Landsliðsmaðurinn átti góðan leik þegar Alba lagði Maccabi Tel Aviv frá Ísrael með sex stiga mun, lokatölur 87-93. Leikið var í Belgrade í Serbíu.
Martin var stoðsendingahæstur í sínu liði en Yanni Wetzell var stigahæstur með 22 stig. Alba hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Evrópudeildinni á leiktíðinni.
Sigur kvöldsins var aðeins sá fjórði í 24 leikjum. Sitja Martin og félagar í botnsæti deildarinnar og Tel Aviv er í sætinu fyrir ofan eftir að hafa unnið sex leiki til þessa.