Lögbann sett á tilskipun Trumps Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. janúar 2025 21:47 Trump hefur gefið út að hann hyggist áfrýja lögbanninu. AP/Ben Curtis Bandarískur alríkisdómari hefur frestað gildistöku forsetatilskipunar Trump um afnám réttinda til bandarísks ríkisborgararéttar við fæðingu um fjórtán daga með bráðabirgðalögbanni. Donald Trump telur mikilvægi að afnema þessi réttindi en dómarinn, John Coughenour, segir það bersýnilega stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Fjórtándi viðauki stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um að hver sá sem fæðist í Bandaríkjunum sé bandarískur ríkisborgari. Lögbannið lagði hann fram að áeggjan þingmanna fjögurra ríkja Bandaríkjanna, Arizona, Illinois, Oregon og Washington. Tilskipunin hefur þegar orðið tilefni fimm málsókna á hendur alríkinu og yfirlýsinga ríkislögmanna tuttugu og tveggja ríkja. Allir eru sammála um að tilskipun forsetans gangi bersýnilega í berhögg við stjórnarskrána. Lane Polozola, ríkislögmaður Washingtonríkis, segir stöðuna sem upp er komin grafalvarlega. Hún ræddi við blaðamenn í Seattle í kjölfar þess að lögbannið var sett á. „Þetta er bara fyrsta skrefið en að heyra dómarann segja að á hans fjörutíu ára starfsferli sem dómari hafi hann aldrei séð neitt sem gangi svo bersýnilega gegn stjórnarskránni, sýnir hve alvarlegt þetta er,“ segir Polozoa. Tilskipun Trump kveður á um að barn öðlist ekki sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt fyrir það eitt að fæðast í Bandaríkjunum ef hvorugt foreldri er bandarískur ríkisborgari eða handhafi löglegs landsvistarleyfis. Gangi áætlanir Trump eftir yrðu öll börn sem fædd eru eftir 19. febrúar og uppfylla ekki fyrrnefnd skilyrði vísað á brott frá Bandaríkjunum. Allt að 150 þúsund börn yrðu af bandarískum ríkisborgararétti árlega. „Ég á í erfiðleikum með að skilja hvernig lögmaður gæti sagt skilyrðislaust að þessi tilskipun standist ákvæði stjórnarskrárinnar. Ég botna ekkert í því,“ hefur Reuters eftir Coughenour dómara. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Donald Trump telur mikilvægi að afnema þessi réttindi en dómarinn, John Coughenour, segir það bersýnilega stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Fjórtándi viðauki stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um að hver sá sem fæðist í Bandaríkjunum sé bandarískur ríkisborgari. Lögbannið lagði hann fram að áeggjan þingmanna fjögurra ríkja Bandaríkjanna, Arizona, Illinois, Oregon og Washington. Tilskipunin hefur þegar orðið tilefni fimm málsókna á hendur alríkinu og yfirlýsinga ríkislögmanna tuttugu og tveggja ríkja. Allir eru sammála um að tilskipun forsetans gangi bersýnilega í berhögg við stjórnarskrána. Lane Polozola, ríkislögmaður Washingtonríkis, segir stöðuna sem upp er komin grafalvarlega. Hún ræddi við blaðamenn í Seattle í kjölfar þess að lögbannið var sett á. „Þetta er bara fyrsta skrefið en að heyra dómarann segja að á hans fjörutíu ára starfsferli sem dómari hafi hann aldrei séð neitt sem gangi svo bersýnilega gegn stjórnarskránni, sýnir hve alvarlegt þetta er,“ segir Polozoa. Tilskipun Trump kveður á um að barn öðlist ekki sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt fyrir það eitt að fæðast í Bandaríkjunum ef hvorugt foreldri er bandarískur ríkisborgari eða handhafi löglegs landsvistarleyfis. Gangi áætlanir Trump eftir yrðu öll börn sem fædd eru eftir 19. febrúar og uppfylla ekki fyrrnefnd skilyrði vísað á brott frá Bandaríkjunum. Allt að 150 þúsund börn yrðu af bandarískum ríkisborgararétti árlega. „Ég á í erfiðleikum með að skilja hvernig lögmaður gæti sagt skilyrðislaust að þessi tilskipun standist ákvæði stjórnarskrárinnar. Ég botna ekkert í því,“ hefur Reuters eftir Coughenour dómara.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira