

Framherjinn Óttar Magnús Karlsson hefur ákveðið að færa sig um set í ítölsku C-deildinni, frá SPAL til AC Renate.
Forsvarsmenn ítalska knattspyrnusambandsins stefna að því að leikur í Seríu A verði spilaður í Ástralíu á komandi tímabili en það yrði í fyrsta sinn sem leikur í evrópskri deild yrði utan heimalands viðkomandi deildar.
Ítalska félagið Inter hefur fest kaup á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, landsliðskonu Íslands sem spilar fyrsta leik gegn Finnlandi á Evrópumótinu í Sviss síðar í dag. Karólína skrifar undir samning til ársins 2028.
Lautaro Martínez lét liðsfélaga sinn hjá Inter, Hakan Calhanoglu, heyra það eftir að liðið datt úr leik á heimsmeistaramóti félagsliða í gær. Calhanoglu tók ekki þátt í leiknum, sem hann segir vera vegna meiðsla.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er stödd með íslenska landsliðinu á EM í Sviss en virðist á sama tíma vera að ganga frá samningi við ítalska stórliðið Inter. Fréttamenn þar í landi slá því föstu að Karólína kvitti undir samning á allra næstu dögum.
Inter Milan og Parma hafa náð samkomulagi um sölu á franska framherjanum Ange-Yoan Bonny til Inter en hann var markahæsti leikmaður Parma á nýliðnu tímabili.
Bandaríski landsliðsmaðurinn Timothy Weah vill ekki spila með Nottingham Forest og er því ekki á leiðinni í ensku úrvalsdeildina.
Nígeríski fótboltamaðurinn Maduka Okoye er í vandræðum og gæti þurft að halda sig lengi í burtu frá fótboltavellinum eftir að upp komst um veðmálasvindl.
„Ég er ótrúlega ánægður með það sem ég hef gert og ef ég tek þá ákvörðun að hætta þá væri ég sáttur. Það styttist í að ég ákveði mig,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta frá upphafi. Hann liggur undir feldi eftir stormasama lokadaga hjá félagi hans Brescia á Ítalíu.
Króatinn Luka Modric hefur gert munnlegt samkomulag við ítalska félagið AC Milan um að spila með liðinu á komandi tímabili.
Albert Guðmundsson er orðinn leikmaður ítalska félagsins Fiorentina.
Ítalska knattspyrnufélagið Bologna fer sérstaka leið til að tryggja það að öll börn á svæðinu verði stuðningsmenn félagsins.
Ítalskir fjölmiðlar greina nú frá því að ítalska úrvalsdeildarfélagið Fiorentina hafi náð munnlegu samkomulagi við Genoa um kaup á íslenska landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni.
Íslenski landsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður franska liðsins Lille er undir smásjá ítalska stórliðsins Roma.
Umspilsleik um fallsæti í ítölsku Serie-B var aflýst vegna óeirða í stúkunni í gær. Stuðningsmenn létu illum látum og köstuðu meðal annars blysum og sætum inn á völlinn.
Þeir sem ráðast á dómara í Ítalíu gætu núna fengið fangelsisdóm. Þetta er lagabreyting sem ítalska ríkisstjórnin staðfesti síðastliðinn föstudag, sem gefur fótbolta dómurum sömu vernd og lögreglumenn.
Fiorentina ætlar ekki að festa kaup á íslenska landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni þrátt fyrir að hafa þegar greitt góða upphæð fyrir að fá leikmanninn að láni á núliðnu tímabili. Albert er samningsbundinn Genoa en þrjú önnur lið í ítölsku úrvalsdeildinni hafa sýnt honum áhuga.
Leikmenn og starfsmenn ítalska fótboltafélagsins Juventus var boðið í heimsókn í Hvíta húsið í Washington DC en upp kom frekar kjánaleg stund í boði Bandaríkjaforseta.
Ítalskur dómari dæmdi sextán stuðningsmenn Internazionale og AC Milan í fangelsi í gær en dómarnir voru frá tveimur til tíu árum.
Forráðamenn ítalska stórliðsins Internazionale hafa miklar áhyggjur af einum leikmanni sínum.
Knattspyrnusamband Ítalíu er að ganga frá ráðningu á fyrrum landsliðsmanninum Gennaro Gattuso, eftir að Luciano Spalletti var sagt upp starfi sem þjálfari ítalska landsliðsins.
Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða.
Þrátt fyrir að stýra liðinu frá falli hefur þjálfari Þóris Jóhanns Helgasonar hjá ítalska liðinu Lecce, Marco Giampaolo, verið rekinn.
Cristian Chivu hefur tekið við störfum sem þjálfari Inter í ítölsku úrvalsdeildinni og gert samning til ársins 2027. Hann er fyrrum leikmaður félagsins og hefur starfað þar sem þjálfari unglingaliða en er með litla reynslu sem aðalþjálfari.
Fornfrægt ítalskt fótboltafélag er farið á hausinn eftir 114 tímabil í ítalska boltanum. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, lék með liðinu undanfarin tvö ár.
Óvíst er hvað tekur við hjá landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni í sumar nú þegar lánstíma hans hjá Fiorentina á Ítalíu er lokið. Hann talar fallega um enska boltann í viðtali við breska miðilinn The i paper, í aðdraganda vináttulandsleiksins við Skotland í kvöld.
Forseti Como í ítölsku úrvalsdeildinni hafnaði beiðni Inter um að ræða við þjálfarann Cesc Fàbregas.
Framtíð Alberts Guðmundssonar er óráðin, lánssamningur hans við Fiorentina er að renna út og félagið hefur ekki tekið ákvörðun um að kaupa hann frá Genoa, sem hefur fundið fyrir áhuga á leikmanninum frá liðum í Meistaradeildinni.
Inter er í leit að nýjum þjálfara eftir að Simone Inzaghi lét af störfum og félagið hefur nú haft samband við Spánverjann Cesc Fabregas, þjálfara Como á Ítalíu. Hann er sagður efstur á óskalistanum en aðrir koma til greina.
Manchester City er sagt hafa náð samkomulagi við AC Milan um kaup á hollenska miðjumanninum Tijjani Reijnders. Hann muni fara með liðinu á HM félagsliða sem hefst eftir tæpar tvær vikur.