Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2025 13:04 Leikmenn körfuboltaliðs Aþenu hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi af hálfu þjálfara síns Brynjars Karls. Og það sem meira er; slíkt tal er til þess fallið að gera lítið úr raunverulegu ofbeldi. aðsend Leikmenn körfuboltaliðs Aþenu í efstu deild kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi af hálfu þjálfara síns Brynjars Karls Sigurðssonar. Yfirlýsingin er afdráttarlaus. Ekki aðeins hafna þær því að vera í ofbeldissambandi, líkt og Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar heldur fram, heldur segja þær í yfirlýsingunni að ummæli af því tagi geri lítið úr raunverulegu ofbeldi. Bjarney vísaði meðal annars til þess að hann kallaði leikmenn sína aumingja og að hann skipti stundum í lið á æfingum þar sem ljótar stelpur væru í öðru liðinu en sætar í hinu. „Ég get rétt ímyndað mér að vera 18-19 ára stelpa og vera sett í ljóta liðið,“ sagði Bjarney. Hún sagðist ekki skilja að leikmenn vildu spila fyrir hann. „En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Hún gæti ekki þagað lengur. „Ef sambærilegt atvik myndi gerast i Kringlunni eða annars staðar á förnum vegi þá yrði hringt á lögregluna og viðkomandi að öllum líkindum kærður.“ Brynjar Karl hefur á Facebook óskað eftir samtali við Bjarneyju Láru vegna málsins en Bjarney hefur ekki svarað því. Yfirlýsingin, en hana má sjá í heild sinni hér neðar, er til þess að gera stutt og undir hana skrifa allir leikmenn Aþenu. Yfirlýsing frá leikmönnum Aþenu „Að gefnu tilefni, Við, leikmenn meistaraflokks Aþenu höfum ákveðið að tjá okkur um umræðu síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að við séum beittar ofbeldi og orð eins og „ofbeldissamband“ notað til að lýsa okkar aðstæðum. Við viljum taka það skýrt fram að við erum ekki beittar ofbeldi. Okkur þykir slíkar yfirlýsingar vanvirðing við okkur sem fullorðna einstaklinga sem af fúsum og frjálsum vilja göngum í Aþenu og spilum fyrir okkar lið. Við erum fullfærar um að tjá tilfinningar okkar, mynda okkar eigin skoðanir, draga ályktanir og erum á allan hátt dómbærar á það sem gerist í kringum okkur. Að nota orðið ofbeldi í þessu samhengi er bæði villandi og skaðlegt. Það gerir einnig lítið úr alvarlegu eðli raunverulegs ofbeldis. Engin sem hafa haldið þessari umræðu á lofti hafa komið að máli við okkur leikmennina. Það er óásættanlegt að einstaklingar sem hafa tjáð sig um málið opinberlega, t.d. Bjarney Láru Bjarnadóttir sem upphóf ofbeldisásakanirnar, hafi ekki haft beint samband við okkur heldur myndi skoðanir á okkur og geri okkur upp tilfinningar út frá myndbrotum úr viðtölum eða fyrirsögnum í fjölmiðlum. Ásakanir sem þessar eru ekki bara vanvirðing gagnvart okkur leikmönnum meistaraflokks heldur hefur einnig áhrif á iðkendur í yngri flokkum félagsins. Leikmenn meistaraflokks þjálfa yngri flokka og hefur iðkendahópurinn stækkað gríðarlega og inniheldur stelpur sem hafa jafnvel ekki fengið tækifæri til íþróttaiðkunar áður. Við skorum á öll sem hafa áhuga að hafa samband við okkur leikmennina svo við getum rætt málin. Þið eruð velkomin á æfingu hvenær sem er. Yfirlýsing þessi er á engan hátt yfirlýsing félagsins, leikmenn fengu leyfi til að birta hana á Facebook síðu Aþenu. Anna MargrétLucic JónsdóttirÁsa Lind WolframBarbara ZieniewskaDarina Andriivna KhomenskaDzana CrnacElektra Mjöll KubrzenieckaGréta Björg MelstedGwen PetersHanna ÞráinsdóttirJada C SmithLynn PetersTanja Ósk BrynjarsdóttirTeresa S Da SilvaV.K. Morrow“ Körfubolti Ofbeldi gegn börnum Aþena Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir „Breiðholt mesta fátæktargildra landsins“ Brynjar Karl Sigurðsson er einn eftirtektarverðasti þjálfari landsins. Og um leið sá umdeildasti. Brynjar Karl þjálfar kvennalið í körfubolta – Aþenu – sem nú berst um sæti í úrvalsdeild. 25. apríl 2024 07:00 „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. 17. desember 2024 22:17 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Yfirlýsingin er afdráttarlaus. Ekki aðeins hafna þær því að vera í ofbeldissambandi, líkt og Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar heldur fram, heldur segja þær í yfirlýsingunni að ummæli af því tagi geri lítið úr raunverulegu ofbeldi. Bjarney vísaði meðal annars til þess að hann kallaði leikmenn sína aumingja og að hann skipti stundum í lið á æfingum þar sem ljótar stelpur væru í öðru liðinu en sætar í hinu. „Ég get rétt ímyndað mér að vera 18-19 ára stelpa og vera sett í ljóta liðið,“ sagði Bjarney. Hún sagðist ekki skilja að leikmenn vildu spila fyrir hann. „En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Hún gæti ekki þagað lengur. „Ef sambærilegt atvik myndi gerast i Kringlunni eða annars staðar á förnum vegi þá yrði hringt á lögregluna og viðkomandi að öllum líkindum kærður.“ Brynjar Karl hefur á Facebook óskað eftir samtali við Bjarneyju Láru vegna málsins en Bjarney hefur ekki svarað því. Yfirlýsingin, en hana má sjá í heild sinni hér neðar, er til þess að gera stutt og undir hana skrifa allir leikmenn Aþenu. Yfirlýsing frá leikmönnum Aþenu „Að gefnu tilefni, Við, leikmenn meistaraflokks Aþenu höfum ákveðið að tjá okkur um umræðu síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að við séum beittar ofbeldi og orð eins og „ofbeldissamband“ notað til að lýsa okkar aðstæðum. Við viljum taka það skýrt fram að við erum ekki beittar ofbeldi. Okkur þykir slíkar yfirlýsingar vanvirðing við okkur sem fullorðna einstaklinga sem af fúsum og frjálsum vilja göngum í Aþenu og spilum fyrir okkar lið. Við erum fullfærar um að tjá tilfinningar okkar, mynda okkar eigin skoðanir, draga ályktanir og erum á allan hátt dómbærar á það sem gerist í kringum okkur. Að nota orðið ofbeldi í þessu samhengi er bæði villandi og skaðlegt. Það gerir einnig lítið úr alvarlegu eðli raunverulegs ofbeldis. Engin sem hafa haldið þessari umræðu á lofti hafa komið að máli við okkur leikmennina. Það er óásættanlegt að einstaklingar sem hafa tjáð sig um málið opinberlega, t.d. Bjarney Láru Bjarnadóttir sem upphóf ofbeldisásakanirnar, hafi ekki haft beint samband við okkur heldur myndi skoðanir á okkur og geri okkur upp tilfinningar út frá myndbrotum úr viðtölum eða fyrirsögnum í fjölmiðlum. Ásakanir sem þessar eru ekki bara vanvirðing gagnvart okkur leikmönnum meistaraflokks heldur hefur einnig áhrif á iðkendur í yngri flokkum félagsins. Leikmenn meistaraflokks þjálfa yngri flokka og hefur iðkendahópurinn stækkað gríðarlega og inniheldur stelpur sem hafa jafnvel ekki fengið tækifæri til íþróttaiðkunar áður. Við skorum á öll sem hafa áhuga að hafa samband við okkur leikmennina svo við getum rætt málin. Þið eruð velkomin á æfingu hvenær sem er. Yfirlýsing þessi er á engan hátt yfirlýsing félagsins, leikmenn fengu leyfi til að birta hana á Facebook síðu Aþenu. Anna MargrétLucic JónsdóttirÁsa Lind WolframBarbara ZieniewskaDarina Andriivna KhomenskaDzana CrnacElektra Mjöll KubrzenieckaGréta Björg MelstedGwen PetersHanna ÞráinsdóttirJada C SmithLynn PetersTanja Ósk BrynjarsdóttirTeresa S Da SilvaV.K. Morrow“
Körfubolti Ofbeldi gegn börnum Aþena Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir „Breiðholt mesta fátæktargildra landsins“ Brynjar Karl Sigurðsson er einn eftirtektarverðasti þjálfari landsins. Og um leið sá umdeildasti. Brynjar Karl þjálfar kvennalið í körfubolta – Aþenu – sem nú berst um sæti í úrvalsdeild. 25. apríl 2024 07:00 „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. 17. desember 2024 22:17 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
„Breiðholt mesta fátæktargildra landsins“ Brynjar Karl Sigurðsson er einn eftirtektarverðasti þjálfari landsins. Og um leið sá umdeildasti. Brynjar Karl þjálfar kvennalið í körfubolta – Aþenu – sem nú berst um sæti í úrvalsdeild. 25. apríl 2024 07:00
„Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. 17. desember 2024 22:17
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn