„Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Kári Mímisson skrifar 29. janúar 2025 21:41 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Jón Gautur Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var að vonum svekktur með tap liðsins gegn Haukum nú í kvöld. Þorleifur segir að sitt lið hafi verið lélegt í dag og að hann taki þetta tap á sig. „Ég er bara svekktur að hafa tapað með átta stigum. Við vorum lélegar og ég tek bara tapið á mig. Við höfum verið að fá nýja leikmenn inn og ég hef verið rosalega upptekin að því kenna þeim sóknarleikinn sem gekk ekki alveg nógu vel upp í dag. Varnarlega vorum við mjög lélegar í dag, ekki klárar hvenær við áttum að skipta og við vorum búin að tala um það að ein gellan hjá Haukum mátti bara ekki sjá körfuna og hún skoraði níu stig á meðan við töpum með átta stigum. Varnarlega vorum við bara mjög lélegar og ég tek það bara á mig.“ Þrátt fyrir að Þorleifur segi að sitt lið hafi verið lélegt í dag þá komu þær til baka eftir að hafa átt afleitan fyrsta leikhluta og náðu að hanga í skottinu á Haukum fram að síðustu mínútu leiksins. Er það ekki eitthvað jákvætt til að taka með sér? „Jú, nokkrum sinnum náðum við svona að koma með allt að því eitthvað sem hægt væri að flokka sem „come back“ og koma þessu niður í fjögur eða tvö stig en svo gáfu þær bara í. Við vorum lélegar og allt það en Haukarnir eru bara með hörkulið. Þær eru mjög vel skipulagðar á meðan við eigum langt í land. Markmið okkar er að vera það lið sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og ef það á að ganga upp þá þarf ég að finna leiðir til að gera liðið klárt.“ Það er ansi stutt í úrslitakeppnina og Grindavík er eins og staðan er núna ekki á leiðinni í hana. Það er greinilegt að eftir leikinn í kvöld að það séu gæði í liðinu en hvað tekur það langan tíma fyrir þær að spila sig saman? „Við höfum ekki mikinn tíma. Við þurfum að vinna þrjá síðustu leikina til að komast á góðan stað og svo erum við að fara að spila fjóra leiki í viðbót. Þannig að svarið við því hversu langan tíma þetta má taka er bara enginn. Þær eru að fara í smá frí núna út af landsleikjahléinu og við þurfum að mæta tilbúnar eftir það, gefa í og vinna í okkar vandamálum. Við erum ekkert að fara að breyta meira og þetta er liðið sem við ætlum að vera með. Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Beeman gekk frá fyrrum félögum Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
„Ég er bara svekktur að hafa tapað með átta stigum. Við vorum lélegar og ég tek bara tapið á mig. Við höfum verið að fá nýja leikmenn inn og ég hef verið rosalega upptekin að því kenna þeim sóknarleikinn sem gekk ekki alveg nógu vel upp í dag. Varnarlega vorum við mjög lélegar í dag, ekki klárar hvenær við áttum að skipta og við vorum búin að tala um það að ein gellan hjá Haukum mátti bara ekki sjá körfuna og hún skoraði níu stig á meðan við töpum með átta stigum. Varnarlega vorum við bara mjög lélegar og ég tek það bara á mig.“ Þrátt fyrir að Þorleifur segi að sitt lið hafi verið lélegt í dag þá komu þær til baka eftir að hafa átt afleitan fyrsta leikhluta og náðu að hanga í skottinu á Haukum fram að síðustu mínútu leiksins. Er það ekki eitthvað jákvætt til að taka með sér? „Jú, nokkrum sinnum náðum við svona að koma með allt að því eitthvað sem hægt væri að flokka sem „come back“ og koma þessu niður í fjögur eða tvö stig en svo gáfu þær bara í. Við vorum lélegar og allt það en Haukarnir eru bara með hörkulið. Þær eru mjög vel skipulagðar á meðan við eigum langt í land. Markmið okkar er að vera það lið sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og ef það á að ganga upp þá þarf ég að finna leiðir til að gera liðið klárt.“ Það er ansi stutt í úrslitakeppnina og Grindavík er eins og staðan er núna ekki á leiðinni í hana. Það er greinilegt að eftir leikinn í kvöld að það séu gæði í liðinu en hvað tekur það langan tíma fyrir þær að spila sig saman? „Við höfum ekki mikinn tíma. Við þurfum að vinna þrjá síðustu leikina til að komast á góðan stað og svo erum við að fara að spila fjóra leiki í viðbót. Þannig að svarið við því hversu langan tíma þetta má taka er bara enginn. Þær eru að fara í smá frí núna út af landsleikjahléinu og við þurfum að mæta tilbúnar eftir það, gefa í og vinna í okkar vandamálum. Við erum ekkert að fara að breyta meira og þetta er liðið sem við ætlum að vera með. Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Beeman gekk frá fyrrum félögum Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira