Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar 30. janúar 2025 11:15 Í gær, miðvikudaginn 29. janúar 2025, birtist frétt á ruv.is með fyrirsögninni „Fóru ekki að lögum við umdeilda skógrækt nærri Húsavík“. Fréttin var einnig spiluð í kvöldfréttum útvarps. Þar fylgir RÚV eftir umfjöllun sinni og annarra frá haustinu 2024 um skógræktarverkefni sem Yggdrasill Carbon ehf. (YGG) vinnur að í samvinnu við landeigendur. Upplifun YGG af þeirri umfjöllun var sú að félagið þætti heppilegt skotmark, því í verkefnum þeim sem þar voru til umfjöllunar var í engu vikið frá viðteknum vinnubrögðum Lands og skógar og áður Skógræktarinnar. Hins vegar eru verkefni okkar oft meira áberandi, af því að við klárum þau hraðar en venja hefur verið síðustu áratugi. Reyndar er það svo að YGG gengur í verkefnum sínum lengra en áður hefur almennt verið gert í að huga að líffræðilegum fjölbreytileika, vernda votlendi og safna gögnum um ástand svæða fyrir framkvæmdir og á líftíma verkefnanna. Við höfðum margt við fréttaflutninginn að athuga, en einbeittum okkur að því að læra af þeirri umræðu sem spratt upp. Það er alltaf hægt að gera betur. YGG var fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá vottaðar kolefniseiningar í bið í tengslum við kolefnisverkefni á árinu 2022 í gegnum íslenska kröfusettið Skógarkolefni, sem Skógræktin hannaði. Samt höfðu ýmsir aðrir aðilar verið að selja „kolefniseiningar“ áður en þessi áfangi náðist. Þá er YGG eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið vottun á verkefni sitt hjá hinum alþjóðlega viðurkennda aðila Gold Standard, en í desember 2024 fékk eitt verkefna okkar design vottun eftir gríðarlega lærdómsríkt og vandað þriggja ára ferli. Þetta verkefni hefur vakið töluverða athygli víða um heim og við erum stolt af þessari vinnu. YGG einbeitir sér að loftslagsverkefnum með landnýtingu. Það eru til aðrar leiðir, t.d. með verkefnum á hafi og með tæknilausnum, líkt og föngum úr andrúmslofti og niðurdælingu í jörðina. Dæmi um hið síðastnefnda er Carbfix sem flestir þekkja. YGG á ekkert land, heldur byggir alfarið á samstarfi við landeigendur. Áherslur landeigenda geta verið margvíslegar, en við höfum dregið fram að bændur geti með samstarfi við YGG rennt frekari stoðum undir starfsemi sína og lífsviðurværi. Skógrækt er langtímaverkefni og að samningstíma YGG og landeigenda loknum tekur landeigandi við skóginum til umhirðu og viðhalds. Í okkar vinnu höfum við frá 2020 unnið náið með sérfræðingum íslenskra stofnana, þar á meðal hjá Landi og skógi (áður Skógræktin og Landgræðslan) og leitast við að þróa lausnir með sprotafyrirtækjum sem tryggja áreiðanlega gagnaöflun, vandaðri ákvörðunartöku og geta stuðlað að nákvæmari og hagkvæmari mælingum þegar fram í sækir. Til þessa hafa eingöngu skógræktarverkefni farið í gegnum vottunarferli hjá okkur. Ástæðan er sú, að þær áratuga rannsóknir sem til voru á því sviði gerðu okkur kleift að uppfylla kröfur sem gerðar eru til verkefna af þessu tagi. Við bindum miklar vonir við að á þessu ári komist almennileg hreyfing á verkefni á sviði endurheimtar votlendis og þá viljum við stuðla að verkefnum sem einbeita sér að endurheimt jarðvegar. Ísland er land í sárum og það er í þágu allra sem þess vilja njóta og það vilja nýta að bæta ástand þess. Það þarf að gera vel, og YGG vill stöðugt gera betur. Almenningsálit og traust skipta okkur og þá starfsemi sem við tilheyrum gríðarlegu máli. Við höfum fjárfest mikið og lagt okkur fram um að gera hlutina í réttri röð. Við erum lítið einkafyrirtæki, með starfsstöðvar á Austurlandi og Vesturlandi og byggjum okkar verkefni upp á landsbyggðinni um allt land með miklum jákvæðum efnahagslegum áhrifum á nærsamfélagið, enda reynum við að nota staðbundna verktaka eins og hægt er. Fréttaflutningur RÚV ber þess ekki merki að þar sé verið að vanda til verka. Í þeirri frétt sem er tilefni þessara skrifa, er því slegið fram í fyrirsögn að ekki hafi verið farið að lögum. Samt segir í síðustu setningu fréttarinnar: Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum eða vikum. Telst það til vandaðrar fréttamennsku að slá fram staðhæfingu í fyrirsögn sem samræmist ekki einu sinni fréttinni sjálfri? Af hverju var ekki haft samband og leitað viðbragða okkar? Hvað næst RÚV? Höfundur er einn stofnenda YGG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, miðvikudaginn 29. janúar 2025, birtist frétt á ruv.is með fyrirsögninni „Fóru ekki að lögum við umdeilda skógrækt nærri Húsavík“. Fréttin var einnig spiluð í kvöldfréttum útvarps. Þar fylgir RÚV eftir umfjöllun sinni og annarra frá haustinu 2024 um skógræktarverkefni sem Yggdrasill Carbon ehf. (YGG) vinnur að í samvinnu við landeigendur. Upplifun YGG af þeirri umfjöllun var sú að félagið þætti heppilegt skotmark, því í verkefnum þeim sem þar voru til umfjöllunar var í engu vikið frá viðteknum vinnubrögðum Lands og skógar og áður Skógræktarinnar. Hins vegar eru verkefni okkar oft meira áberandi, af því að við klárum þau hraðar en venja hefur verið síðustu áratugi. Reyndar er það svo að YGG gengur í verkefnum sínum lengra en áður hefur almennt verið gert í að huga að líffræðilegum fjölbreytileika, vernda votlendi og safna gögnum um ástand svæða fyrir framkvæmdir og á líftíma verkefnanna. Við höfðum margt við fréttaflutninginn að athuga, en einbeittum okkur að því að læra af þeirri umræðu sem spratt upp. Það er alltaf hægt að gera betur. YGG var fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá vottaðar kolefniseiningar í bið í tengslum við kolefnisverkefni á árinu 2022 í gegnum íslenska kröfusettið Skógarkolefni, sem Skógræktin hannaði. Samt höfðu ýmsir aðrir aðilar verið að selja „kolefniseiningar“ áður en þessi áfangi náðist. Þá er YGG eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið vottun á verkefni sitt hjá hinum alþjóðlega viðurkennda aðila Gold Standard, en í desember 2024 fékk eitt verkefna okkar design vottun eftir gríðarlega lærdómsríkt og vandað þriggja ára ferli. Þetta verkefni hefur vakið töluverða athygli víða um heim og við erum stolt af þessari vinnu. YGG einbeitir sér að loftslagsverkefnum með landnýtingu. Það eru til aðrar leiðir, t.d. með verkefnum á hafi og með tæknilausnum, líkt og föngum úr andrúmslofti og niðurdælingu í jörðina. Dæmi um hið síðastnefnda er Carbfix sem flestir þekkja. YGG á ekkert land, heldur byggir alfarið á samstarfi við landeigendur. Áherslur landeigenda geta verið margvíslegar, en við höfum dregið fram að bændur geti með samstarfi við YGG rennt frekari stoðum undir starfsemi sína og lífsviðurværi. Skógrækt er langtímaverkefni og að samningstíma YGG og landeigenda loknum tekur landeigandi við skóginum til umhirðu og viðhalds. Í okkar vinnu höfum við frá 2020 unnið náið með sérfræðingum íslenskra stofnana, þar á meðal hjá Landi og skógi (áður Skógræktin og Landgræðslan) og leitast við að þróa lausnir með sprotafyrirtækjum sem tryggja áreiðanlega gagnaöflun, vandaðri ákvörðunartöku og geta stuðlað að nákvæmari og hagkvæmari mælingum þegar fram í sækir. Til þessa hafa eingöngu skógræktarverkefni farið í gegnum vottunarferli hjá okkur. Ástæðan er sú, að þær áratuga rannsóknir sem til voru á því sviði gerðu okkur kleift að uppfylla kröfur sem gerðar eru til verkefna af þessu tagi. Við bindum miklar vonir við að á þessu ári komist almennileg hreyfing á verkefni á sviði endurheimtar votlendis og þá viljum við stuðla að verkefnum sem einbeita sér að endurheimt jarðvegar. Ísland er land í sárum og það er í þágu allra sem þess vilja njóta og það vilja nýta að bæta ástand þess. Það þarf að gera vel, og YGG vill stöðugt gera betur. Almenningsálit og traust skipta okkur og þá starfsemi sem við tilheyrum gríðarlegu máli. Við höfum fjárfest mikið og lagt okkur fram um að gera hlutina í réttri röð. Við erum lítið einkafyrirtæki, með starfsstöðvar á Austurlandi og Vesturlandi og byggjum okkar verkefni upp á landsbyggðinni um allt land með miklum jákvæðum efnahagslegum áhrifum á nærsamfélagið, enda reynum við að nota staðbundna verktaka eins og hægt er. Fréttaflutningur RÚV ber þess ekki merki að þar sé verið að vanda til verka. Í þeirri frétt sem er tilefni þessara skrifa, er því slegið fram í fyrirsögn að ekki hafi verið farið að lögum. Samt segir í síðustu setningu fréttarinnar: Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum eða vikum. Telst það til vandaðrar fréttamennsku að slá fram staðhæfingu í fyrirsögn sem samræmist ekki einu sinni fréttinni sjálfri? Af hverju var ekki haft samband og leitað viðbragða okkar? Hvað næst RÚV? Höfundur er einn stofnenda YGG.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun