Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Vésteinn Örn Pétursson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 24. janúar 2025 07:51 Hér má sjá viðvörun sem stjórnvöld sendu íbúum Skotlands, Englands, Wales og Norður-Írlands. Jeff J Mitchell/Getty Óveðrið Eowyn gengur nú yfir Bretlandseyjar og Írland er veðrið þegar farið að valda vandræðum. Þannig hefur fjölmörgum flugferðum verið aflýst á flugvöllunum í Glasgow, Edinborg og í Dyflinni. Búast má við frekari truflunum á flugsamgöngum þegar líða tekur á daginn. Lestarsamgöngur eru einnig úr skorðum og sum fyrirtæki hafa alfarið frestað sínum ferðum og vara fólk við að vera ekki á ferðinni. Að sama skapi hafa ferjufyrirtæki frestað fjölda áætlaðra ferða yfir Írlandshaf. Um 560 þúsund hús eru án rafmagns á Írlandi, samkvæmt yfirvöldum þar. Í nótt féll vindhraðametið á Írlandi þegar veðurstöð í Galway mældi meðalvindhraða upp á 135 kílómetra á klukkustund, sem gerir viðvarandi vind upp á 38 metra á sekúndu. Rauð veðurviðvörun hefr verið gefin út á Norður-Írlandi, og verður hún í gildi til klukkan tvö í dag. Önnur slík viðvörun tekur svo gildi í Skotlandi klukkan tíu. Fjallað er um Éowyn í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, en þar segir: „Éowyn, stormurinn stóri er kominn til Írlands og þegar þetta er skrifuð var vindhraðinn kominn yfir gamla metið frá 1945. Á Mace Head við vesturströndina fór vindurinn upp í 183 km/klst (51 m/s) í hviðum milli kl 4 og 5. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir bæði Írland og Norður-Írland og búast má við víðtækum skemmdum þar víða um land. Síðar í dag þokast stormurinn til Skotlands.“ Írland Norður-Írland Skotland Tengdar fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Írar undirbúa komu stormsins Éowyn sem nálgast strendur landsins. Búist er við að stormurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar en rauð veðurviðvörun verður í gildi á öllu landinu. 23. janúar 2025 23:39 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Búast má við frekari truflunum á flugsamgöngum þegar líða tekur á daginn. Lestarsamgöngur eru einnig úr skorðum og sum fyrirtæki hafa alfarið frestað sínum ferðum og vara fólk við að vera ekki á ferðinni. Að sama skapi hafa ferjufyrirtæki frestað fjölda áætlaðra ferða yfir Írlandshaf. Um 560 þúsund hús eru án rafmagns á Írlandi, samkvæmt yfirvöldum þar. Í nótt féll vindhraðametið á Írlandi þegar veðurstöð í Galway mældi meðalvindhraða upp á 135 kílómetra á klukkustund, sem gerir viðvarandi vind upp á 38 metra á sekúndu. Rauð veðurviðvörun hefr verið gefin út á Norður-Írlandi, og verður hún í gildi til klukkan tvö í dag. Önnur slík viðvörun tekur svo gildi í Skotlandi klukkan tíu. Fjallað er um Éowyn í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, en þar segir: „Éowyn, stormurinn stóri er kominn til Írlands og þegar þetta er skrifuð var vindhraðinn kominn yfir gamla metið frá 1945. Á Mace Head við vesturströndina fór vindurinn upp í 183 km/klst (51 m/s) í hviðum milli kl 4 og 5. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir bæði Írland og Norður-Írland og búast má við víðtækum skemmdum þar víða um land. Síðar í dag þokast stormurinn til Skotlands.“
Írland Norður-Írland Skotland Tengdar fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Írar undirbúa komu stormsins Éowyn sem nálgast strendur landsins. Búist er við að stormurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar en rauð veðurviðvörun verður í gildi á öllu landinu. 23. janúar 2025 23:39 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Írar undirbúa komu stormsins Éowyn sem nálgast strendur landsins. Búist er við að stormurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar en rauð veðurviðvörun verður í gildi á öllu landinu. 23. janúar 2025 23:39