Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. janúar 2025 07:01 Víðir - sem hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrnu um árabil - og Hreiðar Levý - sem varði á sínum tíma mark Íslands en selur nú fasteignir. Vísir/Vilhelm Hreiðar Levý Guðmundsson, fasteignasali og fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handbolta, gefur ekki mikið fyrir skrif Víðis Sigurðssonar hjá Morgunblaðinu þar sem hann ræðir aðkomu Gunnars Magnússonar að sigri Króatíu á Íslamdi á HM í handbolta. Eins og alþjóð veit nú vann Króatía sigur á Íslandi þegar þjóðirnar mættust í milliriðli á dögunum. Sigur Króatíu kostaði strákana okkar á endanum sæti í 8-liða úrslitum HM. Síðan hefur Króatía ekki litið um öxl og er nú komið alla leið í úrslit. Þá veit alþjóð einnig að Dagur Sigurðsson er þjálfari Króatíu og þá aðstoðaði Gunnar Magnússon, þjálfari í Olís-deild karla og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, Dag í undirbúningnum. Það er aðkoma Gunnars sem Víðir skrifar um í Bakverðinum sem birtist að hluta til á vef mbl.is og í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins. Í pistli sínum fer Víðir yfir hvernig hann fékk símtal frá gömlum kunningja sem var ósáttur með þá staðreynd að Gunnar hafi aðstoðað Dag. Í pistlinum er ekkert sett út á Dag enda þjálfari Króatíu og hans starf að koma liðinu eins langt og mögulegt er. Gunnar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Gunnar er hins vegar fyrrverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins, er starfandi sem þjálfari Aftureldingar í dag og hefur þjálfað marga af landsliðsmönnunum,“ sagði kunninginn við Víði. Þorsteinn Leó Gunnarsson er svo nefndur til sögunnar sem einn af téðum mönnum sem Gunnar hefur þjálfað. Hann spilar í dag með Porto í Portúgal eftir að hafa spilað undir stjórn Gunnars hjá Aftureldingu. Kunninginn á svo að hafa sagt að Gunnar væri að svíkja land og þjóð með því að afhenda mótherjum Íslands innanhússupplýsingar um strákana okkar. Þetta tekur Víðir undir. „Eflaust er þarna um vinagreiða að ræða,“ segir Víðir en tekur fram að með tækni dagsins í dag hefði Dagur nú eflaust getað fengið sömu upplýsingar annarsstaðar frá. Víðir setur hins vegar „spurningu við siðferðið. Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ https://t.co/0YgFXkHNLY— mbl.is SPORT (@mblsport) January 30, 2025 Hreiðar Levý tjáði sig um pistilinn á Facebook-síðu sinni: „Einhver alversti pistill sem ég hef lesið og verið að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar. Bad looser tekinn í nýjar hæðir,“ skrifar Hreiðar Leví og hélt áfram. „Skora á Víði og mbl að eyða þessum pistli og biðja viðkomandi formlega afsökunar. Annars góður og mikið vona ég að þeir félagar geri Króatíu að heimsmeisturum.“ Fjöldi fólks tekur undir með Hreiðari Leví í kommentakarfinu. Þar á má til að mynda nefna Halldór Jóhann Sigfússon og Díönu Guðjónsdóttur, bæði handboltaþjálfarar, sem og Elliða Vignisson, bæjarstjóra Ölfuss. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Eins og alþjóð veit nú vann Króatía sigur á Íslandi þegar þjóðirnar mættust í milliriðli á dögunum. Sigur Króatíu kostaði strákana okkar á endanum sæti í 8-liða úrslitum HM. Síðan hefur Króatía ekki litið um öxl og er nú komið alla leið í úrslit. Þá veit alþjóð einnig að Dagur Sigurðsson er þjálfari Króatíu og þá aðstoðaði Gunnar Magnússon, þjálfari í Olís-deild karla og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, Dag í undirbúningnum. Það er aðkoma Gunnars sem Víðir skrifar um í Bakverðinum sem birtist að hluta til á vef mbl.is og í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins. Í pistli sínum fer Víðir yfir hvernig hann fékk símtal frá gömlum kunningja sem var ósáttur með þá staðreynd að Gunnar hafi aðstoðað Dag. Í pistlinum er ekkert sett út á Dag enda þjálfari Króatíu og hans starf að koma liðinu eins langt og mögulegt er. Gunnar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Gunnar er hins vegar fyrrverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins, er starfandi sem þjálfari Aftureldingar í dag og hefur þjálfað marga af landsliðsmönnunum,“ sagði kunninginn við Víði. Þorsteinn Leó Gunnarsson er svo nefndur til sögunnar sem einn af téðum mönnum sem Gunnar hefur þjálfað. Hann spilar í dag með Porto í Portúgal eftir að hafa spilað undir stjórn Gunnars hjá Aftureldingu. Kunninginn á svo að hafa sagt að Gunnar væri að svíkja land og þjóð með því að afhenda mótherjum Íslands innanhússupplýsingar um strákana okkar. Þetta tekur Víðir undir. „Eflaust er þarna um vinagreiða að ræða,“ segir Víðir en tekur fram að með tækni dagsins í dag hefði Dagur nú eflaust getað fengið sömu upplýsingar annarsstaðar frá. Víðir setur hins vegar „spurningu við siðferðið. Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ https://t.co/0YgFXkHNLY— mbl.is SPORT (@mblsport) January 30, 2025 Hreiðar Levý tjáði sig um pistilinn á Facebook-síðu sinni: „Einhver alversti pistill sem ég hef lesið og verið að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar. Bad looser tekinn í nýjar hæðir,“ skrifar Hreiðar Leví og hélt áfram. „Skora á Víði og mbl að eyða þessum pistli og biðja viðkomandi formlega afsökunar. Annars góður og mikið vona ég að þeir félagar geri Króatíu að heimsmeisturum.“ Fjöldi fólks tekur undir með Hreiðari Leví í kommentakarfinu. Þar á má til að mynda nefna Halldór Jóhann Sigfússon og Díönu Guðjónsdóttur, bæði handboltaþjálfarar, sem og Elliða Vignisson, bæjarstjóra Ölfuss.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða