NBA leikmenn streyma til Íslands en þessi er sá besti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 10:00 Þrír NBA leikmenn eru komnir í Bónus deildina eða þeir Justin James, Jeremy Pargo og Ty-Shon Alexander. Hér sjást þeir vera að spila Í NBA deildinni. Getty Images Fyrrverandi NBA-leikmönnum heldur áfram að fjölga í Bónus-deild karla í körfubolta og nú hafa Grindvíkingar fengið reynslubolta til að klára tímabilið með liðinu. Stefán Árni Pálsson fór yfir þessa þróun og ræddi við NBA sérfræðinginn Leif Stein Árnason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grindvíkingar hafa fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar ráðir. Pargo er leikstjórnandi og kemur í stað Devon Thomas sem hefur verið leystur frá störfum. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. Hjá Grindavík hittir Pargo annan Bandaríkjamanna í DeAndre Kane en þeir léku saman hjá ísraelska stórliðinu Maccabi Tel Aviv tímabilið 2018 til 2019. Pargo er enn einn NBA leikmaðurinn til að spila í Bónus deildinni en fyrir eru þeir Ty-Shon Alexander hjá Keflavík og Justin James hjá Álftanesi. „Þetta er langbesti NBA leikmaðurinn sem hefur komið hingað til Íslands til að spila. Hann spilaði í þrjú ár í NBA. Hann á 86 leiki í NBA á meðan hinir eiga töluvert færri. Justin átta 52 leiki en Ty-Shon fimmtán leiki,“ sagði Leifur Steinn. „Munurinn er að þarna erum við með leikmann sem hefði örugglega getað spilað í tíu ár í NBA. Hann valdi það, eftir fyrstu tvö árin sín í NBA, að fara til Rússlands. Hann fékk risasamning í Rússlandi og fór að spila með CSKA Moskvu,“ sagði Leifur. „Hann varð meistari þar. Hann kaus það að verða stjarna í Eurolegue. Hann var í öðru úrvalsliði Euroleague 2010-2011. Munurinn er að þarna erum við að fá 38 ára gamlan leikmann sem hefur reynslu,“ sagði Leifur. „Hann hefur unnið, verið landsmeistari sex sinnum. Hann hefur spilað í Kína og hefur spilað mikið í Ísrael. Hann hefur verið hörku leikmaður alls staðar þar sem að hann hefur spilað,“ sagði Leifur en heldur hann að þetta eigi eftir að breyta landslaginu fyrir Grindvíkinga? „Já það er klárt mál. Hann er að koma væntanlega vegna þess að DeAndre Kane tekur hann. Hann er vinur hans. Hann er koma með reynslu og leiðtogahæfni. Ég held að Grindvíkingar eigi möguleika á því að verða meistarar með þennan leikmann,“ sagði Leifur. „Ég er mjög spenntur fyrir honum. Að fá alvöru, alvöru leikmann. Ekki ósvipaður og DeAndre Kane,“ sagði Leifur. NBA Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Álftanes Keflavík ÍF Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fór yfir þessa þróun og ræddi við NBA sérfræðinginn Leif Stein Árnason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grindvíkingar hafa fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar ráðir. Pargo er leikstjórnandi og kemur í stað Devon Thomas sem hefur verið leystur frá störfum. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. Hjá Grindavík hittir Pargo annan Bandaríkjamanna í DeAndre Kane en þeir léku saman hjá ísraelska stórliðinu Maccabi Tel Aviv tímabilið 2018 til 2019. Pargo er enn einn NBA leikmaðurinn til að spila í Bónus deildinni en fyrir eru þeir Ty-Shon Alexander hjá Keflavík og Justin James hjá Álftanesi. „Þetta er langbesti NBA leikmaðurinn sem hefur komið hingað til Íslands til að spila. Hann spilaði í þrjú ár í NBA. Hann á 86 leiki í NBA á meðan hinir eiga töluvert færri. Justin átta 52 leiki en Ty-Shon fimmtán leiki,“ sagði Leifur Steinn. „Munurinn er að þarna erum við með leikmann sem hefði örugglega getað spilað í tíu ár í NBA. Hann valdi það, eftir fyrstu tvö árin sín í NBA, að fara til Rússlands. Hann fékk risasamning í Rússlandi og fór að spila með CSKA Moskvu,“ sagði Leifur. „Hann varð meistari þar. Hann kaus það að verða stjarna í Eurolegue. Hann var í öðru úrvalsliði Euroleague 2010-2011. Munurinn er að þarna erum við að fá 38 ára gamlan leikmann sem hefur reynslu,“ sagði Leifur. „Hann hefur unnið, verið landsmeistari sex sinnum. Hann hefur spilað í Kína og hefur spilað mikið í Ísrael. Hann hefur verið hörku leikmaður alls staðar þar sem að hann hefur spilað,“ sagði Leifur en heldur hann að þetta eigi eftir að breyta landslaginu fyrir Grindvíkinga? „Já það er klárt mál. Hann er að koma væntanlega vegna þess að DeAndre Kane tekur hann. Hann er vinur hans. Hann er koma með reynslu og leiðtogahæfni. Ég held að Grindvíkingar eigi möguleika á því að verða meistarar með þennan leikmann,“ sagði Leifur. „Ég er mjög spenntur fyrir honum. Að fá alvöru, alvöru leikmann. Ekki ósvipaður og DeAndre Kane,“ sagði Leifur.
NBA Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Álftanes Keflavík ÍF Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Sjá meira