Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar 23. janúar 2025 13:31 Kennarahlutverkið hefur breyst í gegnum árin og þá sérstaklega síðustu ár. Æ fleiri þættir falla nú undir verkahring kennarans, utan þess að beinlínis mennta nemendur. Sumir segja jafnvel að kennarastarfið hafi hægt og rólega þokast í áttina að því að vera umönnunarstarf frekar en fræðslustarf. Þá hafi skólakerfið líka losað sig við ljóta hluti eins og getuskiptingu og einkunnir í tölum. Það getur svo sem verið gott og blessað. Margir telja það hið besta mál. En þá getur fólk ekki verið undrandi ef gefið er eftir í öðrum þáttum. Eitt af því sem hefur fjölgað hlutverkum kennarans er innleiðing skóla án aðgreiningar. Fyrirbæri sem barist var fyrir á göfugum forsendum. Eitthvað sem ýmsar rannsóknir benda til að virki og hafi jákvæð áhrif í skólastarfi. Ef það er á annað borð vel gert. Hugtakið skóli án aðgreiningar var svo notað í fyrsta skipti í lögum um grunnskóla árið 2008. Og innleidd í inn í íslenskt menntakerfi árin 2010-2012. Í kjölfar niðurskurðarstefnu fjármálahrunsins innan skólakerfisins. Talandi um frábæra tímasetningu. Það virðist vera að leiðtogar þess tíma hafi litið á þetta sem gæðastimpil í kladdann, en fátt annað. Jafnvel leið til hagræðingar. Að spara án aðgreiningar. Taka fjármagn sem fyrir var í sérúrræðum og færa það inn í skólana. Auka skilvirkni og ná frekari stærðarhagkvæmni. Eða öllu heldur að taka sérúrræðin og færi þau inn í skólana en spara þá fjármálin. Það má nokkurnveginn líkja þessu við lagabreytinguna um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem sett var í lög en var ekki gert ráð fyrir í fjárlögum. Gæti þetta hafa verið ákveðin dygðaskreyting þáverandi stjórnvalda. Tveimur árum eftir að þetta var sett af stað með pompi og prakt byrjar svo Ísland að dragast aftur í Pisa könnunum á fleiri en einu sviði. Það mætti kannski draga ályktun að þarna gæti verið tenging á milli. En hver er orsökin þá? Er líklegt að kennarar valdi því einfaldlega ekki að sífellt sé verið að víkka verksvið þeirra. Að koma til móts við alla, á öllum forsendum. Vissulega aðlöguðust kennarar, unnu af heilindum og festu, því þeir bera hag nemenda sinna fyrir brjósti. En er það sjálfbært. Og hvað kostar það? Viljum við þúsundþjalasmiði sem eru þokkalegir í mörgu en ekki góðir í neinu. Eða viljum við sérfræðinga í fræðslustarfsemi. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Kennarahlutverkið hefur breyst í gegnum árin og þá sérstaklega síðustu ár. Æ fleiri þættir falla nú undir verkahring kennarans, utan þess að beinlínis mennta nemendur. Sumir segja jafnvel að kennarastarfið hafi hægt og rólega þokast í áttina að því að vera umönnunarstarf frekar en fræðslustarf. Þá hafi skólakerfið líka losað sig við ljóta hluti eins og getuskiptingu og einkunnir í tölum. Það getur svo sem verið gott og blessað. Margir telja það hið besta mál. En þá getur fólk ekki verið undrandi ef gefið er eftir í öðrum þáttum. Eitt af því sem hefur fjölgað hlutverkum kennarans er innleiðing skóla án aðgreiningar. Fyrirbæri sem barist var fyrir á göfugum forsendum. Eitthvað sem ýmsar rannsóknir benda til að virki og hafi jákvæð áhrif í skólastarfi. Ef það er á annað borð vel gert. Hugtakið skóli án aðgreiningar var svo notað í fyrsta skipti í lögum um grunnskóla árið 2008. Og innleidd í inn í íslenskt menntakerfi árin 2010-2012. Í kjölfar niðurskurðarstefnu fjármálahrunsins innan skólakerfisins. Talandi um frábæra tímasetningu. Það virðist vera að leiðtogar þess tíma hafi litið á þetta sem gæðastimpil í kladdann, en fátt annað. Jafnvel leið til hagræðingar. Að spara án aðgreiningar. Taka fjármagn sem fyrir var í sérúrræðum og færa það inn í skólana. Auka skilvirkni og ná frekari stærðarhagkvæmni. Eða öllu heldur að taka sérúrræðin og færi þau inn í skólana en spara þá fjármálin. Það má nokkurnveginn líkja þessu við lagabreytinguna um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem sett var í lög en var ekki gert ráð fyrir í fjárlögum. Gæti þetta hafa verið ákveðin dygðaskreyting þáverandi stjórnvalda. Tveimur árum eftir að þetta var sett af stað með pompi og prakt byrjar svo Ísland að dragast aftur í Pisa könnunum á fleiri en einu sviði. Það mætti kannski draga ályktun að þarna gæti verið tenging á milli. En hver er orsökin þá? Er líklegt að kennarar valdi því einfaldlega ekki að sífellt sé verið að víkka verksvið þeirra. Að koma til móts við alla, á öllum forsendum. Vissulega aðlöguðust kennarar, unnu af heilindum og festu, því þeir bera hag nemenda sinna fyrir brjósti. En er það sjálfbært. Og hvað kostar það? Viljum við þúsundþjalasmiði sem eru þokkalegir í mörgu en ekki góðir í neinu. Eða viljum við sérfræðinga í fræðslustarfsemi. Höfundur er kennari.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar