Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2025 06:14 Ef marka má miðla vestanhafs verður að teljast ólíklegt að margir finnist á lífi. Getty/Andrew Harnik Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. Alls voru 64 um borð í vélinni, fjórir áhafnarmeðlimir og 60 farþegar. Þeirra á meðal voru skautafólk, þjálfarar og fjölskyldur þeirra. Þá virðast þrír hafa verið í þyrlunni. Fregnir hafa borist af því að nítján lík hafi fundist. Miklar aðgerðir standa yfir á vettvangi en enn sem komið er hefur enginn fundist á lífi. Um 300 manns koma að björgunarstörfunum en aðstæður eru erfiðar og vatnið í ánni ískalt. Um er að ræða Bombardier CRJ700 farþegavél í innanlandsflugi sem var að koma frá Witchita í Kansas. Hún lenti á Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvoir í Virginíu í aðfluginu að Reagan. Öllum brottförum og lendingum á flugvellinum hefur verið frestað. Leitað er úr lofti og úr bátum á ánni.AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um málið á Truth Social og segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið og virðist telja sökina liggja hjá flugturninum og þyrluflugmanninum. „EKKI GOTT!!!“ segir forsetinn. Slysið náðist á öryggismyndavélar, sem virðast sýna þyrluna fljúga beint á flugvélina. Fjöldi samsæriskenninga er þegar komin á flug á samfélagsmiðlum og spurt að því hvort um viljaverk var að ræða. Þá hefur harmleikurinn þegar verið gerður pólitískur og fast skotið á Trump fyrir að skera niður hjá samgönguyfirvöldum. Margir hafa einnig bent á að ef slysið hefði átt sér stað á meðan Biden var enn forseti, hefði Trump nýtt sér það til fulls og ráðist harkalega að forvera sínum. A passenger plane and helicopter have collided in the skies above Washington DC.A web camera shot from the Kennedy Center showed a flash of light mid-air across the Potomac River around 8.47pm local time.https://t.co/giM6v2ky4J pic.twitter.com/LNGGlWLSIF— Sky News (@SkyNews) January 30, 2025 Fréttin hefur verið uppfærð. Mikill viðbúnaður er við ána.AP/Alex Brandon Leitað stendur yfir og mörg köfunarteymi mætt á vettvang. Aðstæður eru hins vegar sagðar afar erfiðar.AP/Alex Brandon Fjölmiðlar voru beðnir um að draga úr lýsingu til að auðvelda leit á vatninu.epa/Shawn Thew Bandaríkin Samgönguslys Samgöngur Donald Trump Flugslys í Washington-borg Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Alls voru 64 um borð í vélinni, fjórir áhafnarmeðlimir og 60 farþegar. Þeirra á meðal voru skautafólk, þjálfarar og fjölskyldur þeirra. Þá virðast þrír hafa verið í þyrlunni. Fregnir hafa borist af því að nítján lík hafi fundist. Miklar aðgerðir standa yfir á vettvangi en enn sem komið er hefur enginn fundist á lífi. Um 300 manns koma að björgunarstörfunum en aðstæður eru erfiðar og vatnið í ánni ískalt. Um er að ræða Bombardier CRJ700 farþegavél í innanlandsflugi sem var að koma frá Witchita í Kansas. Hún lenti á Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvoir í Virginíu í aðfluginu að Reagan. Öllum brottförum og lendingum á flugvellinum hefur verið frestað. Leitað er úr lofti og úr bátum á ánni.AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um málið á Truth Social og segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið og virðist telja sökina liggja hjá flugturninum og þyrluflugmanninum. „EKKI GOTT!!!“ segir forsetinn. Slysið náðist á öryggismyndavélar, sem virðast sýna þyrluna fljúga beint á flugvélina. Fjöldi samsæriskenninga er þegar komin á flug á samfélagsmiðlum og spurt að því hvort um viljaverk var að ræða. Þá hefur harmleikurinn þegar verið gerður pólitískur og fast skotið á Trump fyrir að skera niður hjá samgönguyfirvöldum. Margir hafa einnig bent á að ef slysið hefði átt sér stað á meðan Biden var enn forseti, hefði Trump nýtt sér það til fulls og ráðist harkalega að forvera sínum. A passenger plane and helicopter have collided in the skies above Washington DC.A web camera shot from the Kennedy Center showed a flash of light mid-air across the Potomac River around 8.47pm local time.https://t.co/giM6v2ky4J pic.twitter.com/LNGGlWLSIF— Sky News (@SkyNews) January 30, 2025 Fréttin hefur verið uppfærð. Mikill viðbúnaður er við ána.AP/Alex Brandon Leitað stendur yfir og mörg köfunarteymi mætt á vettvang. Aðstæður eru hins vegar sagðar afar erfiðar.AP/Alex Brandon Fjölmiðlar voru beðnir um að draga úr lýsingu til að auðvelda leit á vatninu.epa/Shawn Thew
Bandaríkin Samgönguslys Samgöngur Donald Trump Flugslys í Washington-borg Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira