Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 21:02 Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hafa gert margvíslegar athugasemdir við breytingar á réttindagæslu fatlaðs fólks og framkvæmd þeirra en breytingarnar tóku gildi um áramótin. Vísir Félagsmálaráðuneytið hefur trassað í marga mánuði að svara Umboðsmanni Alþingis um breytt fyrirkomulag réttindagæslu fatlaðs fólks og hefur nú kallað eftir svörum á nýjan leik. Heildarsamtök fatlaðs fólks hafa gert alvarlegar athugasemdir við breytingarnar en lögmaður segir ljóst að stjórnvöld forgangsraði ekki þessum viðkvæma hópi fólks. Um áramótin var réttindagæsla fatlaðs fólks lögð niður og starfsfólk einkafyrirtækis ráðið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar þar til ný Mannréttindastofnun tekur til starfa í vor. „Að sjálfsögðu verður rof á þjónustunni. Það segir sig sjálft þegar þú ert að skipta um hest í miðri á. Það sem við hins vegar bentum á fyrir jól og ég hygg að sé að ganga núna eftir er það að það mun taka tíma að ná yfirsýn yfir þá stöðu vegna þess að það sem hefur verið að gerast núna er að fólk er ekki að fá þá þjónustu sem það var að fá og þessi mál geta tekið langan tíma að koma upp á yfirborðið og það getur tekið langan tíma að leysa úr þeim,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður. Flóki fer með málið fyrir hönd heildarsamtaka fatlaðs fólks, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins, en samtökin hafa gert margvíslegar athugasemdir við breytingarnarnar. „Það var auðvitað ákvörðun Alþingis að fresta gildistöku laga um nýja Mannréttindastofnun án þess samhliða að fresta gildistöku niðurlagningar réttindagæslu fatlaðs fólks. Þetta er ákvörðun sem er tekin á Alþingi í desember, án mikillar umræðu, og hún bjó náttúrlega til þetta gat,“ segir Flóki. „Það var án samráðs og í raun og veru í talsverðri andstöðu við tillögur og sjónarmið hagsmunasamtaka fatlaðs fólks sem að töldu að þessar breytingar væru varhugaverðar.“ Umboðsmaður bíður svara Í janúar sendi Umboðsmaður Alþingis fyrirspurn til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins. Í bréfi umboðsmanns kemur fram að enn hafi ráðuneytið ekki svarað erindi embættisins frá því í maí, þrátt fyrir ítrekanir. Nú kallar umboðsmaður eftir svörum ráðuneytisins á nýjan leik. „Ráðuneytið hefur ekki brugðist við mjög alvarlegum athugasemdum sem hafa verið gerðar við það að þessu fyrirkomulagi hafi verið breytt með þessum litla fyrirvara og í raun og veru án þess að það væri nein grein gerð fyrir því hvernig það átti að ganga.“ Það komi ekki á óvart að umboðsmaður Alþingis hafi tekið málið til skoðunar. „Við fögnum því auðvitað að umboðsmaður ætli að taka málið til skoðunar,“ segir Flóki. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu er svar við erindi umboðsmanns í vinnslu en frestur til svara rennur út eftir viku. „Þetta er auðvitað dæmi um það að þarna er ekki verið að forgangsraða hóp sem er mjög viðkvæmur og á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér,“ segir Flóki. Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Um áramótin var réttindagæsla fatlaðs fólks lögð niður og starfsfólk einkafyrirtækis ráðið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar þar til ný Mannréttindastofnun tekur til starfa í vor. „Að sjálfsögðu verður rof á þjónustunni. Það segir sig sjálft þegar þú ert að skipta um hest í miðri á. Það sem við hins vegar bentum á fyrir jól og ég hygg að sé að ganga núna eftir er það að það mun taka tíma að ná yfirsýn yfir þá stöðu vegna þess að það sem hefur verið að gerast núna er að fólk er ekki að fá þá þjónustu sem það var að fá og þessi mál geta tekið langan tíma að koma upp á yfirborðið og það getur tekið langan tíma að leysa úr þeim,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður. Flóki fer með málið fyrir hönd heildarsamtaka fatlaðs fólks, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins, en samtökin hafa gert margvíslegar athugasemdir við breytingarnarnar. „Það var auðvitað ákvörðun Alþingis að fresta gildistöku laga um nýja Mannréttindastofnun án þess samhliða að fresta gildistöku niðurlagningar réttindagæslu fatlaðs fólks. Þetta er ákvörðun sem er tekin á Alþingi í desember, án mikillar umræðu, og hún bjó náttúrlega til þetta gat,“ segir Flóki. „Það var án samráðs og í raun og veru í talsverðri andstöðu við tillögur og sjónarmið hagsmunasamtaka fatlaðs fólks sem að töldu að þessar breytingar væru varhugaverðar.“ Umboðsmaður bíður svara Í janúar sendi Umboðsmaður Alþingis fyrirspurn til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins. Í bréfi umboðsmanns kemur fram að enn hafi ráðuneytið ekki svarað erindi embættisins frá því í maí, þrátt fyrir ítrekanir. Nú kallar umboðsmaður eftir svörum ráðuneytisins á nýjan leik. „Ráðuneytið hefur ekki brugðist við mjög alvarlegum athugasemdum sem hafa verið gerðar við það að þessu fyrirkomulagi hafi verið breytt með þessum litla fyrirvara og í raun og veru án þess að það væri nein grein gerð fyrir því hvernig það átti að ganga.“ Það komi ekki á óvart að umboðsmaður Alþingis hafi tekið málið til skoðunar. „Við fögnum því auðvitað að umboðsmaður ætli að taka málið til skoðunar,“ segir Flóki. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu er svar við erindi umboðsmanns í vinnslu en frestur til svara rennur út eftir viku. „Þetta er auðvitað dæmi um það að þarna er ekki verið að forgangsraða hóp sem er mjög viðkvæmur og á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér,“ segir Flóki.
Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira