Albert og fé­lagar unnu loks leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Albert var í byrjunarliðinu.
Albert var í byrjunarliðinu. Gabriele Maltinti/Getty Images

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina þegar liðið sótti Lazio heim í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans. Tvö mörk snemma gerðu út um leikinn. 

Fiorentina hafði ekki unnið leik síðan 12. desember og alls leikið sjö leiki án þess að hrósa sigri. Á sama tíma hafði Lazio unnið frábæran sigur á Real Sociedad í miðri viku og því kom góð byrjun gestanna á óvart.

Það voru rétt rúmar tíu mínútur liðnar þegar Yacine Adli kom gestunum yfir eftir undirbúning Robin Gosens. Sex mínútum síðar tvöfaldaði Lucas Beltran forystu Fiorentina. Að þessu sinni var það Dodo sem var með stoðsendinguna.

Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og stefndi lengi vel í tveggja marka sigur gestanna. Albert var tekinn af velli á 77. mínútu og því ekki inn á þegar Adam Marušić minnkaði muninn í uppbótartíma, lokatölur 1-2.

Sigurinn þýðir að Albert og félagar eru nú með 36 stig í 6. sæti, þremur á eftir Lazio sem er í 4. sæti eftir að hafa leikið einum leik meira. Efstu fjögur lið Serie A komast í Meistaradeild Evrópu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira