Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. janúar 2025 19:28 Grunn- og leikskólakennarar eru á leið í verkfall. Vísir Kennaraverkföll hefjast að óbreyttu laugardaginn 1. febrúar í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. Fréttastofa tók saman hvar og hvenær verkföll eru fyrirhuguð og hvort um tímabundin eða ótímabundin verkföll í hverjum skóla fyrir sig er að ræða. Brösuglega hefur gengið að ná sáttum í yfirstandandi kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Fréttastofa hefur fjallað um kjaradeiluna en nýjustu fréttir af henni má nálgast hér. Þar sem verkfallsaðgerðir eru mismunandi eftir svæðum og skólastigum hefur ákveðinn glundroði skapast í hinum ýmsu Facebookhópum, spjallþráðum og kaffisstofum vinnustaða, varðandi hvenær verkföllin hefjist, hvar og hve lengi þau vara. Eftirfarandi samantekt kann að vinna bót á því. Ótímabundin í leikskólum Öll fyrirhuguð verkföll leikskólakennara eru ótímabundin og hefjast að óbreyttu þann 1. febrúar. Leikskólakennarar í eftirfarandi leikskólum munu leggja niður störf. Leikskóli Seltjarnarness Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki Leikskóli Snæfellsbæjar Hulduheimar á Akureyri Höfðaberg í Mosfellsbæ Lundaból í Garðabæ Lyngheimar í Reykjavík Lyngholt á Reyðarfirði Óskaland í Hveragerði Rauðhóll í Reykjavík Stakkaborg í Reykjavík Teigasel á Akranesi Þess má geta að verkföll stóðu yfir í leikskóla Seltjarnarness, Holti, Drafnarsteini, og Ársölum fyrir áramót en var frestað á miðnætti 29. nóvember 2024. Tímabundin í grunnskólum Fyrirhuguð verkföll grunnskólakennara eru aftur á móti öll tímabundin. Að óbreyttu leggja kennarar í eftirfarandi þremur skólum niður störf á tímabilinu 1. til 21. febrúar. Árbæjarskóli í Reykjavík Garðaskóli í Garðabæ Heiðarskóli í Reykjanesbæ Verkföll vara fimm dögum lengur, eða frá 1. til 26. febrúar, í eftirfarandi skólum, að óbreyttu. Egilsstaðaskóli á Egilsstöðum Engjaskóli í Reykjavík Grundaskóli á Akranesi Lindaskóli í Kópavogi Enn óljóst með framhalds- og tónlistarskóla Enn hafa ekki borist upplýsingar um umfang fyrirhugaðra verkfallsaðgerða framhalds- og tónlistarkennara. Á vef Kennarasambandsins, þar sem ofangreindra upplýsinga var aflað, segir að viðkomandi aðildarfélög muni hefja undirbúning aðgerða þann 1. febrúar en þá lýkur friðarskyldu sem sett var á deiluaðila eftir að verkföllum var frestað þann 29. nóvember. Fram kemur að greint verði frá fyrirhuguðum aðgerðum í framhalds- og tónlistarskólum þegar upplýsingar liggja fyrir. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Brösuglega hefur gengið að ná sáttum í yfirstandandi kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Fréttastofa hefur fjallað um kjaradeiluna en nýjustu fréttir af henni má nálgast hér. Þar sem verkfallsaðgerðir eru mismunandi eftir svæðum og skólastigum hefur ákveðinn glundroði skapast í hinum ýmsu Facebookhópum, spjallþráðum og kaffisstofum vinnustaða, varðandi hvenær verkföllin hefjist, hvar og hve lengi þau vara. Eftirfarandi samantekt kann að vinna bót á því. Ótímabundin í leikskólum Öll fyrirhuguð verkföll leikskólakennara eru ótímabundin og hefjast að óbreyttu þann 1. febrúar. Leikskólakennarar í eftirfarandi leikskólum munu leggja niður störf. Leikskóli Seltjarnarness Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki Leikskóli Snæfellsbæjar Hulduheimar á Akureyri Höfðaberg í Mosfellsbæ Lundaból í Garðabæ Lyngheimar í Reykjavík Lyngholt á Reyðarfirði Óskaland í Hveragerði Rauðhóll í Reykjavík Stakkaborg í Reykjavík Teigasel á Akranesi Þess má geta að verkföll stóðu yfir í leikskóla Seltjarnarness, Holti, Drafnarsteini, og Ársölum fyrir áramót en var frestað á miðnætti 29. nóvember 2024. Tímabundin í grunnskólum Fyrirhuguð verkföll grunnskólakennara eru aftur á móti öll tímabundin. Að óbreyttu leggja kennarar í eftirfarandi þremur skólum niður störf á tímabilinu 1. til 21. febrúar. Árbæjarskóli í Reykjavík Garðaskóli í Garðabæ Heiðarskóli í Reykjanesbæ Verkföll vara fimm dögum lengur, eða frá 1. til 26. febrúar, í eftirfarandi skólum, að óbreyttu. Egilsstaðaskóli á Egilsstöðum Engjaskóli í Reykjavík Grundaskóli á Akranesi Lindaskóli í Kópavogi Enn óljóst með framhalds- og tónlistarskóla Enn hafa ekki borist upplýsingar um umfang fyrirhugaðra verkfallsaðgerða framhalds- og tónlistarkennara. Á vef Kennarasambandsins, þar sem ofangreindra upplýsinga var aflað, segir að viðkomandi aðildarfélög muni hefja undirbúning aðgerða þann 1. febrúar en þá lýkur friðarskyldu sem sett var á deiluaðila eftir að verkföllum var frestað þann 29. nóvember. Fram kemur að greint verði frá fyrirhuguðum aðgerðum í framhalds- og tónlistarskólum þegar upplýsingar liggja fyrir.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira