Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Aron Guðmundsson skrifar 30. janúar 2025 12:01 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Vísir/Pawel Óvíst er hversu mikið þjálfari karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, Jóhann Þór Ólafsson, getur látið til sín taka á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Stjörnunni í Bónus deildinni í kvöld. Jóhann Þór datt af hestbaki í aðdraganda síðasta leiks Grindavíkur og er enn að jafna sig eftir að hafa fengið heilahristing. Fjarvera Jóhanns Þórs á hliðarlínunni í leiknum gegn Tindastól í Síkinu í síðustu umferð vakti athygli. Í þeim leik gekk allt á afturfótunum hjá Grindavík en það er góð og gild ástæða fyrir fjarveru Jóhanns. „Ég datt af hestbaki og fékk vægan heilahristing. Er svona rétt að skríða saman. Ætli það sé ekki svipað ástand á mér og Jeremy Pargo (nýjum leikmanni Grindavíkur) fyrir leikinn gegn Stjörnunni, bundnar vonir við að ég verði þarna á morgun en þetta er metið frá degi til dags. Ég er allur að koma til en púlsinn fer kannski óþægilega hátt upp þegar að maður þjálfar og það er kannski ekki mælt með því eftir svona. En ég reikna allavegana með því að vera á bekknum, hversu mikið ég skipti mér af kemur bara í ljós.“ Um leikinn gegn Tindastól, sem Grindavík tapaði með átján stigum, hafði Jóhann þetta að segja: „Við vorum bara heilt yfir mjög slakir. Erum að díla við ákveðna hluti sem við höfum verið að vinna í og höfum verið að gera núna á nýju ári. Við höfum ekki séð þær framfarir sem við hefðum viljað sjá en bindum vonir við að þessar breytingar sem við gerum núna komi með eitthvað að borðinu. Bara svo ég segi það þá var kominn pirringur í hópinn varðandi ákveðna hluti sem voru ekki að ganga. Ég bindi vonir við að þessar breytingar lagi það. Að menn fari að sjá ljósið og brosa aftur.“ Og geri ykkur þar af leiðandi samkeppnishæfari um Íslandsmeistaratitilinn? „Já klárlega. Við, eins og mörg önnur lið, stefnum á þann stóra. Eins og komið hefur fram í viðtölum við aðra þjálfara yfir tímabilið hefur deildin sjaldan eða aldrei verið eins sterk. Miðað við það sem að maður heyrir í kringum sig á hún eftir að styrkjast enn frekar áður en að félagsskiptaglugginn lokar. Það er bara stuð og stemning framundan.“ Bónus-deild karla Grindavík Körfubolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Fjarvera Jóhanns Þórs á hliðarlínunni í leiknum gegn Tindastól í Síkinu í síðustu umferð vakti athygli. Í þeim leik gekk allt á afturfótunum hjá Grindavík en það er góð og gild ástæða fyrir fjarveru Jóhanns. „Ég datt af hestbaki og fékk vægan heilahristing. Er svona rétt að skríða saman. Ætli það sé ekki svipað ástand á mér og Jeremy Pargo (nýjum leikmanni Grindavíkur) fyrir leikinn gegn Stjörnunni, bundnar vonir við að ég verði þarna á morgun en þetta er metið frá degi til dags. Ég er allur að koma til en púlsinn fer kannski óþægilega hátt upp þegar að maður þjálfar og það er kannski ekki mælt með því eftir svona. En ég reikna allavegana með því að vera á bekknum, hversu mikið ég skipti mér af kemur bara í ljós.“ Um leikinn gegn Tindastól, sem Grindavík tapaði með átján stigum, hafði Jóhann þetta að segja: „Við vorum bara heilt yfir mjög slakir. Erum að díla við ákveðna hluti sem við höfum verið að vinna í og höfum verið að gera núna á nýju ári. Við höfum ekki séð þær framfarir sem við hefðum viljað sjá en bindum vonir við að þessar breytingar sem við gerum núna komi með eitthvað að borðinu. Bara svo ég segi það þá var kominn pirringur í hópinn varðandi ákveðna hluti sem voru ekki að ganga. Ég bindi vonir við að þessar breytingar lagi það. Að menn fari að sjá ljósið og brosa aftur.“ Og geri ykkur þar af leiðandi samkeppnishæfari um Íslandsmeistaratitilinn? „Já klárlega. Við, eins og mörg önnur lið, stefnum á þann stóra. Eins og komið hefur fram í viðtölum við aðra þjálfara yfir tímabilið hefur deildin sjaldan eða aldrei verið eins sterk. Miðað við það sem að maður heyrir í kringum sig á hún eftir að styrkjast enn frekar áður en að félagsskiptaglugginn lokar. Það er bara stuð og stemning framundan.“
Bónus-deild karla Grindavík Körfubolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira