Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2025 14:58 Íslendingar verja miklum fjármunum í rekstur leikskóla. Vísir/Vilhelm Ísland ver hæstu hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða. Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Þetta kemur fram í í skýrslu Eurydice um gæði leikskóla í Evrópu sem er gerð á fimm ára fresti. Þar er samanburður á stöðu leikskólastigsins í 37 evrópskum löndum. Staðan er metin út frá starfsfólki, mati og eftirliti, námskrá, stjórnun og fjármögnun. Ísland með hæsta framlagið Fram kemur að Ísland og Svíþjóð verja hæsta hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða eða 1,8 og1,6 prósent. Noregur og Finnland koma þar á eftir með um 1,2 prósent af landsframleiðslu. Samanburður milli landa úr skýrslu Eurydice á hversu stór hluti landsframleiðslu fer í leikskólastigið. Ísland trónir þar hæst.Vísir Landsframleiðsla á höfðatölu er einnig með því hæsta sem gerist í Evrópu samkvæmt Eurostat. Fjárfesting í leikskólastiginu á sjö ára tímabili jókst einnig mest hér á landi á sjö ára tímabili en almennt jókst hún um 0,2 prósentustig eða meira. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur skýrslunnar segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur evrópskrar skýrslu um leikskóa segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar EvrópuþjóðirVísir „Ísland er meðal þeirra þjóða sem veitir mestu til leikskólastigsins. Almennt hafa evrópskar þjóðir verið að beina sjónum sínum meira að þætti leikskólamenntunar sem grundvallaratriði í ævilangri farsælli menntun,“ segir Hulda. Þátttaka yfir viðmiðunarmörkum á Íslandi Íslenska leikskólakerfið er með heildstæða námskrá samkvæmt skýrslunni og góða lagalega umgjörð sem kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Þá er þátttökuhlutfall barna á leikskólum hér langt yfir viðmiðunarmörkum. Hulda segir það jákvætt því sífellt fleiri rannsóknir sýni að leikskólastigið sé grunnur að farsælli menntun. „Þátttaka Íslands er langt yfir viðmiðunarmörkum hjá yngri og eldri börnum þ.e. yngri en þriggja ára og eldri,“ segir hún. Öll Norðurlöndin nema Ísland tryggja með formlegum hætti aðgengi barna að leikskóla eða dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi. Í heild tryggja aðeins sjö Evrópulönd slíkt aðgengi. Við eigum enn þá eftir að setja inn lagalegan rétt barna á þátttöku í leikskólum en á móti kemur að þátttökuhlutfall okkar er geysilega hátt,“ segir Hulda. Erfitt að fá fólk til starfa um alla Evrópu Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Þá er leikskólabörnum almennt að fækka í Evrópu samfara lægri fæðingartíðni. Svipuð þróun á sér stað hér á landi en ekki í sama mæli. Hulda segir að í skýrslunni sé bent á margar aðgerðir til að fá fólk til starfa. „Löndin fara mismunandi leiðir til að sækja starfsfólk og það er afar misjafnt hvernig menntunarkröfur eru. Sums staðar er krafist háskólamenntunar annars staðar ekki. Í skýrslunni er bent á margar leiðir og dæmi um hvernig hægt er að fá fólk til starfa. Ég hvet áhugasama til að kynna sér þær,“ segir Hulda. Leikskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Þetta kemur fram í í skýrslu Eurydice um gæði leikskóla í Evrópu sem er gerð á fimm ára fresti. Þar er samanburður á stöðu leikskólastigsins í 37 evrópskum löndum. Staðan er metin út frá starfsfólki, mati og eftirliti, námskrá, stjórnun og fjármögnun. Ísland með hæsta framlagið Fram kemur að Ísland og Svíþjóð verja hæsta hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða eða 1,8 og1,6 prósent. Noregur og Finnland koma þar á eftir með um 1,2 prósent af landsframleiðslu. Samanburður milli landa úr skýrslu Eurydice á hversu stór hluti landsframleiðslu fer í leikskólastigið. Ísland trónir þar hæst.Vísir Landsframleiðsla á höfðatölu er einnig með því hæsta sem gerist í Evrópu samkvæmt Eurostat. Fjárfesting í leikskólastiginu á sjö ára tímabili jókst einnig mest hér á landi á sjö ára tímabili en almennt jókst hún um 0,2 prósentustig eða meira. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur skýrslunnar segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur evrópskrar skýrslu um leikskóa segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar EvrópuþjóðirVísir „Ísland er meðal þeirra þjóða sem veitir mestu til leikskólastigsins. Almennt hafa evrópskar þjóðir verið að beina sjónum sínum meira að þætti leikskólamenntunar sem grundvallaratriði í ævilangri farsælli menntun,“ segir Hulda. Þátttaka yfir viðmiðunarmörkum á Íslandi Íslenska leikskólakerfið er með heildstæða námskrá samkvæmt skýrslunni og góða lagalega umgjörð sem kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Þá er þátttökuhlutfall barna á leikskólum hér langt yfir viðmiðunarmörkum. Hulda segir það jákvætt því sífellt fleiri rannsóknir sýni að leikskólastigið sé grunnur að farsælli menntun. „Þátttaka Íslands er langt yfir viðmiðunarmörkum hjá yngri og eldri börnum þ.e. yngri en þriggja ára og eldri,“ segir hún. Öll Norðurlöndin nema Ísland tryggja með formlegum hætti aðgengi barna að leikskóla eða dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi. Í heild tryggja aðeins sjö Evrópulönd slíkt aðgengi. Við eigum enn þá eftir að setja inn lagalegan rétt barna á þátttöku í leikskólum en á móti kemur að þátttökuhlutfall okkar er geysilega hátt,“ segir Hulda. Erfitt að fá fólk til starfa um alla Evrópu Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Þá er leikskólabörnum almennt að fækka í Evrópu samfara lægri fæðingartíðni. Svipuð þróun á sér stað hér á landi en ekki í sama mæli. Hulda segir að í skýrslunni sé bent á margar aðgerðir til að fá fólk til starfa. „Löndin fara mismunandi leiðir til að sækja starfsfólk og það er afar misjafnt hvernig menntunarkröfur eru. Sums staðar er krafist háskólamenntunar annars staðar ekki. Í skýrslunni er bent á margar leiðir og dæmi um hvernig hægt er að fá fólk til starfa. Ég hvet áhugasama til að kynna sér þær,“ segir Hulda.
Leikskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira