Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 12:03 Frá blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í gær. Getty Images/Chip Somodevilla Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að Bandaríkin myndu taka yfir Gasa, eignast landsvæðið og gera úr því glæsibaðströnd Miðausturlanda. Þá hefði hann í hyggju að flytja á brott Palestínumenn sem búa á Gasa og mögulega með hervaldi. Prófessor í alþjóðastjórnmálum segir að með þessari yfirlýsingu sé úti um tveggja ríkja stefnuna, sem hafi þó meira verið í orði en á borði. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti fram yfirlýsingar um yfirtöku á Gasa á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þegar Trump var spurður hvort hann hygðist senda Bandaríska hermenn til Gasa þá svaraði hann því til að hann myndi gera það sem nauðsynlegt þætti til að eignast landsvæðið. Bandaríkjamenn myndu í kjölfarið hreinsa svæðið, ráðast í uppbyggingu og gera Gasa að stað sem Mið-Austurlönd gætu orðið stolt af og talaði um glæsibaðströnd eða „rivíeru“ í því samhengi. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum. „Þetta eru í besta falli þvingaðir fólksflutningar en þetta mætti líka kalla „etníska“ hreinsun á borð við það sem er oft í aðdraganda þjóðarmorðs, ef maður vill halda því fram að það hafi ekki átt sér stað hingað til. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing og með margþættar afleiðingar. Það hefur auðvitað lengi verið reynt að þvinga Palestínumenn burt úr sínu landi. Þessi yfirlýsing segir bara að Bandaríkin muni styðja Ísrael í því að taka þetta svæði algjörlega yfir.“ Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Trump fer fram á að Egyptaland, Jórdanía og fleiri nágrannaríki taki við Palestínumönnum. Silja segir það brjóta gegn fullveldisrétti ríkjanna að ætla þeim að taka við og útvega landsvæði undir milljónir íbúa frá öðru ríki. „Komi nágrannaríkin eins og Egyptaland, eða Jórdanía til móts við þessa kröfu þá skapa þau aðstæður í sínum heimaríkjum sem myndu setja þeirra stjórnkerfi í uppnám því á þetta yrði ekki litið sem neitt annað en þjónkun við Ísraelsríki.“ Fram til þessa hafa Bandaríkin talað fyrir tveggja ríkja stefnunni. „Hún hefur svo sem verið meira í orði en á borði hingað til en allavega hafa Palestínumenn getað unnið að sínu markmiði að verða fullvalda ríki innan þess ramma en það er ekki lengur í boði miðað við þetta,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir prófessor. Ísrael Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. 5. febrúar 2025 10:25 Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20 Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti fram yfirlýsingar um yfirtöku á Gasa á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þegar Trump var spurður hvort hann hygðist senda Bandaríska hermenn til Gasa þá svaraði hann því til að hann myndi gera það sem nauðsynlegt þætti til að eignast landsvæðið. Bandaríkjamenn myndu í kjölfarið hreinsa svæðið, ráðast í uppbyggingu og gera Gasa að stað sem Mið-Austurlönd gætu orðið stolt af og talaði um glæsibaðströnd eða „rivíeru“ í því samhengi. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum. „Þetta eru í besta falli þvingaðir fólksflutningar en þetta mætti líka kalla „etníska“ hreinsun á borð við það sem er oft í aðdraganda þjóðarmorðs, ef maður vill halda því fram að það hafi ekki átt sér stað hingað til. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing og með margþættar afleiðingar. Það hefur auðvitað lengi verið reynt að þvinga Palestínumenn burt úr sínu landi. Þessi yfirlýsing segir bara að Bandaríkin muni styðja Ísrael í því að taka þetta svæði algjörlega yfir.“ Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Trump fer fram á að Egyptaland, Jórdanía og fleiri nágrannaríki taki við Palestínumönnum. Silja segir það brjóta gegn fullveldisrétti ríkjanna að ætla þeim að taka við og útvega landsvæði undir milljónir íbúa frá öðru ríki. „Komi nágrannaríkin eins og Egyptaland, eða Jórdanía til móts við þessa kröfu þá skapa þau aðstæður í sínum heimaríkjum sem myndu setja þeirra stjórnkerfi í uppnám því á þetta yrði ekki litið sem neitt annað en þjónkun við Ísraelsríki.“ Fram til þessa hafa Bandaríkin talað fyrir tveggja ríkja stefnunni. „Hún hefur svo sem verið meira í orði en á borði hingað til en allavega hafa Palestínumenn getað unnið að sínu markmiði að verða fullvalda ríki innan þess ramma en það er ekki lengur í boði miðað við þetta,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir prófessor.
Ísrael Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. 5. febrúar 2025 10:25 Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20 Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. 5. febrúar 2025 10:25
Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20
Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent