Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2025 18:30 Það sem hefur komið mér helst á óvart í kjarabaráttu kennara og fréttaflutninga af henni er tilhneigingin til þess að tala niður vinnuframlag kennara. Og svo auðvitað benda á hluti sem standast ekki nánari skoðun. Einkennilegasta fullyrðingin var að kennarar hafi ekki áhuga á að auka við sig til að fá hærri laun. Það er nú þegar hægt. Það kallast að taka forföll, eða ef heppnin er með þér, að fá fasta yfirvinnu í töflu. Bæði eru hlutir sem fela í sér að kenna meira. En þessu er ekki hlaupið að því að hækka sig í launum. Mikil sparnaðarkrafan er svo mikil að skólastjórnendum er settur þröngur kostur. Það er allt fellt niður sem mögulega má fella niður. Því annars þarf að borga yfirvinnu og það er dýrt. Að fá fasta tíma í töflu er með öllu þægilegra, því þá hefur kennarinn fyrirsjáanleika um tekjur og getur líka skipulagt kennslu samkvæmt því. Forföll eru allt önnur skepna, og auk þess ekki á allra færi, því forföllin fara líka eftir því hvernig tafla kennarans raðast. Þú færð ekki greitt fyrir neitt annað en að kenna. Þetta þýðir að ekki ert greitt fyrir hversu vel þú undirbýrð þig, hversu miklum samskiptum þú þarft að eiga við foreldar, hversu mikið af fundum sem þú situr í teymi, hvað þú vinnur lengi frammeftir, hvort þú vinnur um helgar eða á kvöldin. Það er í rauninni búið til hvata í kerfinu til þess að leggja minna á sig í öllum öðrum þáttum starfsins nema að standa fyrir framan nemendur og hafa ofan af fyrir þeim. Þetta held ég að gera kennara alla jafna mjög færa í félagslegum þáttum, sem gerir þá svo eftirsótta í öðrum geirum. En mig grunar að það gæti af einhverjum hluta útskýrt pirring og reiði samfélagsins út í kennara. Foreldrið sem nær aldrei sambandi við kennara barna sinna getur ekki verið í frábærum gír þegar það sér kennara á leið í verkfall. Því strangt til tekið er enginn fjárhagslegur hvati fyrir kennarann til þess að gera þessa hluti vel. Sem gæti verið að buga marga kennara, því fagmennska þeirra og sjálfsálit leyfir hreinleg ekki að skila af sér slöku vinnuframlagi. Þeir sjá hins vegar að vinnuframlagið skilar sér ekki í vasann. Tímakaupið verður skítur og kanill. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það sem hefur komið mér helst á óvart í kjarabaráttu kennara og fréttaflutninga af henni er tilhneigingin til þess að tala niður vinnuframlag kennara. Og svo auðvitað benda á hluti sem standast ekki nánari skoðun. Einkennilegasta fullyrðingin var að kennarar hafi ekki áhuga á að auka við sig til að fá hærri laun. Það er nú þegar hægt. Það kallast að taka forföll, eða ef heppnin er með þér, að fá fasta yfirvinnu í töflu. Bæði eru hlutir sem fela í sér að kenna meira. En þessu er ekki hlaupið að því að hækka sig í launum. Mikil sparnaðarkrafan er svo mikil að skólastjórnendum er settur þröngur kostur. Það er allt fellt niður sem mögulega má fella niður. Því annars þarf að borga yfirvinnu og það er dýrt. Að fá fasta tíma í töflu er með öllu þægilegra, því þá hefur kennarinn fyrirsjáanleika um tekjur og getur líka skipulagt kennslu samkvæmt því. Forföll eru allt önnur skepna, og auk þess ekki á allra færi, því forföllin fara líka eftir því hvernig tafla kennarans raðast. Þú færð ekki greitt fyrir neitt annað en að kenna. Þetta þýðir að ekki ert greitt fyrir hversu vel þú undirbýrð þig, hversu miklum samskiptum þú þarft að eiga við foreldar, hversu mikið af fundum sem þú situr í teymi, hvað þú vinnur lengi frammeftir, hvort þú vinnur um helgar eða á kvöldin. Það er í rauninni búið til hvata í kerfinu til þess að leggja minna á sig í öllum öðrum þáttum starfsins nema að standa fyrir framan nemendur og hafa ofan af fyrir þeim. Þetta held ég að gera kennara alla jafna mjög færa í félagslegum þáttum, sem gerir þá svo eftirsótta í öðrum geirum. En mig grunar að það gæti af einhverjum hluta útskýrt pirring og reiði samfélagsins út í kennara. Foreldrið sem nær aldrei sambandi við kennara barna sinna getur ekki verið í frábærum gír þegar það sér kennara á leið í verkfall. Því strangt til tekið er enginn fjárhagslegur hvati fyrir kennarann til þess að gera þessa hluti vel. Sem gæti verið að buga marga kennara, því fagmennska þeirra og sjálfsálit leyfir hreinleg ekki að skila af sér slöku vinnuframlagi. Þeir sjá hins vegar að vinnuframlagið skilar sér ekki í vasann. Tímakaupið verður skítur og kanill. Höfundur er kennari
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun