Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 08:02 Pavel Ermolinskij stýrði Tindastóli til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins, vorið 2023, en hefur ekki þjálfað lið síðan hann fór í veikindaleyfi í mars í fyrra. vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. Keflvíkingar eru í leit að nýjum þjálfara eftir að Pétur Ingvarsson hætti á mánudaginn, og ljóst að þeir renndu hýru auga til Pavels sem á sínum tíma tók við Tindastóli eftir áramót og gerði liðið að Íslandsmeistara nokkrum mánuðum síðar. Ekki náðist í Pavel í gær en hann hefur nú tekið af allan vafa um málið, í nýjasta hlaðvarpsþætti af GAZinu: „Ég verð bara að segja: Ég er ekki að fara að taka við Keflavík. Það birtust fréttir [í gær] og búið að vera mikið kurr í gangi. Ég er ekki að fara að taka við Keflavík og ég er ekki að fara að snúa aftur í körfubolta á næstunni. Það er málið í þessu. Þetta kemur Keflavík ekkert við. Ég er góður þar sem ég er, í þessu sem við erum að gera,“ segir Pavel í spjalli við Helga Má Magnússon en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Helgi benti á að Pavel væri einfaldlega upptekinn við annað. Að byggja upp „fjölmiðlasamsteypuna“ GAZið en þeir félagar hafa í vetur verið með hlaðvarpsþátt, upphitunarþátt í sjónvarpi fyrir valinn leik í hverri umferð Bónus-deildarinnar, og svo „gasað“ um þann tiltekna leik í beinni útsendingu. Pavel, sem hætti hjá Tindastóli í fyrra eftir að hafa farið í veikindaleyfi í mars fyrir tæpu ári, kveðst einfaldlega hæstánægður í þessu hlutverki og ekki í leit að þjálfarastarfi: „Ég get talað um körfubolta, myndað mér skoðanir, án þess að þurfa að taka neina ábyrgð eða taka neinar ákvarðanir. Það er rosalega gott líf fyrir mig að lifa akkúrat núna. Komum því frá og vonandi róast þetta þá aðeins í kringum mig, og við getum haldið áfram því sem við erum að gera hérna,“ sagði Pavel. Í þættinum ræða Pavel og Helgi um ýmislegt annað, þar á meðal nýjustu leikmennina í Bónus-deildinni og toppslag Stjörnunnar og Tindastóls, en hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan. Þættina má einnig finna á tal.is eða á öðrum hlaðvarpsveitum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Keflvíkingar eru í leit að nýjum þjálfara eftir að Pétur Ingvarsson hætti á mánudaginn, og ljóst að þeir renndu hýru auga til Pavels sem á sínum tíma tók við Tindastóli eftir áramót og gerði liðið að Íslandsmeistara nokkrum mánuðum síðar. Ekki náðist í Pavel í gær en hann hefur nú tekið af allan vafa um málið, í nýjasta hlaðvarpsþætti af GAZinu: „Ég verð bara að segja: Ég er ekki að fara að taka við Keflavík. Það birtust fréttir [í gær] og búið að vera mikið kurr í gangi. Ég er ekki að fara að taka við Keflavík og ég er ekki að fara að snúa aftur í körfubolta á næstunni. Það er málið í þessu. Þetta kemur Keflavík ekkert við. Ég er góður þar sem ég er, í þessu sem við erum að gera,“ segir Pavel í spjalli við Helga Má Magnússon en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Helgi benti á að Pavel væri einfaldlega upptekinn við annað. Að byggja upp „fjölmiðlasamsteypuna“ GAZið en þeir félagar hafa í vetur verið með hlaðvarpsþátt, upphitunarþátt í sjónvarpi fyrir valinn leik í hverri umferð Bónus-deildarinnar, og svo „gasað“ um þann tiltekna leik í beinni útsendingu. Pavel, sem hætti hjá Tindastóli í fyrra eftir að hafa farið í veikindaleyfi í mars fyrir tæpu ári, kveðst einfaldlega hæstánægður í þessu hlutverki og ekki í leit að þjálfarastarfi: „Ég get talað um körfubolta, myndað mér skoðanir, án þess að þurfa að taka neina ábyrgð eða taka neinar ákvarðanir. Það er rosalega gott líf fyrir mig að lifa akkúrat núna. Komum því frá og vonandi róast þetta þá aðeins í kringum mig, og við getum haldið áfram því sem við erum að gera hérna,“ sagði Pavel. Í þættinum ræða Pavel og Helgi um ýmislegt annað, þar á meðal nýjustu leikmennina í Bónus-deildinni og toppslag Stjörnunnar og Tindastóls, en hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan. Þættina má einnig finna á tal.is eða á öðrum hlaðvarpsveitum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira