Skiptin komu sem þruma úr heiðskíru lofti á sunnudaginn var og óhætt að segja að NBA-heimurinn hafi nötrað. Sá titringur skilaði sér í stúdíóið hjá helstu NBA-sérfræðingum landsins sem fóru yfir skiptin frá A til Ö í nýjasta þætti Lögmáls leiksins í gærkvöld.
Þeir félagar fóru í kjölinn á öllu því sem skiptunum við kemur og hnakkrifust á köflum. Rúmlega hálftíma langa umræðu um skiptin má sjá í spilaranum og mega NBA áhugamenn ekki láta hana framhjá sér fara.