Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. janúar 2025 07:01 Víðir - sem hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrnu um árabil - og Hreiðar Levý - sem varði á sínum tíma mark Íslands en selur nú fasteignir. Vísir/Vilhelm Hreiðar Levý Guðmundsson, fasteignasali og fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handbolta, gefur ekki mikið fyrir skrif Víðis Sigurðssonar hjá Morgunblaðinu þar sem hann ræðir aðkomu Gunnars Magnússonar að sigri Króatíu á Íslamdi á HM í handbolta. Eins og alþjóð veit nú vann Króatía sigur á Íslandi þegar þjóðirnar mættust í milliriðli á dögunum. Sigur Króatíu kostaði strákana okkar á endanum sæti í 8-liða úrslitum HM. Síðan hefur Króatía ekki litið um öxl og er nú komið alla leið í úrslit. Þá veit alþjóð einnig að Dagur Sigurðsson er þjálfari Króatíu og þá aðstoðaði Gunnar Magnússon, þjálfari í Olís-deild karla og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, Dag í undirbúningnum. Það er aðkoma Gunnars sem Víðir skrifar um í Bakverðinum sem birtist að hluta til á vef mbl.is og í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins. Í pistli sínum fer Víðir yfir hvernig hann fékk símtal frá gömlum kunningja sem var ósáttur með þá staðreynd að Gunnar hafi aðstoðað Dag. Í pistlinum er ekkert sett út á Dag enda þjálfari Króatíu og hans starf að koma liðinu eins langt og mögulegt er. Gunnar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Gunnar er hins vegar fyrrverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins, er starfandi sem þjálfari Aftureldingar í dag og hefur þjálfað marga af landsliðsmönnunum,“ sagði kunninginn við Víði. Þorsteinn Leó Gunnarsson er svo nefndur til sögunnar sem einn af téðum mönnum sem Gunnar hefur þjálfað. Hann spilar í dag með Porto í Portúgal eftir að hafa spilað undir stjórn Gunnars hjá Aftureldingu. Kunninginn á svo að hafa sagt að Gunnar væri að svíkja land og þjóð með því að afhenda mótherjum Íslands innanhússupplýsingar um strákana okkar. Þetta tekur Víðir undir. „Eflaust er þarna um vinagreiða að ræða,“ segir Víðir en tekur fram að með tækni dagsins í dag hefði Dagur nú eflaust getað fengið sömu upplýsingar annarsstaðar frá. Víðir setur hins vegar „spurningu við siðferðið. Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ https://t.co/0YgFXkHNLY— mbl.is SPORT (@mblsport) January 30, 2025 Hreiðar Levý tjáði sig um pistilinn á Facebook-síðu sinni: „Einhver alversti pistill sem ég hef lesið og verið að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar. Bad looser tekinn í nýjar hæðir,“ skrifar Hreiðar Leví og hélt áfram. „Skora á Víði og mbl að eyða þessum pistli og biðja viðkomandi formlega afsökunar. Annars góður og mikið vona ég að þeir félagar geri Króatíu að heimsmeisturum.“ Fjöldi fólks tekur undir með Hreiðari Leví í kommentakarfinu. Þar á má til að mynda nefna Halldór Jóhann Sigfússon og Díönu Guðjónsdóttur, bæði handboltaþjálfarar, sem og Elliða Vignisson, bæjarstjóra Ölfuss. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Eins og alþjóð veit nú vann Króatía sigur á Íslandi þegar þjóðirnar mættust í milliriðli á dögunum. Sigur Króatíu kostaði strákana okkar á endanum sæti í 8-liða úrslitum HM. Síðan hefur Króatía ekki litið um öxl og er nú komið alla leið í úrslit. Þá veit alþjóð einnig að Dagur Sigurðsson er þjálfari Króatíu og þá aðstoðaði Gunnar Magnússon, þjálfari í Olís-deild karla og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, Dag í undirbúningnum. Það er aðkoma Gunnars sem Víðir skrifar um í Bakverðinum sem birtist að hluta til á vef mbl.is og í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins. Í pistli sínum fer Víðir yfir hvernig hann fékk símtal frá gömlum kunningja sem var ósáttur með þá staðreynd að Gunnar hafi aðstoðað Dag. Í pistlinum er ekkert sett út á Dag enda þjálfari Króatíu og hans starf að koma liðinu eins langt og mögulegt er. Gunnar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Gunnar er hins vegar fyrrverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins, er starfandi sem þjálfari Aftureldingar í dag og hefur þjálfað marga af landsliðsmönnunum,“ sagði kunninginn við Víði. Þorsteinn Leó Gunnarsson er svo nefndur til sögunnar sem einn af téðum mönnum sem Gunnar hefur þjálfað. Hann spilar í dag með Porto í Portúgal eftir að hafa spilað undir stjórn Gunnars hjá Aftureldingu. Kunninginn á svo að hafa sagt að Gunnar væri að svíkja land og þjóð með því að afhenda mótherjum Íslands innanhússupplýsingar um strákana okkar. Þetta tekur Víðir undir. „Eflaust er þarna um vinagreiða að ræða,“ segir Víðir en tekur fram að með tækni dagsins í dag hefði Dagur nú eflaust getað fengið sömu upplýsingar annarsstaðar frá. Víðir setur hins vegar „spurningu við siðferðið. Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ https://t.co/0YgFXkHNLY— mbl.is SPORT (@mblsport) January 30, 2025 Hreiðar Levý tjáði sig um pistilinn á Facebook-síðu sinni: „Einhver alversti pistill sem ég hef lesið og verið að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar. Bad looser tekinn í nýjar hæðir,“ skrifar Hreiðar Leví og hélt áfram. „Skora á Víði og mbl að eyða þessum pistli og biðja viðkomandi formlega afsökunar. Annars góður og mikið vona ég að þeir félagar geri Króatíu að heimsmeisturum.“ Fjöldi fólks tekur undir með Hreiðari Leví í kommentakarfinu. Þar á má til að mynda nefna Halldór Jóhann Sigfússon og Díönu Guðjónsdóttur, bæði handboltaþjálfarar, sem og Elliða Vignisson, bæjarstjóra Ölfuss.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira