„Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. janúar 2025 10:32 Katrín Jakobsdóttir er nýjasti gestur í hlaðvarpi Hlaðfrétta. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að hún hafi enn miklar skoðanir á íslenskri pólítík og það sé oft erfitt að „halda í sér“ þegar hún fylgist með þjóðfélagsumræðunni. Katrín er nýjasti gesturinn í Hlaðfréttum, hlaðvarpi Fannars Sveinssonar og Benedikts Valssonar, sem eru betur þekktir sem forsprakkar grínþáttanna Hraðfrétta. Í þættinum fór hún um víðan völl og talaði um lífið eftir pólítíkina. Hún sé meðal annars farin að lyfta lóðum, eldi kvöldmat fyrir fjölskylduna og eyði meiri tíma með vinum og vandamönnum. „Ef maður hættir í pólítík þá getur maður haldið áfram að tala um pólitík, margir gera það. Margir fyrrverandi stjórnmálamenn halda áfram að vera stjórnmálamenn. Ég ákvað að ég ætlaði ekki að gera það. Ég hef alveg skoðanir en þær eru meira til heimabrúks. Ég hef ekki viljað fara í viðtöl til að segja hvað mér finnist um þetta og hitt,“ segir Katrín og hélt áfram. „Auðvitað finnst mér alls konar og ég veit alls konar: „bíddu er þetta svona?“ Það er alveg stundum erfitt að halda í sér en ég geri það bara.“ Katrín ræðir hér við fréttamenn eftir að hún sleit ríkisstjórn sinni og stjórn Bjarna Benediktssonar tók við.Vísir/Vilhelm Hún segist aldrei hafa orðið leið á vinnunni þegar hún sat sem forsætisráðherra. „Þú ert bara í hringiðjunni og kemst ekkert út úr henni. Og þegar maður fer út úr henni þá fattar maður hvað þetta er skrítið. Þú fattar þetta ekki fyrr en eftir á. Ég hef ofsalega gaman af því að vinna. Það var alltaf einhver krísa, það voru kjarasamningar sem þurfti að ná, það var stríð og heimsfaraldur og svo byrjuðu eldfjöllin að gjósa. Það var ekki eitt, það var allt. Svo voru mál í þinginu og það var einhver þar, þú þurftir að tala við þennan og hinn. Maður venst því að vera alltaf að. Það sem er skrítið við að fara út (innsk.blm. að hætta í pólitík) er að maður hugsar: Þarf bara enginn að halda á mér að halda lengur? Þetta er dapurlegt. Það er rosalega skrítið,“ segir hún. Benedikt spurði hana út í orðróm þess efnis að hún yrði sendiherra þjóðarinnar í nánustu framtíð og segist hún oft vera spurð út í sendiherrastöðuna. „Er ekki heilmikil vinna að vera sendiherra? Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast þar. Ég segi það eftir að hafa verið forsætirsráðherra þá var alltaf eitthvað. Það fylgir því eitthvað vesen og læti,“ segir hún kímin. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hlaðvörp Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira
Katrín er nýjasti gesturinn í Hlaðfréttum, hlaðvarpi Fannars Sveinssonar og Benedikts Valssonar, sem eru betur þekktir sem forsprakkar grínþáttanna Hraðfrétta. Í þættinum fór hún um víðan völl og talaði um lífið eftir pólítíkina. Hún sé meðal annars farin að lyfta lóðum, eldi kvöldmat fyrir fjölskylduna og eyði meiri tíma með vinum og vandamönnum. „Ef maður hættir í pólítík þá getur maður haldið áfram að tala um pólitík, margir gera það. Margir fyrrverandi stjórnmálamenn halda áfram að vera stjórnmálamenn. Ég ákvað að ég ætlaði ekki að gera það. Ég hef alveg skoðanir en þær eru meira til heimabrúks. Ég hef ekki viljað fara í viðtöl til að segja hvað mér finnist um þetta og hitt,“ segir Katrín og hélt áfram. „Auðvitað finnst mér alls konar og ég veit alls konar: „bíddu er þetta svona?“ Það er alveg stundum erfitt að halda í sér en ég geri það bara.“ Katrín ræðir hér við fréttamenn eftir að hún sleit ríkisstjórn sinni og stjórn Bjarna Benediktssonar tók við.Vísir/Vilhelm Hún segist aldrei hafa orðið leið á vinnunni þegar hún sat sem forsætisráðherra. „Þú ert bara í hringiðjunni og kemst ekkert út úr henni. Og þegar maður fer út úr henni þá fattar maður hvað þetta er skrítið. Þú fattar þetta ekki fyrr en eftir á. Ég hef ofsalega gaman af því að vinna. Það var alltaf einhver krísa, það voru kjarasamningar sem þurfti að ná, það var stríð og heimsfaraldur og svo byrjuðu eldfjöllin að gjósa. Það var ekki eitt, það var allt. Svo voru mál í þinginu og það var einhver þar, þú þurftir að tala við þennan og hinn. Maður venst því að vera alltaf að. Það sem er skrítið við að fara út (innsk.blm. að hætta í pólitík) er að maður hugsar: Þarf bara enginn að halda á mér að halda lengur? Þetta er dapurlegt. Það er rosalega skrítið,“ segir hún. Benedikt spurði hana út í orðróm þess efnis að hún yrði sendiherra þjóðarinnar í nánustu framtíð og segist hún oft vera spurð út í sendiherrastöðuna. „Er ekki heilmikil vinna að vera sendiherra? Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast þar. Ég segi það eftir að hafa verið forsætirsráðherra þá var alltaf eitthvað. Það fylgir því eitthvað vesen og læti,“ segir hún kímin.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hlaðvörp Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira