaðvarpið. Þá hefur þríeykið trekk í trekk troðfyllt Eldborgarsal Hörpu, þar sem fólk keppist við að tryggja sér eitt af rúmlega 1400 sætunum til að hlusta á þau taka hin ótrúlegustu mál fyrir. View this post on Instagram A post shared by Þarf alltaf að vera grín? (@tharfalltafadveragrin) Steve dagskrá Hnyttnasta nafn landsins fer til eins skemmtilegasta hlaðvarps landsins. Vilhjálmur Freyr Hallsson skipatækjamaður og Andri Gunnarsson eilífðarstúdent fara með þáttastjórn í þætti sem þeir félagar fleyta rjómanum af troginu og skoða málin út frá öðrum vinklum en almennt þekkist í hlaðvarpsþáttum hérlendis. Strákarnir ræða reglulega knattspyrnutengd mál en hika ekki við að færa umræðuna í þær áttir sem þeim hentar hverju sinni. Ætli besta dæmið um þetta sé ekki þegar þeir félagar vörðu löngum stundum saman í að spila kúrekatölvuleikinn Red Dead Redemption II en klippur af þeim að spila hann saman vöktu gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum og þóttu ekkert eðlilega fyndnar. Haymaker. https://t.co/2rBoYJL0UI pic.twitter.com/W1QyxtMNgZ— Steve Dagskrá (@stevedagskra) June 16, 2024 Þátturinn hóf fyrst göngu sína fyrir HM í knattspyrnu árið 2018. Síðan hafa þeir félagar komið víða við, Steve dagskrá hefur til dæmis verið á dagskrá Stöðvar 2 Sport þar sem þeir félagar ræddu ýmsar hliðar á íslenska boltanum. Þá komu þeir einnig að umfjöllun um knattspyrnu á Viaplay árið 2022 og 2023. Í einum þætti Steve dagskrá á Stöð 2 Sport frá 2020 kíktu þeir félagar í Hamraborgina áður en þeir fóru á stórleik Breiðabliks og Vals í Pepsi Max deild kvenna sem þá hét. Ein pæling Í sex ár hefur stjórnmálafræðingurinn og hnefaleikaþjálfarinn Þórarinn Hjartarson boðið til sín fólki úr ýmsum krókum og kimum samfélagsins og tekið við þau viðtöl á dýptina, án lengdartakmarkana. Viðtölin hafa gjarnan vakið mikla athygli en ætli hápunktinum hafi ekki verið náð árið 2024 þegar Kristrún Frostadóttir ræddi útlendingamál við Þórarinn á hispurslausan hátt. Svo hispurslausan hátt að orð hennar í þættinum voru umfjöllunarefni fréttamiðla næstu daga á eftir. Þórarinn er stjórnmálafræðingur með MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu. Hann er auk þess starfsmaður á sambýli. Hann þjálfar hnefaleika hjá World Class Boxing Academy og er erfitt að finna meiri áhugamann um helstu viðfangsefni samfélagsins enda liggja nú eftir hann tæplega fjögur hundruð þættir. Þórarinn Hjartarson hefur farið mikinn í hlaðvarpsheimum.Vísir/Vilhelm Bakherbergið Vinnufélagarnir Andrés Jónsson og Þórhallur Gunnarsson hjá almannatengslafyrirtækinu Góð samskipti ýttu úr vör hlaðvarpi um stjórnmál í ágúst á síðasta ári. Þeir leggja upp með að fjalla þar um það sem gerist að tjaldabaki í stjórnmálunum og setja umfjöllun fjölmiðla í samhengi. Þeir Þórhallur og Andrés hafa meðal annars látið gera skoðanakannanir fyrir sig. Þannig fengu þeir sem dæmi Prósent til þess að mæla hvaða málefni skipta almenning mestu máli þegar kemur að viðfangsefnum stjórnmálanna svo athygli vakti. Þórhall þekkja flestir af fornu fari af vettvangi fjölmiðla. Hann var framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar til ársins 2023 áður en hann gekk svo til liðs við Góð samskipti í upphafi árs 2024. Þar áður var hann ritstjóri Kastljóssins um árabil, síðar dagskráarstjóri RÚV og framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Sagafilm. Þórhallur er lærður í leiklist og með mastersgráðu í sjónvarpsþáttagerð frá Goldsmiths háskólanum í Lundúnum. Andrés Jónsson stofnaði almannatengslafyrirtækið Góð samskipti haustið 2008. Áður starfaði hann við blaðamennsku, markaðsmál og almannatengsl. Hann var meðal annars kynningarstjóri hjá bílaumboðinu B&L en þar áður tók hann þátt í stofnun fréttavefsins Eyjan.is. Ungur að árum var Andrés svo viðriðinn starf Samfylkingarinnar en árið 2003 var hann kjörinn formaður Ungra jafnaðarmanna. Óhætt er að segja að Andrés hafi farið mikinn í Bakherberginu en athygli vakti þegar hann skrifaði langa greiningu á Medium um líklega liðsskipan Valkyrjustjórnarinnar og helstu embætti í desember. Andrés Jónsson stofnaði Góð samskipti árið 2008.Vísir/Vilhelm Teboðið Það eru fáir sem tekst að hafa puttann eins mikið á púlsinum þegar það kemur að dægurmálunum og þeim Sunnevu Einars og Birtu Líf sem stýra Teboðinu. Þar ræða þær allt á milli himins og jarðar, meðal annars raunveruleikaþættina Love Island og það nýjasta úr slúðurheimum Hollywood. Sérstaka athygli vakti þegar þær fengu forsetaframbjóðendur til sín síðasta sumar. Þar spurðu þær þá spjörunum úr, hvaða Kardashian systir væri í uppáhaldi og hvort frambjóðendur teldu að O.J. Simpson hafi verið sekur eða saklaus. @tebodid nokkuð accurate? ♬ original sound - Teboðið Það sem skín sérstaklega í gegn í þáttunum er náin vinátta þeirra Sunnevu og Birtu sem meðal annars bjóða áskrifendum og öðrum upp á hinn ýmsan varning, peysur og hálsmen sem tengjast þættinum. Þá hafa þær einnig gefið út sérstakan ís undir merkjum hlaðvarpsins. Sunnevu Einars þekkja langflestir en hún er ein þekktasta samfélagsmiðlastjarna landsins. Sunneva er athafnakona mikil og var nýlega greint frá því að hún væri tekjuhæsti áhrifavaldur landsins á síðasta ári. Hún tilheyrir LXS genginu sem hefur tryllt allt í samnefndum raunveruleikaþáttaröðum á Stöð 2 og er kærasta Benedikts Bjarnasonar. Birta Líf Ólafsdóttir er markaðsfræðingur að mennt og líkt og vinkona sín athafnakona mikil. Hún er systir leikarans Arons Más Ólafssonar en þeim bregður reglulega fyrir saman á samfélagsmiðlum, meðal annars þar sem þau byggja sér sumarbústað í Munaðarnesi í Borgarfirði. Birta Líf fagnaði tíu ára sambandsafmæli með fasteignasalnum Gunnari Patrik Sigurðssyni á síðasta ári. Þau eiga eitt barn og von á öðru. Þær stöllur hafa reglulega tekið upp þætti í Gamla bíó og fengið til sín gesti. Það gerðu þær síðast í nóvember fyrir fullu húsi og vöktu sérlega athygli fyrir skemmtilegan þátt og glæsilegan klæðnað. Blökastið Þarf að kynna strákana í Blökastinu til sögunnar? Varla! Þáttur Auðunns Blöndal hóf göngu sína sem FM95Blö árið 2011 á FM957. Um var að ræða sérlegan skemmtiþátt með föstum liðum sem lifa enn góðu lífi líkt og sturlaðar staðreyndir, myndirðu fyrir cash? og hinir ýmsu símahrekkir. Þá var Auddi í loftinu alla virka daga milli 16:00 og 18:00 og fékk hann til sín fasta meðstjórnendur. Björn Bragi Arnarsson var honum til halds og trausts á mánudögum, Sveppi á þriðjudögum, mismunandi gestir á miðvikudögum, Hjörvar Hafliðason á fimmtudögum og Egill Einarsson á föstudögum. Árið 2013 breyttist þátturinn svo og varð að því sem hann hefur verið allar götur síðan. Nú er hann í loftinu alla föstudaga frá 16:00 til 18:00 og eru umsjónarmenn Auddi, Egill og Steindi. Þeir ýttu hlaðvarpsútgáfu þáttarins svo úr vör árið 2022 í gegnum veitu TAL og eru þættinir með þeim vinsælustu á Íslandi. Strákarnir ætla að fagna fermingaraldri þáttarins með veglegri tónlistarveislu í Laugardalshöll næsta sumar. Þeir gerðu slíkt hið sama árið 2022 þegar þeir héldu risatónleika í höllinni og fögnuðu tíu ára afmæli þáttarins. American Idol stjarnan William Hung sendi Steinda eitt sinn afmæliskveðju. Beint í bílinn Sveppi og Pétur Jóhann skella sér á rúntinn. Svo taka þeir samræður sínar upp og fá til sín ýmsa gesti. Þátturinn Beint í bílinn hefur gjörsamlega slegið í gegn síðan hann hóf göngu sína í apríl 2020. Í þáttunum bregða þeir Sveppi og Pétur á leik af sinni alkunnu snilld. Þeir atast í fólki í síma, hringja í fólk, grínast í starfsfólki í hinum ýmsu bílalúgum, eru með brandarahorn og ljóðahorn svo fátt eitt sé nefnt. Kjörorð þáttarins eru Upp, upp og áfram og Aldrei líta í baksýnisspegilinn. Í einum þætti lagði Pétur bíl sínum fyrir utan kaffihús til að grípa sér „take-a-way“ kaffi. Og lenti í grjóthörðum stöðumælaverði. Þungavigtin Þeir sem elska að hlusta á hreinskiptar umræður um knattspyrnu fögnuðu vel og innilega árið 2021 þegar þeir Rikki G, Mikael Nikulásson eða Mike og Kristján Óli Sigurðsson, Höfðinginn, fóru í loftið með Þungavigtina árið 2021. Mike og Höfðinginn komu ferskir úr Dr. Football og Rikki G úr íþróttafréttunum og útvarpinu. Það er óhætt að segja að þátturinn beri nafn með rentu, enda eru þeir Mike og Höfðinginn þekktir fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum. Í fjögur ára hafa hlustendur notið þess að hlusta á þá félaga rífast um hina ýmsu kima knattspyrnunnar hvort sem er her heima eða erlendis, þar sem Rikki þarf reglulega að grípa í taumana. Í mars 2022 fóru strákarnir í Þungavigtinni meðal annars yfir nokkrar af allra verstu skiptingum sögunnar, í tilefni af innkomu Kepa Arrisabalaga í úrslitaleik enska deildabikarsins á þeim tíma. Hlaðvörp Tengdar fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Það er mikið um að vera í íslensku samfélagi um þessar mundir og styttist nú óðfluga í kosningar sem fara fram næstkomandi laugardag, 30. nóvember. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum konum í framboði fyrir fjölbreytta flokka og fékk að heyra hvað þær eru að hlusta á þegar þær eiga stund milli stríða. 24. nóvember 2024 07:00 Mest lesið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Matur Fleiri fréttir Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Sjá meira
Vísir fer í þessari umfjöllun yfir nokkur af vinsælustu hlaðvörp landsins, um hvað þau eru og jú fólkið sem er að baki þeim. Margar hlaðvarpsstjarnanna hafa enda verið kallaðar til sem álitsgjafar hvort sem það kemur að stjórnmálum, fótbolta, morðum eða heilsu og liggur lesendum eflaust forvitni á að vita meira um þær. Hér verður notast við topplista á vinsælustu hlaðvarpsveitum landsins, Spotify og Apple Podcasts. Hlaðvörpin eiga það sameiginlegt að eiga fastasæti á listunum sem í tilfelli Spotify telur fimmtíu hlaðvörp. Tekið skal fram að listinn sem hér birtist er ekki tæmandi. Mörg hlaðvarpanna hafa auk þess boðið áhorfendum í sal, sem virðist vera orðið eitt vinsælasta afþreyingarefni skemmtanalífsins þessa dagana. Þannig eru dæmi um að hlaðvörp hafi stútfyllt Eldborgarsal Hörpu, Iðnó og stóra salinn í Borgarleikhúsinu svo fáeinir salir séu nefndir og það oftar en einu sinni. Hlaðvarpsæðið hefur gengið svo langt að umsjónarmenn þriggja stærstu hlaðvarpa landsins blésu til eigins kosningasjónvarps á kosninganótt síðastliðnar Alþingiskosningar svo athygli vakti. Komið gott Gullið mitt sem glóir! Grípandi uppnefni, Sesamfræið og umræður um þyngdarstjórnun eru allt meðal þess sem er að finna í Komið gott. Landsmenn vissu ekki hvert þeir ætluðu þegar fyrsti þáttur af hlaðvarpinu kom út síðasta sumar. Þar fara þær Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og hönnuðurinn Kristín Gunnarsdóttir enda mikinn og láta sér fátt óviðkomandi í algjörlega hispurslausri umræðu um menn og málefni í hlaðvarpi þar sem þær stöllur nefna það sem þeim finnst vera komið gott af. Ólöf Skaftadóttir starfar nú sem ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu Athygli, var lengi vel ritstjóri Fréttablaðsins og síðar á Innherja. Kristín Gunnars er hönnuður með mastersgráðu frá listaháskóla í Berlín sem starfar nú hjá verkfræðistofunni Eflu. Á heimasíðu sinni segist hún starfa við ljósmyndun, kvikmyndatöku og grafíska hönnun. Kristín er gift Kristjáni Finnssyni, verkfræðingi hjá CCP og þau eiga saman tvö börn. Þær stöllur kórónuðu fyrstu seríu þáttanna með ótrúlegum þætti í beinni í Iðnó þar sem þær troðfylltu salinn og seldu upp á undir fimm mínútum. Þátturinn var sagður svo ótrúlegur að hann rataði aldrei á veiturnar. Þær birta nú nýja þætti vikulega í annarri seríu þáttanna þar sem þær eru að sjálfsögðu oftast með Lite við hönd, Lite til að vera sæt eins og þær kalla það. Risa ljós á þær. Ólöf og Kristín ræddu hlaðvarpið í Bakaríinu á Bylgjunni í ágúst síðastliðnum þegar þær voru nýbúnar að ýta því úr vör. Draugar fortíðar Síðan í maí 2020 hefur Baldur Ragnarsson tónlistarmaður og leikari hlustað á kollega sinn Flosa Þorgeirsson kryfja hina ýmsu atburði fortíðarinnar í yfir tvö hundruð þáttum. Þeir félagar fá einfaldlega ekki nóg en það fá hlustendur þeirra ekki heldur enda eru 8500 manns í umræðuhópi sem er tileinkaður þættinum. Allt frá mönnum í tjaldstól uppi í háalofti til Fidel Castro, það er fátt Draugunum óviðkomandi. Baldur Ragnarsson þekkja flestir úr Skálmöld þar sem hann er gítarleikari en hann er líka í Ljótu hálfvitunum. Svo hefur hann leikið og tekið þátt í sýningum Leikhópsins Lottu frá upphafi. Baldur er aðalsprautan í Hljóðkirkjunni, útgáfunni sem hefur gefið út nokkur af vinsælustu hlaðvörpum landsins. Flosi Þorgeirsson er svo gítarleikari hljómsveitarinnar HAM. Hann er líka sagnfræðingur og hefur vakið mikla athygli í hlaðvarpinu fyrir að ræða geðheilsu sína á hispurslausan hátt. Flosi afsakar sig gjarnan og segist daufur í bragði hafa tekið umræðuefni dagsins upp úr sarpinum, en mannskapurinn tryllist af fögnuði. Strákarnir hafa sömuleiðis reglulega selt upp þegar þeir blása til lifandi hlaðvarpa í beinni. Nú síðast fóru þeir hringinn í kringum landið og fylltu sali víðsvegar í sveitarfélögum landsins. Flosi og Baldur ræddu hlaðvarpið og vinsældirnar í Íslandi í dag árið 2021. Dr. Football Þegar sjónvarpsmaðurinn og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Hjörvar Hafliðason stofnaði fótboltahlaðvarpið Dr. Football árið 2018 var það algjörlega fáheyrt að hlaðvörp nytu einhverra vinsælda á Íslandi. Hjörvar er sannkallaður frumkvöðull á þessu sviði enda hafa hispurslausar umræður í þættinum notið gríðarlegra vinsælda allt frá upphafi. Þar fær hann með sér ólíka álitsgjafa úr öllum áttum. Hjörvar Hafliðason er markmaður að fornu fari, spilaði meðal annars með HK, Breiðablik og Val og tímabilið 2000 til 2001 til reynslu hjá Stoke City. Hjörvar varð eftir ferilinn álitsgjafi á Stöð 2 Sport, starfaði líka á FM957 í Brennslunni og FM95Blö og var um nokkurra ára skeið íþróttastjóri Viaplay á Íslandi. Hjörvar er svo giftur Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hjörvar er frumkvöðull í hlaðvarpsheimum og sannkallaður frasakóngur Íslands en óhætt er að fullyrða að margir af vinsælustu frösum landsins, í hið minnsta um stund, hafi upphaflega heyrst í Dr. Football. „Elskaðir, hataðir en aldrei hunsaðir,“ er dæmi um einn slíkan úr frasasmiðju Hjörvars. Hjörvar er duglegur að halda viðburði og fær leikmenn, eins og hann kallar þá, reglulega í stór samkvæmi á Kaffi Catalínu og í Keiluhöllina. Þá hefur engum á Íslandi, engum, tekist að fullkomna lestur auglýsinga á sama hátt og Hjörvar sem kemur þeim áreynslulaust að í þættinum án þess að það hafi áhrif á flæðið. Stundum hefur gustað um fastagesti í Dr. Football. Þannig voru þeir Mikael Nikulásson og Kristján Óla Sigurðsson, eða Mike og Höfðinginn, lengi vel með Hjörvari í þættinum, en það breyttist þegar þeir héldu annað og stofnuðu eigið fótboltahlaðvarp með Rikka G undir merkjum Þungavigtarinnar. Athygli vakti þegar Vísir greindi frá því árið 2021 að í brýnu hefði slegið á milli Mike og Hjörvars á Spot í Kópavogi en Hjörvar sagði málið allt miklar ýkjur og sagði svo í tilkynningu til Dr. Football leikmanna að þeim hafi aðeins lent saman en væru báðir nú sáttir. Hjörvar mætti nýverið í Fiskabúr X977 til Tomma Steindórs. Þar var farið yfir úrslit óformlegrar könnunar um það hvaða Dr. Football sérfræðingur er í uppáhaldi hjá þjóðinni. Í ljósi sögunnar Einhverjum gæti þótt freistandi að sleppa því að nefna Í ljósi sögunnar á þessum lista þar sem þátturinn er í raun og veru útvarpsþáttur á Rás 1. Það er hins vegar ekki hægt að sleppa honum, enda nýtur þátturinn mun og miklu meiri vinsælda á hlaðvarpsveitum. Líklegt er að enginn sem er að lesa þetta hafi ekki heyrt um þættina þar sem Vera fer yfir ýmsa spennandi atburði eða persónur úr heimssögunni. Vera er dóttir sagnfræðingsins Illuga Jökulssonar og leikkonunnar Guðrúnar S. Gísladóttur. Hún fór í Austurbæjaskóla og MH og lærði svo arabísku og miðausturlandafræði í Stokkhólmi þaðan sem hún útskrifaðist árið 2013. Hún ferðaðist til að mynda um Miðausturlönd með ömmu sinni Jóhönnu Kristjónsdóttur og sagði við Fréttablaðið árið 2018 að hún hefði haft mikil áhrif á hana. Þjóðmál Líklega eru fáir þættir sem hafa komið sér upp eins stórum aðdáendahópi og þjóðmálaþættirnir Þjóðmál. Gísli Valdórsson stýrir þáttunum og fær reglulega til sín gesti af hægri væng stjórnmálanna. Lengi vel var hann ritstjóri ViðskiptaMoggans en hefur nú snúið sér alfarið að hlaðvarpinu. Þjóðmál var upphaflega tímarit um stjórnmál og menningu. Gísli Freyr varð ritstjóri þess árið 2017. Í hlaðvarpið til sín fær Gísli reglulega fjölmiðlamennina Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon af Morgunblaðinu og svo þá Hörð Ægisson og Örn Arnarson af Innherja og Viðskiptablaðinu sem dæmi. Þá var Björn Ingi Hrafnsson nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins fastagestur fyrir Alþingiskosningar. Þátturinn nýtur gríðarlegra vinsælda. Þeir félagar hafa sem dæmi reglulega stútfyllt Kringlukrána þegar þeir blása þar til bjórkvölda og svo halda þeir sérstök Þjóðmálakvöld einu sinni á ári þar sem gestir mæta í sínu fínasta pússi. Vinsældirnar náðu svo líklega ákveðnum hápunkti þegar þeir troðfylltu Borgarleikhúsið degi fyrir Gamlársdag á sérstakri Áramótasprengju þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mætti og var spurður spjörunum úr. View this post on Instagram A post shared by Helgi Þór Gunnarsson (@helgith.iceland.photography) Fílalag Talandi um frumkvöðla! Langelsta hlaðvarp landsins er hlaðvarpið Fílalag með félögunum Bergi Ebba og Snorra Helgasyni. Þeir voru saman í Sprengjuhöllinni og í Fílalagi hafa þeir allt síðan árið 2014 tekið fyrir eitt lag í hverjum þætti. Bergur Ebbi kannast flestir við enda á hann að baki langan feril sem rithöfundur, uppistandari og fyrirlesari. Snorri Helgason er svo tónlistarmaður og á að baki fjölmargar sólóplötur og leikhúsverkefni. Hann er giftur leikkonunni Sögu Garðars og sagði í gríni við Vísi í fyrra að hann klipi í rassinn á henni tvisvar á dag. Að baki eru hundruð þátta þar sem þeir kryfja lögin, straumana að baki þeim og höfundana sjálfa. Hlaðvarpið er meðal annars eitt fárra sem er með sína eigin vefsíðu og skal engan undra, enda er hlaðvarpið í raun orðið að einhverskonar stofnun í íslenskri dægurmenningu. Í Facebook hópnum Fílahjörðin eru nú um þúsund meðlimir. Þannig hafa þeir félagar nokkrum sinnum blásið til hlaðvarpskvölda þar sem þeir taka þáttinn upp í beinni upp á sviði. Það gerðu þeir til að mynda í Eldborgarsal Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kvöldfréttir Stöðvar 2 litu við hjá Snorra og Bergi Ebba í nóvember 2023 þegar þeir voru á sviði með Sinfó í Hörpu. Morðcastið Í sex ár hafa systurnar Unnur og Bylgja Borgþórsdætur talað um morð í einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Morðcastinu. Þar tekst þeim að tala um hrottaleg morð og ofbeldi á léttan, og jafnvel fyndinn hátt - en líkt og Unnur segir í inngangsstefi þáttanna, þá einfaldlega elska þær morð. Unnur sagði frá því í Íslandi í dag árið 2021 að hún hafi farið í laganám og þá farið að kynna sér morðmál. Í febrúar 2019 ákvað hún að taka málin í eigin hendur því það fór í taugarnar á henni að það vantaði almennilegt íslenskt hlaðvarp um morðmál. Fyrsta þáttinn tók hún upp í rúmi heima hjá sér í Kaupmannahöfn. Systurnar búa á Egilsstöðum og á Unnur veitingastaðinn Ask Pizzeria sem margir kannast við. Þær sögðu í Íslandi í dag fyrir fjórum árum að utanaðkomandi aðstæður geti gert hvern sem er að morðingja. Þarf alltaf að vera grín? Það er margt sem bendir til þess að hið lauflétta hlaðvarp Þarf alltaf að vera grín? sé langvinsælasta hlaðvarp landsins. Þar ræða vinirnir og grínistarnir Tinna, Ingó og Tryggvi um allt á milli himins og jarðar á misalvarlegum nótum. Hlaðvarpið hóf göngu sína árið 2018 en þau Ingólfur Grétarsson, Tinna Björk Kristinsdóttir og Tryggvi Freyr Torfason voru á þeim tíma einir þekktustu Snapparar landsins og nutu gríðarlegra vinsælda á samfélagsmiðlinum Snapchat sem fæstir nota enn þann dag í dag. Ingó og Tinna eru par og hafa sagt frá því að þau hafi kynnst í gegnum samfélagsmiðilinn. Rúmlega sjöþúsund manns eru í Facebook hópi hlaðvarpsins þar sem áhyggjufullir hlustendur birta reglulega færslur um að áskrift þeirra virki ekki sem skyldi. Þríeykið tekur upp í hlaðvarpsstúdíói á heimili þeirra Ingó og Tinnu í Hveragerði, sem meðal annars hefur verið heimsótt af Gísla Einarssyni í Landanum, svo athyglisvert þykir hlaðvarpið. Þá hefur þríeykið trekk í trekk troðfyllt Eldborgarsal Hörpu, þar sem fólk keppist við að tryggja sér eitt af rúmlega 1400 sætunum til að hlusta á þau taka hin ótrúlegustu mál fyrir. View this post on Instagram A post shared by Þarf alltaf að vera grín? (@tharfalltafadveragrin) Steve dagskrá Hnyttnasta nafn landsins fer til eins skemmtilegasta hlaðvarps landsins. Vilhjálmur Freyr Hallsson skipatækjamaður og Andri Gunnarsson eilífðarstúdent fara með þáttastjórn í þætti sem þeir félagar fleyta rjómanum af troginu og skoða málin út frá öðrum vinklum en almennt þekkist í hlaðvarpsþáttum hérlendis. Strákarnir ræða reglulega knattspyrnutengd mál en hika ekki við að færa umræðuna í þær áttir sem þeim hentar hverju sinni. Ætli besta dæmið um þetta sé ekki þegar þeir félagar vörðu löngum stundum saman í að spila kúrekatölvuleikinn Red Dead Redemption II en klippur af þeim að spila hann saman vöktu gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum og þóttu ekkert eðlilega fyndnar. Haymaker. https://t.co/2rBoYJL0UI pic.twitter.com/W1QyxtMNgZ— Steve Dagskrá (@stevedagskra) June 16, 2024 Þátturinn hóf fyrst göngu sína fyrir HM í knattspyrnu árið 2018. Síðan hafa þeir félagar komið víða við, Steve dagskrá hefur til dæmis verið á dagskrá Stöðvar 2 Sport þar sem þeir félagar ræddu ýmsar hliðar á íslenska boltanum. Þá komu þeir einnig að umfjöllun um knattspyrnu á Viaplay árið 2022 og 2023. Í einum þætti Steve dagskrá á Stöð 2 Sport frá 2020 kíktu þeir félagar í Hamraborgina áður en þeir fóru á stórleik Breiðabliks og Vals í Pepsi Max deild kvenna sem þá hét. Ein pæling Í sex ár hefur stjórnmálafræðingurinn og hnefaleikaþjálfarinn Þórarinn Hjartarson boðið til sín fólki úr ýmsum krókum og kimum samfélagsins og tekið við þau viðtöl á dýptina, án lengdartakmarkana. Viðtölin hafa gjarnan vakið mikla athygli en ætli hápunktinum hafi ekki verið náð árið 2024 þegar Kristrún Frostadóttir ræddi útlendingamál við Þórarinn á hispurslausan hátt. Svo hispurslausan hátt að orð hennar í þættinum voru umfjöllunarefni fréttamiðla næstu daga á eftir. Þórarinn er stjórnmálafræðingur með MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu. Hann er auk þess starfsmaður á sambýli. Hann þjálfar hnefaleika hjá World Class Boxing Academy og er erfitt að finna meiri áhugamann um helstu viðfangsefni samfélagsins enda liggja nú eftir hann tæplega fjögur hundruð þættir. Þórarinn Hjartarson hefur farið mikinn í hlaðvarpsheimum.Vísir/Vilhelm Bakherbergið Vinnufélagarnir Andrés Jónsson og Þórhallur Gunnarsson hjá almannatengslafyrirtækinu Góð samskipti ýttu úr vör hlaðvarpi um stjórnmál í ágúst á síðasta ári. Þeir leggja upp með að fjalla þar um það sem gerist að tjaldabaki í stjórnmálunum og setja umfjöllun fjölmiðla í samhengi. Þeir Þórhallur og Andrés hafa meðal annars látið gera skoðanakannanir fyrir sig. Þannig fengu þeir sem dæmi Prósent til þess að mæla hvaða málefni skipta almenning mestu máli þegar kemur að viðfangsefnum stjórnmálanna svo athygli vakti. Þórhall þekkja flestir af fornu fari af vettvangi fjölmiðla. Hann var framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar til ársins 2023 áður en hann gekk svo til liðs við Góð samskipti í upphafi árs 2024. Þar áður var hann ritstjóri Kastljóssins um árabil, síðar dagskráarstjóri RÚV og framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Sagafilm. Þórhallur er lærður í leiklist og með mastersgráðu í sjónvarpsþáttagerð frá Goldsmiths háskólanum í Lundúnum. Andrés Jónsson stofnaði almannatengslafyrirtækið Góð samskipti haustið 2008. Áður starfaði hann við blaðamennsku, markaðsmál og almannatengsl. Hann var meðal annars kynningarstjóri hjá bílaumboðinu B&L en þar áður tók hann þátt í stofnun fréttavefsins Eyjan.is. Ungur að árum var Andrés svo viðriðinn starf Samfylkingarinnar en árið 2003 var hann kjörinn formaður Ungra jafnaðarmanna. Óhætt er að segja að Andrés hafi farið mikinn í Bakherberginu en athygli vakti þegar hann skrifaði langa greiningu á Medium um líklega liðsskipan Valkyrjustjórnarinnar og helstu embætti í desember. Andrés Jónsson stofnaði Góð samskipti árið 2008.Vísir/Vilhelm Teboðið Það eru fáir sem tekst að hafa puttann eins mikið á púlsinum þegar það kemur að dægurmálunum og þeim Sunnevu Einars og Birtu Líf sem stýra Teboðinu. Þar ræða þær allt á milli himins og jarðar, meðal annars raunveruleikaþættina Love Island og það nýjasta úr slúðurheimum Hollywood. Sérstaka athygli vakti þegar þær fengu forsetaframbjóðendur til sín síðasta sumar. Þar spurðu þær þá spjörunum úr, hvaða Kardashian systir væri í uppáhaldi og hvort frambjóðendur teldu að O.J. Simpson hafi verið sekur eða saklaus. @tebodid nokkuð accurate? ♬ original sound - Teboðið Það sem skín sérstaklega í gegn í þáttunum er náin vinátta þeirra Sunnevu og Birtu sem meðal annars bjóða áskrifendum og öðrum upp á hinn ýmsan varning, peysur og hálsmen sem tengjast þættinum. Þá hafa þær einnig gefið út sérstakan ís undir merkjum hlaðvarpsins. Sunnevu Einars þekkja langflestir en hún er ein þekktasta samfélagsmiðlastjarna landsins. Sunneva er athafnakona mikil og var nýlega greint frá því að hún væri tekjuhæsti áhrifavaldur landsins á síðasta ári. Hún tilheyrir LXS genginu sem hefur tryllt allt í samnefndum raunveruleikaþáttaröðum á Stöð 2 og er kærasta Benedikts Bjarnasonar. Birta Líf Ólafsdóttir er markaðsfræðingur að mennt og líkt og vinkona sín athafnakona mikil. Hún er systir leikarans Arons Más Ólafssonar en þeim bregður reglulega fyrir saman á samfélagsmiðlum, meðal annars þar sem þau byggja sér sumarbústað í Munaðarnesi í Borgarfirði. Birta Líf fagnaði tíu ára sambandsafmæli með fasteignasalnum Gunnari Patrik Sigurðssyni á síðasta ári. Þau eiga eitt barn og von á öðru. Þær stöllur hafa reglulega tekið upp þætti í Gamla bíó og fengið til sín gesti. Það gerðu þær síðast í nóvember fyrir fullu húsi og vöktu sérlega athygli fyrir skemmtilegan þátt og glæsilegan klæðnað. Blökastið Þarf að kynna strákana í Blökastinu til sögunnar? Varla! Þáttur Auðunns Blöndal hóf göngu sína sem FM95Blö árið 2011 á FM957. Um var að ræða sérlegan skemmtiþátt með föstum liðum sem lifa enn góðu lífi líkt og sturlaðar staðreyndir, myndirðu fyrir cash? og hinir ýmsu símahrekkir. Þá var Auddi í loftinu alla virka daga milli 16:00 og 18:00 og fékk hann til sín fasta meðstjórnendur. Björn Bragi Arnarsson var honum til halds og trausts á mánudögum, Sveppi á þriðjudögum, mismunandi gestir á miðvikudögum, Hjörvar Hafliðason á fimmtudögum og Egill Einarsson á föstudögum. Árið 2013 breyttist þátturinn svo og varð að því sem hann hefur verið allar götur síðan. Nú er hann í loftinu alla föstudaga frá 16:00 til 18:00 og eru umsjónarmenn Auddi, Egill og Steindi. Þeir ýttu hlaðvarpsútgáfu þáttarins svo úr vör árið 2022 í gegnum veitu TAL og eru þættinir með þeim vinsælustu á Íslandi. Strákarnir ætla að fagna fermingaraldri þáttarins með veglegri tónlistarveislu í Laugardalshöll næsta sumar. Þeir gerðu slíkt hið sama árið 2022 þegar þeir héldu risatónleika í höllinni og fögnuðu tíu ára afmæli þáttarins. American Idol stjarnan William Hung sendi Steinda eitt sinn afmæliskveðju. Beint í bílinn Sveppi og Pétur Jóhann skella sér á rúntinn. Svo taka þeir samræður sínar upp og fá til sín ýmsa gesti. Þátturinn Beint í bílinn hefur gjörsamlega slegið í gegn síðan hann hóf göngu sína í apríl 2020. Í þáttunum bregða þeir Sveppi og Pétur á leik af sinni alkunnu snilld. Þeir atast í fólki í síma, hringja í fólk, grínast í starfsfólki í hinum ýmsu bílalúgum, eru með brandarahorn og ljóðahorn svo fátt eitt sé nefnt. Kjörorð þáttarins eru Upp, upp og áfram og Aldrei líta í baksýnisspegilinn. Í einum þætti lagði Pétur bíl sínum fyrir utan kaffihús til að grípa sér „take-a-way“ kaffi. Og lenti í grjóthörðum stöðumælaverði. Þungavigtin Þeir sem elska að hlusta á hreinskiptar umræður um knattspyrnu fögnuðu vel og innilega árið 2021 þegar þeir Rikki G, Mikael Nikulásson eða Mike og Kristján Óli Sigurðsson, Höfðinginn, fóru í loftið með Þungavigtina árið 2021. Mike og Höfðinginn komu ferskir úr Dr. Football og Rikki G úr íþróttafréttunum og útvarpinu. Það er óhætt að segja að þátturinn beri nafn með rentu, enda eru þeir Mike og Höfðinginn þekktir fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum. Í fjögur ára hafa hlustendur notið þess að hlusta á þá félaga rífast um hina ýmsu kima knattspyrnunnar hvort sem er her heima eða erlendis, þar sem Rikki þarf reglulega að grípa í taumana. Í mars 2022 fóru strákarnir í Þungavigtinni meðal annars yfir nokkrar af allra verstu skiptingum sögunnar, í tilefni af innkomu Kepa Arrisabalaga í úrslitaleik enska deildabikarsins á þeim tíma.
Hlaðvörp Tengdar fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Það er mikið um að vera í íslensku samfélagi um þessar mundir og styttist nú óðfluga í kosningar sem fara fram næstkomandi laugardag, 30. nóvember. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum konum í framboði fyrir fjölbreytta flokka og fékk að heyra hvað þær eru að hlusta á þegar þær eiga stund milli stríða. 24. nóvember 2024 07:00 Mest lesið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Matur Fleiri fréttir Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Sjá meira
Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Það er mikið um að vera í íslensku samfélagi um þessar mundir og styttist nú óðfluga í kosningar sem fara fram næstkomandi laugardag, 30. nóvember. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum konum í framboði fyrir fjölbreytta flokka og fékk að heyra hvað þær eru að hlusta á þegar þær eiga stund milli stríða. 24. nóvember 2024 07:00