Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. febrúar 2025 22:32 Durant gæti fært sig um set. Gregory Shamus/Getty Images Golden State Warriors íhuga nú að sækja Kevin Durant á ný áður en félagaskiptagluggi NBA-deildarinnar í körfubolta lokar þann 6. febrúar. Durant lék með Warriors frá 2016-19 og varð meistari tvívegis. Það er sama hvað gerist til loka gluggans í NBA þá mun ekkert komast nálægt skiptunum sem Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks gerðu um liðna helgi. Svo stór voru þau skipti að það hefur vart verið fjallað um að De‘Aaron Fox hafi fært sig til San Antonio Spurs og Zach Levine hafi farið til Sacramento Kings. Nú greinir The Athletic frá því að Jimmy Butler sé æstur í að ganga í raðir Phoenix Suns. Ljóst er að Butler mun ekki spila meira fyrir Miami Heat og því verður að teljast líklegt að honum verði skipt fyrir gluggalok þann 6. febrúar. Suns er sagt vilja fá Butler en þar sem liðið getur ekki skipt Bradley Beal vegna klásúlu í samningi – og vill ekki skipta Devin Booker – þá gæti farið svo að hinn 36 ára gamli Durant verði sendur í burtu. Warriors er sagt hafa mikinn áhuga að fá enn einn ellismellinn til liðs við sig. Stærstu nöfn liðsins eru hinn næstum 37 ára gamli Stephan Curry og Draymond Green, 34 ára. Ekki er þó talið víst að Durant sé tilbúinn að ganga aftur í raðir Warriors. Svo gengur sú fiskisaga að takist Warriors ekki að sækja Durant þá gæti liðið reynt við LeBron James en það verður að teljast einstaklega ólíklegt. Eftir skipti helgarinnar þá skal þó aldrei segja aldrei þegar kemur að vistaskiptum NBA-deildarinnar. Körfubolti NBA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Það er sama hvað gerist til loka gluggans í NBA þá mun ekkert komast nálægt skiptunum sem Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks gerðu um liðna helgi. Svo stór voru þau skipti að það hefur vart verið fjallað um að De‘Aaron Fox hafi fært sig til San Antonio Spurs og Zach Levine hafi farið til Sacramento Kings. Nú greinir The Athletic frá því að Jimmy Butler sé æstur í að ganga í raðir Phoenix Suns. Ljóst er að Butler mun ekki spila meira fyrir Miami Heat og því verður að teljast líklegt að honum verði skipt fyrir gluggalok þann 6. febrúar. Suns er sagt vilja fá Butler en þar sem liðið getur ekki skipt Bradley Beal vegna klásúlu í samningi – og vill ekki skipta Devin Booker – þá gæti farið svo að hinn 36 ára gamli Durant verði sendur í burtu. Warriors er sagt hafa mikinn áhuga að fá enn einn ellismellinn til liðs við sig. Stærstu nöfn liðsins eru hinn næstum 37 ára gamli Stephan Curry og Draymond Green, 34 ára. Ekki er þó talið víst að Durant sé tilbúinn að ganga aftur í raðir Warriors. Svo gengur sú fiskisaga að takist Warriors ekki að sækja Durant þá gæti liðið reynt við LeBron James en það verður að teljast einstaklega ólíklegt. Eftir skipti helgarinnar þá skal þó aldrei segja aldrei þegar kemur að vistaskiptum NBA-deildarinnar.
Körfubolti NBA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum