Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2025 18:30 Það sem hefur komið mér helst á óvart í kjarabaráttu kennara og fréttaflutninga af henni er tilhneigingin til þess að tala niður vinnuframlag kennara. Og svo auðvitað benda á hluti sem standast ekki nánari skoðun. Einkennilegasta fullyrðingin var að kennarar hafi ekki áhuga á að auka við sig til að fá hærri laun. Það er nú þegar hægt. Það kallast að taka forföll, eða ef heppnin er með þér, að fá fasta yfirvinnu í töflu. Bæði eru hlutir sem fela í sér að kenna meira. En þessu er ekki hlaupið að því að hækka sig í launum. Mikil sparnaðarkrafan er svo mikil að skólastjórnendum er settur þröngur kostur. Það er allt fellt niður sem mögulega má fella niður. Því annars þarf að borga yfirvinnu og það er dýrt. Að fá fasta tíma í töflu er með öllu þægilegra, því þá hefur kennarinn fyrirsjáanleika um tekjur og getur líka skipulagt kennslu samkvæmt því. Forföll eru allt önnur skepna, og auk þess ekki á allra færi, því forföllin fara líka eftir því hvernig tafla kennarans raðast. Þú færð ekki greitt fyrir neitt annað en að kenna. Þetta þýðir að ekki ert greitt fyrir hversu vel þú undirbýrð þig, hversu miklum samskiptum þú þarft að eiga við foreldar, hversu mikið af fundum sem þú situr í teymi, hvað þú vinnur lengi frammeftir, hvort þú vinnur um helgar eða á kvöldin. Það er í rauninni búið til hvata í kerfinu til þess að leggja minna á sig í öllum öðrum þáttum starfsins nema að standa fyrir framan nemendur og hafa ofan af fyrir þeim. Þetta held ég að gera kennara alla jafna mjög færa í félagslegum þáttum, sem gerir þá svo eftirsótta í öðrum geirum. En mig grunar að það gæti af einhverjum hluta útskýrt pirring og reiði samfélagsins út í kennara. Foreldrið sem nær aldrei sambandi við kennara barna sinna getur ekki verið í frábærum gír þegar það sér kennara á leið í verkfall. Því strangt til tekið er enginn fjárhagslegur hvati fyrir kennarann til þess að gera þessa hluti vel. Sem gæti verið að buga marga kennara, því fagmennska þeirra og sjálfsálit leyfir hreinleg ekki að skila af sér slöku vinnuframlagi. Þeir sjá hins vegar að vinnuframlagið skilar sér ekki í vasann. Tímakaupið verður skítur og kanill. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Það sem hefur komið mér helst á óvart í kjarabaráttu kennara og fréttaflutninga af henni er tilhneigingin til þess að tala niður vinnuframlag kennara. Og svo auðvitað benda á hluti sem standast ekki nánari skoðun. Einkennilegasta fullyrðingin var að kennarar hafi ekki áhuga á að auka við sig til að fá hærri laun. Það er nú þegar hægt. Það kallast að taka forföll, eða ef heppnin er með þér, að fá fasta yfirvinnu í töflu. Bæði eru hlutir sem fela í sér að kenna meira. En þessu er ekki hlaupið að því að hækka sig í launum. Mikil sparnaðarkrafan er svo mikil að skólastjórnendum er settur þröngur kostur. Það er allt fellt niður sem mögulega má fella niður. Því annars þarf að borga yfirvinnu og það er dýrt. Að fá fasta tíma í töflu er með öllu þægilegra, því þá hefur kennarinn fyrirsjáanleika um tekjur og getur líka skipulagt kennslu samkvæmt því. Forföll eru allt önnur skepna, og auk þess ekki á allra færi, því forföllin fara líka eftir því hvernig tafla kennarans raðast. Þú færð ekki greitt fyrir neitt annað en að kenna. Þetta þýðir að ekki ert greitt fyrir hversu vel þú undirbýrð þig, hversu miklum samskiptum þú þarft að eiga við foreldar, hversu mikið af fundum sem þú situr í teymi, hvað þú vinnur lengi frammeftir, hvort þú vinnur um helgar eða á kvöldin. Það er í rauninni búið til hvata í kerfinu til þess að leggja minna á sig í öllum öðrum þáttum starfsins nema að standa fyrir framan nemendur og hafa ofan af fyrir þeim. Þetta held ég að gera kennara alla jafna mjög færa í félagslegum þáttum, sem gerir þá svo eftirsótta í öðrum geirum. En mig grunar að það gæti af einhverjum hluta útskýrt pirring og reiði samfélagsins út í kennara. Foreldrið sem nær aldrei sambandi við kennara barna sinna getur ekki verið í frábærum gír þegar það sér kennara á leið í verkfall. Því strangt til tekið er enginn fjárhagslegur hvati fyrir kennarann til þess að gera þessa hluti vel. Sem gæti verið að buga marga kennara, því fagmennska þeirra og sjálfsálit leyfir hreinleg ekki að skila af sér slöku vinnuframlagi. Þeir sjá hins vegar að vinnuframlagið skilar sér ekki í vasann. Tímakaupið verður skítur og kanill. Höfundur er kennari
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar