Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 23:07 Sigurjón Þórðarson hefur undanfarin ár gert bátinn Sigurlaugu SK 138 út á strandveiðar. Hann verður formaður atvinnuveganefndar alþingis á komandi þingi þar sem til stendur að breyta lögum um strandveiðar. Vísir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ljóst að siðareglur fyrir alþingismenn hindri aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti. Sigurjón Þórðarson á með eiginkonu sinni fyrirtækið Sleppa ehf. sem rekur handfærabátinn Sigurlaugu SK 138, sem Sigurjón hefur gert út til strandveiða undanfarin ár. Síðastliðið sumar fór báturinn í 19 róðra frá 7. maí til 16. júlí, og landaði um 17 tonnum af afla. Reiknuð aflaverðmæti sumarsins miðað við verð á fiskmörkuðum í dag eru um tíu milljónir. Formaður nefndar sem fer með sjávarútvegsmál Í vikunni var jafnframt greint frá því að Sigurjón verði formaður atvinnuveganefndar alþingis, þar sem til stendur að vinna að lagabreytingu sem ætlað er að stórefla strandveiðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að tryggja 48 daga strandveiðitímabil á hverju sumri, þrátt fyrir að 10 þúsund tonna strandveiðikvótinn klárist áður en því lýkur. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið að hún hefði ekki verið upplýst um að Sigurjón hefði hagsmuna að gæta þegar kæmi að þeirri ákvörðun að stórefla strandveiðar. „Komi það í ljós að hann hafi slíkra persónulegra hagsmuna að gæta þá mun hann ekki sjá um að vinna þetta mál í þinginu, hann verður ekki framsögumaður,“ sagði hún. Í hagsmunaskrá þingmanna frá 2023 var ekki greint frá strandveiðum Sigurjóns, þegar spurt var um starfsemi sem væri rekin samhliða starfi alþingismanns og væri tekjumyndandi fyrir hann, eða félag sem hann ætti sjálfur eða væri meðeigandi í. Vanhæfur vegna hagsmunatengsla og fyrri tjáningar Haukur Arnþórsson segir í færslu á Facebook að ljóst sé að Sigurjón hafi ekki hæfi til að fjalla um málið hjá framkvæmdarvaldinu eða dómsvaldinu, vegna hagsmunatengsla og fyrri tjáningar. „Hann er nánast baráttumaður fyrir strandveiðar og ýmislegt fleira sem varðar atvinnugreinina.“ Haukur bendir á eftirfarandi ákvæði siðareglnanna máli sínu til stuðnings: 5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: f. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra. g. greina frá öllum hagsmunum sem máli skipta og varða opinbert starf þeirra og leggja sig fram um að leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi. h. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. 9. gr. Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar. 10. gr. Þingmenn skulu, þar sem við á, vekja athygli á persónulegum hagsmunum sínum sem máli skipta við meðferð þingmála. 12. gr. Þingmenn skulu ekki nota aðstöðu sína sem alþingismenn til þess að vinna að eigin hagsmunum eða hagsmunum annars aðila þannig að ekki samrýmist siðareglum þessum. Engar útfærslur kynntar Ekkert liggur fyrir um það hvernig stendur til að breyta lögum um strandveiðar annað en það sem segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að tryggðir verði 48 dagar á hverju strandveiðitímabili. Engar útfærslur hafa verið kynntar í þeim efnum. Inga Sæland sagði í viðtali skömmu eftir að ríkisstjórnin var mynduð að breytingarnar fælu í sér margt annað en að auka kvóta. Í nokkuð snörpum orðaskiptum við þáttastjórnanda á Bylgjunni sagði hún að útfærslan væri frekar í einhvers konar tilfærslu á veiðiheimildum. Stjórnsýsla Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Sigurjón Þórðarson á með eiginkonu sinni fyrirtækið Sleppa ehf. sem rekur handfærabátinn Sigurlaugu SK 138, sem Sigurjón hefur gert út til strandveiða undanfarin ár. Síðastliðið sumar fór báturinn í 19 róðra frá 7. maí til 16. júlí, og landaði um 17 tonnum af afla. Reiknuð aflaverðmæti sumarsins miðað við verð á fiskmörkuðum í dag eru um tíu milljónir. Formaður nefndar sem fer með sjávarútvegsmál Í vikunni var jafnframt greint frá því að Sigurjón verði formaður atvinnuveganefndar alþingis, þar sem til stendur að vinna að lagabreytingu sem ætlað er að stórefla strandveiðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að tryggja 48 daga strandveiðitímabil á hverju sumri, þrátt fyrir að 10 þúsund tonna strandveiðikvótinn klárist áður en því lýkur. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið að hún hefði ekki verið upplýst um að Sigurjón hefði hagsmuna að gæta þegar kæmi að þeirri ákvörðun að stórefla strandveiðar. „Komi það í ljós að hann hafi slíkra persónulegra hagsmuna að gæta þá mun hann ekki sjá um að vinna þetta mál í þinginu, hann verður ekki framsögumaður,“ sagði hún. Í hagsmunaskrá þingmanna frá 2023 var ekki greint frá strandveiðum Sigurjóns, þegar spurt var um starfsemi sem væri rekin samhliða starfi alþingismanns og væri tekjumyndandi fyrir hann, eða félag sem hann ætti sjálfur eða væri meðeigandi í. Vanhæfur vegna hagsmunatengsla og fyrri tjáningar Haukur Arnþórsson segir í færslu á Facebook að ljóst sé að Sigurjón hafi ekki hæfi til að fjalla um málið hjá framkvæmdarvaldinu eða dómsvaldinu, vegna hagsmunatengsla og fyrri tjáningar. „Hann er nánast baráttumaður fyrir strandveiðar og ýmislegt fleira sem varðar atvinnugreinina.“ Haukur bendir á eftirfarandi ákvæði siðareglnanna máli sínu til stuðnings: 5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: f. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra. g. greina frá öllum hagsmunum sem máli skipta og varða opinbert starf þeirra og leggja sig fram um að leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi. h. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. 9. gr. Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar. 10. gr. Þingmenn skulu, þar sem við á, vekja athygli á persónulegum hagsmunum sínum sem máli skipta við meðferð þingmála. 12. gr. Þingmenn skulu ekki nota aðstöðu sína sem alþingismenn til þess að vinna að eigin hagsmunum eða hagsmunum annars aðila þannig að ekki samrýmist siðareglum þessum. Engar útfærslur kynntar Ekkert liggur fyrir um það hvernig stendur til að breyta lögum um strandveiðar annað en það sem segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að tryggðir verði 48 dagar á hverju strandveiðitímabili. Engar útfærslur hafa verið kynntar í þeim efnum. Inga Sæland sagði í viðtali skömmu eftir að ríkisstjórnin var mynduð að breytingarnar fælu í sér margt annað en að auka kvóta. Í nokkuð snörpum orðaskiptum við þáttastjórnanda á Bylgjunni sagði hún að útfærslan væri frekar í einhvers konar tilfærslu á veiðiheimildum.
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira