Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Vésteinn Örn Pétursson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 24. janúar 2025 07:51 Hér má sjá viðvörun sem stjórnvöld sendu íbúum Skotlands, Englands, Wales og Norður-Írlands. Jeff J Mitchell/Getty Óveðrið Eowyn gengur nú yfir Bretlandseyjar og Írland er veðrið þegar farið að valda vandræðum. Þannig hefur fjölmörgum flugferðum verið aflýst á flugvöllunum í Glasgow, Edinborg og í Dyflinni. Búast má við frekari truflunum á flugsamgöngum þegar líða tekur á daginn. Lestarsamgöngur eru einnig úr skorðum og sum fyrirtæki hafa alfarið frestað sínum ferðum og vara fólk við að vera ekki á ferðinni. Að sama skapi hafa ferjufyrirtæki frestað fjölda áætlaðra ferða yfir Írlandshaf. Um 560 þúsund hús eru án rafmagns á Írlandi, samkvæmt yfirvöldum þar. Í nótt féll vindhraðametið á Írlandi þegar veðurstöð í Galway mældi meðalvindhraða upp á 135 kílómetra á klukkustund, sem gerir viðvarandi vind upp á 38 metra á sekúndu. Rauð veðurviðvörun hefr verið gefin út á Norður-Írlandi, og verður hún í gildi til klukkan tvö í dag. Önnur slík viðvörun tekur svo gildi í Skotlandi klukkan tíu. Fjallað er um Éowyn í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, en þar segir: „Éowyn, stormurinn stóri er kominn til Írlands og þegar þetta er skrifuð var vindhraðinn kominn yfir gamla metið frá 1945. Á Mace Head við vesturströndina fór vindurinn upp í 183 km/klst (51 m/s) í hviðum milli kl 4 og 5. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir bæði Írland og Norður-Írland og búast má við víðtækum skemmdum þar víða um land. Síðar í dag þokast stormurinn til Skotlands.“ Írland Norður-Írland Skotland Tengdar fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Írar undirbúa komu stormsins Éowyn sem nálgast strendur landsins. Búist er við að stormurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar en rauð veðurviðvörun verður í gildi á öllu landinu. 23. janúar 2025 23:39 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Búast má við frekari truflunum á flugsamgöngum þegar líða tekur á daginn. Lestarsamgöngur eru einnig úr skorðum og sum fyrirtæki hafa alfarið frestað sínum ferðum og vara fólk við að vera ekki á ferðinni. Að sama skapi hafa ferjufyrirtæki frestað fjölda áætlaðra ferða yfir Írlandshaf. Um 560 þúsund hús eru án rafmagns á Írlandi, samkvæmt yfirvöldum þar. Í nótt féll vindhraðametið á Írlandi þegar veðurstöð í Galway mældi meðalvindhraða upp á 135 kílómetra á klukkustund, sem gerir viðvarandi vind upp á 38 metra á sekúndu. Rauð veðurviðvörun hefr verið gefin út á Norður-Írlandi, og verður hún í gildi til klukkan tvö í dag. Önnur slík viðvörun tekur svo gildi í Skotlandi klukkan tíu. Fjallað er um Éowyn í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, en þar segir: „Éowyn, stormurinn stóri er kominn til Írlands og þegar þetta er skrifuð var vindhraðinn kominn yfir gamla metið frá 1945. Á Mace Head við vesturströndina fór vindurinn upp í 183 km/klst (51 m/s) í hviðum milli kl 4 og 5. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir bæði Írland og Norður-Írland og búast má við víðtækum skemmdum þar víða um land. Síðar í dag þokast stormurinn til Skotlands.“
Írland Norður-Írland Skotland Tengdar fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Írar undirbúa komu stormsins Éowyn sem nálgast strendur landsins. Búist er við að stormurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar en rauð veðurviðvörun verður í gildi á öllu landinu. 23. janúar 2025 23:39 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Írar undirbúa komu stormsins Éowyn sem nálgast strendur landsins. Búist er við að stormurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar en rauð veðurviðvörun verður í gildi á öllu landinu. 23. janúar 2025 23:39