Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. febrúar 2025 23:52 Stefán Ólafsson skáld í Vallanesi er sá fyrsti til að nefna Karphúsið á nafn þó í aðeins annarri merkingu en tíðkast í dag. Vísir/Samsett „Engum manni dettur í hug ótilneyddum að láta taka sig í karphúsið. Enda koma margir misjafnlega vel leiknir úr heimsókn í það ágæta hús.“ Þessi orð blaðamanns Þjóðviljans frá árinu 1980 eru jafnsönn í dag og þau voru þá en Karphúsið hefur verið foreldrum þjóðarinnar hugleikið undanfarnar vikur og mánuði. Meira ber á þessu ágæta húsi en vanalegt er vegna þess rembihnúts sem bundist hefur í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga en verkfall hófst í dag í fjölda leik- og grunnskóla. Því hafa vafalaust margir velt því fyrir sér hvað karphús er, hvað er gert þar, og hvers vegna karpið fer fram í þartilgerðu húsi. Flestir kannast eflaust við það að taka einhvern í karphúsið, að hirta einhvern eða ávíta allharkalega. Það eru þó ef til vill færri með það á hreinu hvað karphús nákvæmlega er og hvers konar starfsemi fer það fram. Orðaverksmiðja gárunganna sló í gegn Karphúsið, sem kallað er, nefnist sá hluti veglegrar byggingar við Borgartún 21 sem hýsir skrifstofu ríkissáttasemjara en hlutverk hans er að sætta ósátta aðila á vinnumarkaði. Nafn hússins þykir þeim sem velta því fyrir sér einstaklega vel til fundið enda auðvelt að sjá fyrir sér að þar séu menn teknir í karphúsið og augljóslega er þar mikið karpað. Karphúsið skírt í Morgunblaðinu í september 1980.Tímarit.is Sú aðstaða hefur gengið undir nafninu Karphúsið frá því að ríkissáttasemjari fékk aðstöðu þar árið 2000. Fyrir aldamót var hann til húsa í byggingunni skáhallt á móti, í Borgartúni 22, alveg frá því að embættið var stofnað og Guðlaugur Þorvaldsson skipaður í embættið. Fyrir þann tíma eða frá árinu 1926 var þó starfandi svokallaður sáttasemjari ríkisins. Ef marka má leit á Tímarit.is hlaut fundarrými ríkissáttasemjara þessa nafngift í kjaraviðræðum 1980. Leiða má líkur að því að upphafsmenn nafnsins hafi verið að leika sér að bókstaflegri merkingu orðsins en eins og fram kemur í Morgunblaðinu og má glöggt sjá á fréttaflutningi undanfarinna daga er óvíða karpað og deilt meira en akkúrat þar. Þessi nafngift hafði þá verið í algleymingi hjá gárungum þess tíma sem sjá má af þeirri sprengingu sem varð í notkun orðsins í fjölmiðlum þetta haust. „Vonandi er bara að Guðlaugur [Þorvaldsson ríkissáttasemjari] fari að taka menn í karphúsið, svo eitthvað fari að ganga!“ segir í skopdálki Morgunblaðsins 13. september 1980 sem virðist vera í fyrsta sinn sem byggingin er kölluð þessu nafni í rituðu máli sem varðveist hefur. Húfutos og kjaradeilur sautjándu aldar Orðið karphús á sér eldri myndina karpús sem er gömul í málinu. Það kemur fyrst fram í skrifuðu máli að því er við vitum í kvæði Stefáns Ólafssonar í Vallanesi sem ort er á sautjándu öld. „Þér eigið karpús alt forgylt“ yrkir hann en hvað á hann eiginlega við með þessu? Hér lætur Gylfi ginna sig með það sem kalla mætti karphús á höfði.Árnastofnun Stefán Ólafsson í Vallanesi er þarna ekki að yrkja beitt háð inn í harðvítugar kjaradeilur ofanverðrar sautjándu aldar heldur merkir karpús eins konar húfa, og forgylt slík þá væntanlega gullin húfa. Orðið á sér danska samsvörun í orðinu kabuds og eru þau hvorttveggja tökuorð úr hollensku, kapoets. Það orð má svo rekja til hins ítalska cappuccio og þaðan lengra til miðaldalatínu í orðinu capucium sem merkir hetta. Orðin eru öll skyld latneskja orðinu caput af hverju er sprottin lítil orðafjölskylda í íslensku sem samanstendur af orðunum kafli, kápa, kapella og fleirum. Orðtakið að taka einhvern í karphúsið hefur því upphaflega þýtt að rífa í hettuna á einhverjum þó að bókstaflega merking orðanna sé löngu gleymd. Það að við segjum í dag karphús en ekki karpús er vegna svokallaðrar alþýðuskýringar. Það er þegar orð sem fylgir ekki venjulegum reglum íslenskrar orðmyndunar er endurtúlkað á þann hátt að það verði gagnsærra, að hægt verði að lesa úr hlutum þess einhverja merkingu. Seinna atkvæði orðsins varð þá að -hús í stað -ús til að það passaði betur inn í íslenskt málkerfi. Þó það sé mjög viðeigandi að karpað sé í Karphúsinu er það einskær tilviljun að orðin séu svo lík hvort öðru. Orðin eru nefnilega ekkert skyld. Sögnin að karpa er gamalt íslenskt erfiorð sem hefur fylgt þjóðinni óslitið frá landnámi og löngu fyrir það. Samkvæmt íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar er hægt að tengja það við skyld orð á borð við kurr og kæra en til þess þarf maður að fara talsvert lengra aftur í tímann en til landnáms, lengra en blaðamaður og lesandi kæra sig um. Íslensk tunga Íslensk fræði Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Meira ber á þessu ágæta húsi en vanalegt er vegna þess rembihnúts sem bundist hefur í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga en verkfall hófst í dag í fjölda leik- og grunnskóla. Því hafa vafalaust margir velt því fyrir sér hvað karphús er, hvað er gert þar, og hvers vegna karpið fer fram í þartilgerðu húsi. Flestir kannast eflaust við það að taka einhvern í karphúsið, að hirta einhvern eða ávíta allharkalega. Það eru þó ef til vill færri með það á hreinu hvað karphús nákvæmlega er og hvers konar starfsemi fer það fram. Orðaverksmiðja gárunganna sló í gegn Karphúsið, sem kallað er, nefnist sá hluti veglegrar byggingar við Borgartún 21 sem hýsir skrifstofu ríkissáttasemjara en hlutverk hans er að sætta ósátta aðila á vinnumarkaði. Nafn hússins þykir þeim sem velta því fyrir sér einstaklega vel til fundið enda auðvelt að sjá fyrir sér að þar séu menn teknir í karphúsið og augljóslega er þar mikið karpað. Karphúsið skírt í Morgunblaðinu í september 1980.Tímarit.is Sú aðstaða hefur gengið undir nafninu Karphúsið frá því að ríkissáttasemjari fékk aðstöðu þar árið 2000. Fyrir aldamót var hann til húsa í byggingunni skáhallt á móti, í Borgartúni 22, alveg frá því að embættið var stofnað og Guðlaugur Þorvaldsson skipaður í embættið. Fyrir þann tíma eða frá árinu 1926 var þó starfandi svokallaður sáttasemjari ríkisins. Ef marka má leit á Tímarit.is hlaut fundarrými ríkissáttasemjara þessa nafngift í kjaraviðræðum 1980. Leiða má líkur að því að upphafsmenn nafnsins hafi verið að leika sér að bókstaflegri merkingu orðsins en eins og fram kemur í Morgunblaðinu og má glöggt sjá á fréttaflutningi undanfarinna daga er óvíða karpað og deilt meira en akkúrat þar. Þessi nafngift hafði þá verið í algleymingi hjá gárungum þess tíma sem sjá má af þeirri sprengingu sem varð í notkun orðsins í fjölmiðlum þetta haust. „Vonandi er bara að Guðlaugur [Þorvaldsson ríkissáttasemjari] fari að taka menn í karphúsið, svo eitthvað fari að ganga!“ segir í skopdálki Morgunblaðsins 13. september 1980 sem virðist vera í fyrsta sinn sem byggingin er kölluð þessu nafni í rituðu máli sem varðveist hefur. Húfutos og kjaradeilur sautjándu aldar Orðið karphús á sér eldri myndina karpús sem er gömul í málinu. Það kemur fyrst fram í skrifuðu máli að því er við vitum í kvæði Stefáns Ólafssonar í Vallanesi sem ort er á sautjándu öld. „Þér eigið karpús alt forgylt“ yrkir hann en hvað á hann eiginlega við með þessu? Hér lætur Gylfi ginna sig með það sem kalla mætti karphús á höfði.Árnastofnun Stefán Ólafsson í Vallanesi er þarna ekki að yrkja beitt háð inn í harðvítugar kjaradeilur ofanverðrar sautjándu aldar heldur merkir karpús eins konar húfa, og forgylt slík þá væntanlega gullin húfa. Orðið á sér danska samsvörun í orðinu kabuds og eru þau hvorttveggja tökuorð úr hollensku, kapoets. Það orð má svo rekja til hins ítalska cappuccio og þaðan lengra til miðaldalatínu í orðinu capucium sem merkir hetta. Orðin eru öll skyld latneskja orðinu caput af hverju er sprottin lítil orðafjölskylda í íslensku sem samanstendur af orðunum kafli, kápa, kapella og fleirum. Orðtakið að taka einhvern í karphúsið hefur því upphaflega þýtt að rífa í hettuna á einhverjum þó að bókstaflega merking orðanna sé löngu gleymd. Það að við segjum í dag karphús en ekki karpús er vegna svokallaðrar alþýðuskýringar. Það er þegar orð sem fylgir ekki venjulegum reglum íslenskrar orðmyndunar er endurtúlkað á þann hátt að það verði gagnsærra, að hægt verði að lesa úr hlutum þess einhverja merkingu. Seinna atkvæði orðsins varð þá að -hús í stað -ús til að það passaði betur inn í íslenskt málkerfi. Þó það sé mjög viðeigandi að karpað sé í Karphúsinu er það einskær tilviljun að orðin séu svo lík hvort öðru. Orðin eru nefnilega ekkert skyld. Sögnin að karpa er gamalt íslenskt erfiorð sem hefur fylgt þjóðinni óslitið frá landnámi og löngu fyrir það. Samkvæmt íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar er hægt að tengja það við skyld orð á borð við kurr og kæra en til þess þarf maður að fara talsvert lengra aftur í tímann en til landnáms, lengra en blaðamaður og lesandi kæra sig um.
Íslensk tunga Íslensk fræði Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira