„Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Jakob Bjarnar skrifar 25. janúar 2025 07:01 Friðrik Ólafsson er níræður um þessar mundir og hann lítur um öxl. Hann minnist margra litríkra persóna skáksögunnar og segir einhvern halda því fram að skákmenn fái aldrei Alzheimer. vísir/rax „Mér þætti vænt um ef flestir sjái sér fært að eiga þetta síðdegisboð með mér. Ég reiknaði aldrei með því að verða svona gamall. En það er gaman að líta yfir ævina. Og vera ekki alveg úti á þekju,“ segir Friðrik Ólafsson stórmeistari og lögfræðingur. Friðrik verður níræður á sunnudaginn og af því tilefni verður opið hús í Hörpu. Samkoman hefst klukkan fjögur og hafa ýmsir mektarmenn boðað komu sína svo sem Rússinn Arkady Dvorkovich, forseti Alþjóða skáksambandsins FIDE. Þó níutíu sé virðulegur aldur er engan bilbug að finna á Friðriki, hann gæti þess vegna orðið rúmlega hundrað ára og allra karla elstur? „Já, það er svo spurning hvað maður kærir sig um,“ segir Friðrik kíminn við þeim vangaveltum. Hann er helst á því að blaðamaður Vísis hafi þarna farið fram úr sér. Það á eftir að gerast nokkrum sinnum í þessu spjalli. Friðrik féllst á viðtal við blaðamann Vísis í tilefni þessara tímamóta. Hann er heiðursmaður af gamla skólanum, með lúmskan húmor en grobb lætur honum illa. Blaðamanni tókst engu að síður, með barnalegum spurningum sínum, að sannfæra Friðrik um að hann mætti og ætti að segja það sem honum sýndist. Hann hefði fyrir löngu öðlast þann sess. Friðrik féllst á það en með semingi. Þó yngstu kynslóðirnar þekki það ekki eru fáir ef nokkrir sem hafa borið hróður Íslands eins víða og Friðrik Ólafsson. Kannski Nóbelsskáldið, en þar má vart á milli sjá, Vigdís Finnbogadóttir og svo tónlistarmenn á borð við Björk og Laufey, já og Sigur Rós. Hér fara þau tvö sem helst hafa borið hróður þjóðarinnar út fyrir landsteina. Þau tóku höndum saman 2018 þau, Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik og fleiri heiðursborgarar Reykjavíkur til að mótmæla byggingu hótels í Víkurskarði Reykjavík. Vigdís er fimm árum eldri en Friðrik.Vísir/Vilhelm Saga Friðriks er ótrúleg og hvernig hann gat, komandi frá lítilli eyju lengst úti í Ballarhafi og nánast án alls stuðnings, gert sig gildandi meðal þeirra fremstu á heimsvísu í skák, er spurning sem verður seint svarað til fullnustu. Þar liggur eitthvað í persónugerðinni sem gerir gæfumuninn. „Ég er fæddur Reykvíkingur. Og foreldrar mínir líka,“ segir Friðrik. Þetta er þegar það að vera Reykvíkingur taldist ekki ýkja merkilegt og þykir kannski ekki enn. Íslendingar voru flestir „einhvers staðar frá“ – búalið að flytja á mölina og var talað af nokkurri fyrirlitningu um slíka í skáldskap. „Jú, það var algengara 1935. Íbúatalan var kannski 40 þúsund.“ Heimur sem er að hverfa úr minni Reykjavík var þorp og Friðrik ólst upp við Hlemm. Hann segir ekki úr vegi að tæpa á forsögunni, það gæti verið viðeigandi byrjun. „Það vita til að mynda fæstir hver eru tildrög þess að Hlemmur heitir Hlemmur? Ég þyrfti nú eiginlega að fá að fletta upp í bókinni minni, þetta er eitt af þeim nöfnum, kennileitum sem er búið að breyta og eyðileggja.“ Friðrik teygir sig í mikla bók eftir Helga Ólafsson sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út 2020 og þylur upp úr henni um mannlíf við Hlemm. Það kemur á daginn að nafnið Hlemmur er dregið af pramma sem notaður var yfir læk sem rann niður eftir Norðurmýrinni til norðurs í átt til sjávar. „Ég bjó á Laugaveginum við Hlemm,“ segir Friðrik og les: „Rauðarárstígur dregur nafn sitt af Rauðará, vatnslítilli á – öllu heldur læk – sem átti upptök sín í Öskjuhlíðinni og liðaðist norður eftir Norðurmýrinni, nokkru vestar en Rauðarárstígurinn er, og áfram til norðurs, uns hún rann til sjávar í Rauðarárvíkinni, skammt frá höfðuðbólinu Rauðará, sem stóð þar sem Frímúrarahöllin er í dag. Friðrik, sem nú heldur upp á níutíu ára afmæli sitt segist hafa alist upp við heim sem er að hverfa. Til að mynda vita fáir af hverju Hlemmur heitir Hlemmur?vísir/rax Þar sem áin rann yfir Laugaveginn var á ofanverðri 19. öld gerð brú yfir hana til að greiða fyrir umferð. Ekki þótti brúin merkileg, og var því jafnan nefnd Hlemmur. Þetta heiti festist svo smám saman yfir allt svæðið og hefur nú öðlast varanlegan sess í hugum Reykvíkinga,“ segir Friðrik. Og les áfram: „Mun upprunalegt heiti árinnar vera „Reyðará“ og dregur þannig nafn sitt af orðinu reyður sem þýðir silungur en heiti árinnar breyttist með tímanum í Rauðará.“ Svona vill þetta skolast til og að endingu man þetta ekki nokkur maður. Friðrik vill halda utan um skrif Braga Ásgeirssonar sem ritaði góða lýsingu um þetta svæði. Þetta var annar heimur? „Já, allt annað. Gjörsamlega. Þetta hverfur núna, síðustu leifarnar.“ Náði undraskjótt góðum tökum á skák En hvernig stendur á því að þú fórst að tefla? „Já, þetta er spurning sem ég hef oft fengið. Ég býst við því að faðir minn, sem var skákáhugamaður og tefldi oft við kunningja sína, hafi haft þar áhrif. Svo átti ég kunningja í næsta húsi, sem ég held að ég hafi lært að tefla af. Hann var átta og ég sjö.“ Friðrik segir svo frá að um þetta leyti hafi hann horft á pabba sinn tefla við kunningja sinn. „Ég sagði upphátt: Hann teflir nú ekkert svo vel þessi! Þá segir sagan að ég hafi verið spurður: Viltu þá ekki bara tefla við hann sjálfur? Ég tefldi við hann og mátaði. Þetta er þjóðsagan. Ég veit það ekki, við tefldum strákarnir í næsta húsi, kunningi minn sem hét Hörður Felixson. Ég tefldi svo ekkert að ráði. Ég var orðinn níu þegar ég fór að hafa áhuga á þessu.“ Friðrik heilsar upp á Fidel Castro. Víst er að Friðrik fór á ótrúlegustu staði sem stórmeistari í skák.Úr einkasafni Helst er á Friðriki að heyra að hann hafi þá þegar verið orðinn aldinn að árum níu ára gamall. Taflfélag Reykjavíkur hafði aðstöðu í næsta nágrenni við Hlemm, þar sem Náttúrugripasafnið stendur þvert á Hlemm þar sem bílaverkstæði Egils var. „Þar var Þórskaffi. Þar var Taflfélag Reykjavíkur með skákæfingar. Og þangað var stutt fyrir mig að fara. Svo ég tíðkaði komur mínar þangað. Og fór að tefla þar á einhverjum æfingum og vera með í mótum.“ Sætt að vinna þann sem vildi ekki að hann fengi að tefla Friðrik segir fyrsta mótið sem hann mætti á sérstaklega minnistætt. Sem var Skákþing Íslands. „Ég mætti þá 11 ára gamall. Og vildi fá að tefla. Það ráku allir upp stór augu, þetta var fullorðinna manna íþrótt. Og sumir hverjir töldu annmarka á því að svo ungur drengur ætti að tefla á móti fullorðinna því hann myndi njóta sálarlegs bakslags út úr því. Svo það varð úr rekistefna um þátttöku 11 ára pilts.“ Síðan voru greidd atkvæði um það hvort Friðrik ætti að fá að tefla í 2. flokki. En þaðan vinna menn sig upp í 1. flokk, meistaraflokkur og svo var það landsliðsflokkur. „Það varð úr að ég tefldi. Og ég stóð mig mjög vel, fékk yfir 50 prósent vinninga og hafði mesta ánægju af því að ég vann þann sem mest hafði á móti því að ég fengi að tefla. Þetta var mín byrjun.“ Þú nærð strax þarna undraskjótum tíma góðum tökum á skákinni? „Ég var 12 ára gamall kominn upp í meistaraflokk. Ég þurfti ekki nema eitt ár til að fara þangað. Svo var ég kominn í landslið 15 ára gamall. Það tók mig ekki nema fimm ár að klífa þetta. Þá er ég kominn í hóp bestu skákmanna Íslands.“ Friðrik segir að skáklífið hafi verið líflegt á þessum árum en ekki hafi það verið á háu stigi. „Tæknilega og menningarlega. Það var ekki lögð mikil áhersla á kenningar og vísindalega aðlögun í skákinni. Fáir sem kynntu sér vel allar grundvallarreglur eða voru að tefla teóríur; að byggja á einhverjum rannsóknum, bókum og svona. Jú, þeir bestu höfðu kynnt sér þau fræði en það var aldrei lögð mikil áhersla á slíkt,“ segir Friðrik. Skildi aldrei þessa djúpstæðu minnimáttarkennd Hann bendir á að fæstir ef nokkrir höfðu velt fyrir sér þeim möguleika að það mætti hafa skák að lifibrauði. „Ekki í þeim skilningi. Þetta var meira áhugamennska. En seinna varð þetta hrein atvinna. Á fyrstu tímum vorum við Íslendingar að fara einn og einn til að tefla á Norðurlandamóti. En það varð ekki neinn verulegur árangur fyrr en Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, verður Norðurlandameistari. Þá fyrst kemur skurkur í þetta. Þá hafi fyrst heyrst raddir: Jæja, við Íslendingar erum ekkert verri en þetta!“ Friðrik segir þetta viðkvæðið þegar hann var að alast upp. Að Íslendingar væru ekki líklegir til stórra afreka. „Mér fannst alltaf eima af minnimáttarkennd gagnvart útlendingum. En ég skildi aldrei að fjöllin þyrftu að vera svona blá í fjarska, óyfirstíganleg. En það var fyrir fram gefið að menn hefðu ekkert í útlendinga að gera, það var ríkjandi viðhorf.“ Friðrik er sjentilmaður af gamla skólanum. En það verður ekki hjá því litið að hann var algjör frumkvöðull á sviði skáklistarinnar og reif hana upp úr viðjum sveitamennsku.vísir/rax Þessi minnimáttarkennd þjakaði hins vegar Friðrik aldrei sem er ef til vill það sem gerir hann einstakan í Íslandssögunni. Árið 1939 sendu Íslendingar ólympíusveit á mót sem haldið var í Búenos Aires í Argentínu. Sú sveit stóð sig vel, vann B-flokk og var Baldur Möller þeirra þekktastur. Þetta vakti nokkurn áhuga hér heima. „Og vakti þá hugmynd að Íslendingar væru kannski ekki eins miklir eftirbátar og menn höfðu haldið. Vakning varð á stríðsárunum. Skrítið að mótið í Búenos Aires var haldið í byrjun stríðsins. Þessi íslenska sveit var mánuð á leiðinni heim vegna stríðsástandsins. En skákin var farin að vekja áhuga hér heima. Þetta var 1939 og ég fjögurra ára gamall. Þá fara koma öldur og ég hef smitast eitthvað af þeim.“ Friðrik rífur skákina upp úr lognmollunni En það var hálfgert öldugjálfur. „Ég er sá sem ríf þetta upp úr ákveðinni lognmolluástandi, ríf skákina upp í að vera íþróttagrein sem er tekin föstum tökum,“ segir Friðrik þegar gengið er á hann með þetta. „Að vera tekinn alvarlega. Þú stúderar og býrð þig undir mót en ekki með því hugarfari að ég muni standa mig – kannski,“ segir Friðrik. Hann leggur áherslu á að ekki dugi að menn fari utan óundirbúnir, þú verðir að móta þína eigin stefnu og byrjanir – hvernig þú vilt haga þinni taflmennsku. Friðrik teflir við sjálfan Petrosian 1971.Úr safni Friðrik telur það hafa hjálpað verulega að móðurbróðir hans sem var stýrimaður á Tröllafossi hafi ætíð sýnt frama frænda síns á skáksviðinu áhuga. „Hann hafði mikinn áhuga á að aðstoða mig. Hann fór og keypti handa mér skáktímarit og gaf mér. Ég gat á vissan hátt fylgst með skáklífinu erlendis á sama tíma atburðirnir voru að gerast. Þetta voru kannski ársgamlar fréttir, með teoríum og slíkt.“ Þú ferð til að tefla á erlendri grundu með kassann út? „Já, ég áttaði mig ekkert á því hvers vegna útlendingar þyrftu að vera miklu betri en við. Fjöllin blá í fjarska … hann dofnar liturinn þegar maður kemur nær.“ Friðrik er kominn í hóp betri skákmanna Íslands 11 til 12 ára gamalla og hann varð Norðurlandameistari í skák 18 ára. Þú hefur verið undrabarn? „Jaaaá,“ segir Friðrik sem augljóslega er ekkert um spurninguna gefið. „Ég hef verið að átta mig á því smám saman. Ég hef ekkert hugsað út í það en, jú, ég hef greinilega verið undrabarn.“ Sovétmenn lögðu ofurkapp á skákina Sovétski skákskólinn réði lögum og lofum þegar Friðrik er að koma upp enda litu Sovétríkin á skákina sem mikla rós í hnappagatið. Að sýna skákstyrkleika var þeim afar mikilvægt. „Lenin var nokkuð góður skákmaður. Hann tefldi og hafði mikið álit á íþróttinni, sína hugsun og hugsjónir. Skákin var að hans mati gott apparat til að hressa upp á mannsandann og leyfa mönnum að sjá hlutina í skýrara móti. Hann hafði áhuga á því að skákin væri hátt skrifuð. Hann vildi byggja upp skákmenningu.“ Friðrik teflir á Hastings-mótinu um áramót 1955-1956. Þarna sló hann fyrst og rækilega í gegn á alþjóðlegum vettvangi.Reg Burkett/Keystone/Hulton Archive/Getty Images Og skákin var strax þá ríkisrekið fyrirbæri. Skákmenn höfðu það gott og um starfsemina voru byggðar hallir. „Þetta átti við um fleiri svið, aðrar íþróttir, þeir vildu að skara framúr. Skákin var aldrei tekin slíkum tökum í hinum vestræna heimi, þar voru menn bara einir. Frjáls félagasamtök eins og gerist og gengur, en ekki sami kraftur.“ Friðrik horfir til gríðarlegs aðstöðumunar. Skákmenn í Sovétríkjunum voru starfsmenn ríkisins, höfðu þjálfara og sæg aðstoðarmanna. „Já, það var mikill aðstöðumunur milli sovétskra skákmanna og vestrænna á þeim tíma.“ Gríðarlegur aðstöðumunur Á Íslandi skorti hins vegar allt sem kalla má fagmennsku í tengslum við skákina. „Þegar ég var að eiga við sovétska skákmenn var ég einn. Ég lærði einn, ég kenndi mér sjálfur, ég hafði engan kennara, engan þjálfara, ég kem einn upp.“ Friðrik við svörtu og hvítu reitina í Wijk aan Zee 1977.úr safni Friðrik horfir um öxl og segir þetta sannleika málsins. „Þetta er það sem vantaði uppá til að ég næði alla leið. Það sem mig skorti fyrst og fremst var agi: Nú gerir þú þetta í dag, þú ferð ekkert út á galeiðuna og svo framvegis. Mig vantaði einhvern strangan kenniföður sem héldi mér við efnið. En það þarf alltaf að skoða þetta í samhengi. Maður var meira og minna einn, bæði skákfræðilega og líka sem manneskja. Mig skorti bæði aga og skipulag.“ Friðrik segir að lengi framan af ferli sínum hafi menn rekið sig á það, þar sem Rússar voru að tefla, að þeir voru alltaf með aðstoðarmenn með sér. Og í kjölfarið fylgdu önnur kommúnistaríki. „Þeir voru mjög áberandi lengi vel. Það var hlaðið svo mikið undir þetta og gert mikið til að þjálfa menn, að þeir hefðu það sem best og nytu sem mestrar aðstoðar. Þeir lögðu svo mikið upp úr því að vera númer eitt í skákinni. Hún snerti sérstaklega viðkvæmar taugar hjá Sovétsmönnum.“ Fyrst senda má mann til Ástralíu að hoppa eins og kengúra ... Friðrik vendir kvæði sínu í kross eitt andartak og segir Rússana hafa farið illa að ráði sínu gagnvart Úkraínu. „Þar voru bestu skákmennirnir. Og kannski í Kasakstan. Athyglisvert,“ segir Friðrik hugsi. Taimanov var skákmeistari sem varð nokkrum sinnum skákmeistari Sovétríkjanna, enginn smáræðis árangur, hafði mikið álit á Friðriki. „Hann sagði að ég hefði getað orðið heimsmeistari ef ég hefði tekið þetta réttum tökum. En hér skorti skilyrði. Þetta er munurinn á áhugamennsku og atvinnumennsku. Hreinni atvinnumennsku þar sem allt var týnt til svo maður geti náð sem lengst. Þannig var það nú.“ Friðrik greip hvert tækifæri framan af ferli við að afla sér gagna. En hafa ber í huga að þetta er löngu fyrir tíma internetsins og erlendar fréttir bárust stopult til Íslands. Og eitthvað kom ríkið að málum þegar árangurinn fór að sýna sig. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands þekkir feril Friðriks giska vel og vildi vita hvort hann hafi nokkuð sagt blaðamanni frá því þegar Ólafur Thors forsætisráðherra ákvað að styrkja hann til farar á áskorendamót.vísir/jakob „Sagði hann þér nokkuð söguna af því þegar Ólafur Thors forsætisráðherra kom honum til hjálpar,“ segir Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins hlæjandi þegar blaðamaður hitti hann til að afla sér heimilda fyrir þetta viðtal. En á þeim bænum er Friðrik í hávegum hafður og blaðamaður var að ræða þennan aðstöðumun sem var á mönnum. Nei? „Ólafur hafði þá hringt í Friðrik, eftir að til hans hafði verið leitað, í tengslum við þátttöku Friðriks í áskorendamótinu 1959. Ólafur sagði að fyrst Íslendingar gætu sent mann yfir hálfan hnöttinn til að hoppa eins og kengúra í Ástralíu þá hlyti að mega bjarga framlögum í þetta.“ Gunnar lítur á það sem sérstakan heiður að hafa kynnst Friðriki. Inngróin minnimáttarkennd og sveitamennska Þarna er vitaskuld vísað til Vilhjálms Einarssonar sem vann eins og frægt er silfurverðlaun á ólympíuleikum 1957 í þrístökki. Friðrik segir að þó aðstöðumunurinn hafi verið mikill hafi ríkið þó komið að málum þegar hann var að keppa á erlendri grundu. „Jú, það gerði það nú. Baldur Möller var alltaf mjög dyggur og indæll og góður. Hann vissi hvað þurfti til. En þetta gekk allt frekar hægt hérna. Það voru aldrei miklir peningar í þessu til að styðja við bakið á manni. Þetta var dálítil sveitamennska … má maður segja svona?“ Já, þú mátt segja það sem þér sýnist. Friðrik og Bent Larsen háðu marga hildina í gegnum tíðina. Hér við verðlaunaafhendingu árið 1956 en þá tefldu þeir sögufrægt einvígi um Norðurlandameistaratitilinn. Teflt var í Sjómannaskólanum og var húsfyllir og lögðust menn á glugga tl að fylgjast með.úr safni „Jæja. Menn áttuðu sig ekki alveg á því hvað þurfti til. Ég man eftir því að þegar maður var kominn það hátt á alþjóðlega sviðinu og það blasti við að maður átti að verða stórmeistari, þá þótti mönnum í mikið ráðist að ég væri að fá slíkan titil. Þetta var bara eitthvað mont, eins og Íslendingar segja. Betra að fá hlutina seint og standa undir þeim, í staðinn fyrir að fá þá of snemma og standa ekki undir þeim. Þannig var hugsunarhátturinn.“ Vantaði lærimeistara Friðrik hlaut stórmeistaratitil 1958. Það var tilkynnt á miðju gríðarsterku millisvæðamóti í Portoroz í Júgóslavíu. „Ég hefði getað fengið hann tveimur árum áður ef hefði verið sótt um hann þá. Það þurfti að láta vita af því.“ Friðrik segir þennan titil skipta miklu máli, það segi sitt um getuna og í kjölfarið berast boð um að tefla í mótum. „Það hefur kannski gleymst að taka það með í reikninginn. En Íslendingar voru svolítið til baka að þessu leyti, ekkert að vera að flýta sér of mikið, þetta kemur allt saman. Það auðvitað hamlaði mér að ég kem frá litlu landi og fámennu og skákin ekki á háu stigi.“ Friðrik segir þetta eiga við um fleiri greinar. En þetta hafi hamlað honum. „Fyrst og fremst að vera ekki fá ekki aðstoð, að einhver tæki mann að sér og leiðbeindi ekki bara skáklega heldur bara lífinu almennt. Mig skorti læriföður. Ég þurfti að treysta á sjálfan mig og engan annan.“ Ljóst að sjómennskan lá ekki fyrir skákmeistaranum Gott dæmi um þetta er fyrsta utanlandsferð Friðriks, en hann er þá 15 ára og hélt utan til Englands til að taka þátt í unglingaskákmóti í Birmingham. Þaðan höfðu borist boð og Friðrik þótti sjálfkjörinn. „Ég skaraði fram úr og var sendur. En það þótti ekki hæfa að senda mig með flugvél eða farþegaskipi, ég fékk pláss í togara. Vildi svo vel til að einn af forystumönnum skáksambandsins, Árni Snævarr, var í bæjarstjórn og öllum hnútum kunnugur. Hann var verkfræðingur og hafði lært í München þar hafði hann kynnst skákinni. Friðrik við forláta skákborð sem hann hlaut að gjöf frá Kúpumönnum eftir að hafa telft á fyrsta borði fyrir Íslands hönd í Ólympíuskákmóti 1966. Friðrik fékk borðið sent með mönnum og öllu en þetta er rauðviður og marmaraplata. Friðrik segir að Gunnar Haraldsson, sá er smíðaði borð sem notað var í Einvígi aldarinnar, hafi komið sérstaklega til að skoða borðið og það hafi þannig að einhverju leyti verið fyrirmynd af því.vísir/rax Hann var í stjórn Skáksambands Íslands og reddaði mér fari með nýsköpunartogara frá Alliance sem var að sigla til Grimsby. Ég fékk far með honum. Ég hef aldrei verið eins sjóveikur á ævinni, sá bara toppana á ölduföldunum, svo fór hann upp hinum megin.“ Þetta var lærdómsríkur túr. Afi Friðriks var skipstjóri en þarna varð honum ljóst að hann yrði aldrei sjómaður. „Ég var aftur í lúkar, nálægt skipsskrúfunni og þegar skipið stakkst niður öldurnar fór skrúfan upp úr með ægilegum látum. Mér var það ljóst þá að ég myndi leggja eitthvað annað fyrir mig en sjómennsku.“ En þrátt fyrir sjóveikina var Friðrik hvergi banginn. Hann var yngstur á mótinu en náði þriðja sæti sem þótti góður árangur. „Það lá við að ég yrði efstur í mótinu en ég var langyngstur, 15 ára meðan flestir keppenda voru 17 til 18 ára. Ég tapaði einni skák og varð þriðji í mótinu. Ég sýndi strax þarna vissan styrkleika.“ Í framhaldinu tekur við glæstur frami á erlendum vettvangi. Friðrik verður Norðurlandameistari 1953 yngstur allra og en fyrsta stórmótið sem Friðrik tók svo þátt í og sló virkilega í gegn er Heistingsmótið 1955 – þá tvítugur að aldri. „Þar varð ég efstur ásamt Kortsnoj, fyrir ofan Taimanov sem hafði verið skákmeistari Sovétríkjanna og það þótti ekki lítið.“ Eins og lætur nærri er Friðrik og allt sem við kemur ferli hans í hávegum haft í húsakynnum Skáksambands Íslands. Þar er til að mynda þetta málverk af honum að finna, eftir Einar Hákonarson.vísir/jakob Friðrik segist þarna hafa orðið var við einhverja hörku í sér, íslenska seiglu sem nær að bora sig í gegnum minnimáttarkenndina. „Þetta var sterkt mót með þátttöku tveggja Sovétmanna af bestu tegund. Ég átti eftir að hafa frekari kynni af báðum. Taimanov var mikill Íslandsvinur en Kortsnoj lenti uppá kant við allt og alla. Ég kom honum miklu seinna til aðstoðar við að koma fjölskyldu hans út úr Sovétríkjunum miklu seinna. Þá var ég orðinn forseti FIDE.“ Skákin orðið flatneskjulegri en var með tilkomu tölvunnar Viktor Kortsnoj er sérstakur kapítuli í skáksögunni. Viljinn til að vinna var öllu yfirsterkari í hans fari. Eftir að hafa rætt hann fram og til baka, til dæmis svívirðilega framkomu hans í garð Jóhanns Hjartarsonar í undankeppni heimsmeistaramótsins 1988, en Friðrik var þar meðal aðstoðarmanna Jóhanns, berst talið að styrkleika skákmanna á ólíkum tímum. Friðrik segir alltaf erfitt að dæma um slíkt. Í raun ómögulegt. „Ég held að það sé alltaf erfitt að dæma um slíkt,“ segir Friðrik til að mynda þegar litið er til stórmeistaranna sem komu fram í góðri kippu, næsta kynslóð: Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og fleiri. „Ég er hættur að tefla þegar þeir koma fram,“ segir Friðrik sem telur að menn hljóti alltaf að horfa til aðstæðna hvers tíma: Framfarir, nýjungar og hvernig beri að stunda fræðin. „Þetta er eins og að bera saman hver er mesti heimsmeistari sögunnar. Um það eru mjög skiptar skoðanir. Lasker og Capablanca, þetta eru súpermenn en þeir höfðu ekki sömu aðstöðu og menn hafa í dag.“ Friðrik telur ljóst að skákin hafi látið á sjá með tilkomu skáktölvunnar. Glansandi leikfléttur eru eðli máls samkvæmt ekki eins algengar og áður var. „Nú er þetta orðið svolítið vélrænt. Menn þora varla út í einhverjar glansleikfléttur, því tölvan ræður alveg við þetta. Mannlegur heili ræður ekki við það „kapasitet“ sem tölvan hefur. Mannlegur heili reiknar ekki þrjátíu leiki fram í tímann en það getur tölvan. Ef menn ætla a víkja út af í 25 leik og vilja að plata tölvuna er það ekki hægt. Taflmennskan er óneitanlega orðin flatneskjulegri en hún var.“ Fischer óttaðist fátt meira en að tapa Friðrik segist fylgjast með af hliðarlínunni og honum sýnist til að mynda teflt alltof oft um heimsmeistaratitilinn. „Þetta eru alltof mörg mót. Áður var teflt um heimsmeistaratitilinn fjórða hvert ár. Carlsen hefur dómínerað skákina á síðustu árum. Hann hefur verið glúrinn og færastur í að nýta sér það tölvuna og áttað sig fyrstur manna hvernig má færa sér hana í nyt.“ Sem svo leiðir hugann að snillingum á borð við Bobby Fisher og einvígi aldarinnar 1972. Friðrik kynntist honum ágætlega og segir örlög hans sorgleg. „Hann gerbreytti þessu, blessaður kallinn. Ég kynntist honum þegar hann var 15 ára, í Portorosa í Slóveníu 1958. Við vorum þá báðir í áskorendamóti, um hver myndi tefla við heimsmeistarann. Hann var þá klár á því að hann yrði heimsmeistari eftir tvö ár. Ég spurði hann hvort það væri aðeins of bratt?“ segir Friðrik og kímir. Það tók Fischer fjórtán ár frá þeim tíma að telja en ekki tvö að ná þessu markmiði sínu. Friðrik segir örlög Fischers átakanleg. En hann var auðvitað sérstakur og óttaðist fátt meira en að tapa skák.vísir/rax „Hann var dauðhræddur um að tapa. Ég sat einu sinni með honum í morgunkaffi í móti sem var haldið í Bled í Slóveníu 1961. Hann átti þá að tefla við einhvern Júgóslava og var dauðhræddur við hann. Ég var orðinn leiður á þessu væli í honum og sagði: Hvað með það þó þú tapir einni skák? „Jú, Friðrik minn. Þú getur sagt svona en það get ég ekki,“ sagði þá Fischer. Hann hafði sjúkt sjálfsálit, var náttúrlega mjög sérstakur og sorglegt hvernig hans endalok urðu.“ Skákmenn fá aldrei Alzheimer Annar eftirminnilegur skákmeistari var svo Bent Larsen en þeir Friðrik tefldu mikið hvor við annan. Merkilegt er að vinningar úr kappskákum þeirra á milli skiptast jafnt, 15 – 15. „Samt var hann á sínum tíma talinn besti skákmaður í heimi, þá hvað varðar að vinna mót. Ég get vel við þetta unað.“ Friðrik segir að þeim hafi alltaf komið vel saman. Friðrik hafi stundum pundað á hann en Larsen var „Stór Dani“ sem vildi veg Danmerkur sem mestan. Hér getur að líta margan kappann sem kemur við sögu í þessu viðtali. Fischer teflir við Tigran Petrosian í því sem nefnd hefur verið skák aldarinnar, 1971. Þrír stórmeistarar fylgjast með, frá vinstri Mark Taimanov, Stóri-Daninn Bent Larsen og Austur-Þjóðverjinn Wolfgang Uhlmann.Authenticated News/Getty Images „Hann var til að mynda á móti því þegar handritin væru afhent. Hann gekk fremstur í röð stúdenta í kröfugöngu, sem heimtuðu að handritin yrðu ekki afhent Íslendingum, þeir hefðu ekkert að gera með þau. Hann leit svolítið stórt á sig en var alltaf mjög vinsæll hér heima.“ Enginn skortur er á litríkum karakterum í skákinni. En sé litið til Friðriks verður ekki betur séð en skákin hafi farið vel með hann. Er hún svona góð fyrir hausinn á mönnum? „Já, einhver var að halda því fram að skákmenn fengju aldrei Alzheimer. Ég veit ekki hvað er hæft í því. Guðmundur G. Þórarinsson var að halda þessu fram. En honum dettur nú svo margt í hug. Mér þætti nú ekkert verra ef þetta reynist rétt hjá honum.“ Skák Tímamót Mest lesið Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Bein útsending: Fundur Áslaugar Örnu Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Innlent Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Bein útsending: Fundur Áslaugar Örnu Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Sjá meira
Friðrik verður níræður á sunnudaginn og af því tilefni verður opið hús í Hörpu. Samkoman hefst klukkan fjögur og hafa ýmsir mektarmenn boðað komu sína svo sem Rússinn Arkady Dvorkovich, forseti Alþjóða skáksambandsins FIDE. Þó níutíu sé virðulegur aldur er engan bilbug að finna á Friðriki, hann gæti þess vegna orðið rúmlega hundrað ára og allra karla elstur? „Já, það er svo spurning hvað maður kærir sig um,“ segir Friðrik kíminn við þeim vangaveltum. Hann er helst á því að blaðamaður Vísis hafi þarna farið fram úr sér. Það á eftir að gerast nokkrum sinnum í þessu spjalli. Friðrik féllst á viðtal við blaðamann Vísis í tilefni þessara tímamóta. Hann er heiðursmaður af gamla skólanum, með lúmskan húmor en grobb lætur honum illa. Blaðamanni tókst engu að síður, með barnalegum spurningum sínum, að sannfæra Friðrik um að hann mætti og ætti að segja það sem honum sýndist. Hann hefði fyrir löngu öðlast þann sess. Friðrik féllst á það en með semingi. Þó yngstu kynslóðirnar þekki það ekki eru fáir ef nokkrir sem hafa borið hróður Íslands eins víða og Friðrik Ólafsson. Kannski Nóbelsskáldið, en þar má vart á milli sjá, Vigdís Finnbogadóttir og svo tónlistarmenn á borð við Björk og Laufey, já og Sigur Rós. Hér fara þau tvö sem helst hafa borið hróður þjóðarinnar út fyrir landsteina. Þau tóku höndum saman 2018 þau, Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik og fleiri heiðursborgarar Reykjavíkur til að mótmæla byggingu hótels í Víkurskarði Reykjavík. Vigdís er fimm árum eldri en Friðrik.Vísir/Vilhelm Saga Friðriks er ótrúleg og hvernig hann gat, komandi frá lítilli eyju lengst úti í Ballarhafi og nánast án alls stuðnings, gert sig gildandi meðal þeirra fremstu á heimsvísu í skák, er spurning sem verður seint svarað til fullnustu. Þar liggur eitthvað í persónugerðinni sem gerir gæfumuninn. „Ég er fæddur Reykvíkingur. Og foreldrar mínir líka,“ segir Friðrik. Þetta er þegar það að vera Reykvíkingur taldist ekki ýkja merkilegt og þykir kannski ekki enn. Íslendingar voru flestir „einhvers staðar frá“ – búalið að flytja á mölina og var talað af nokkurri fyrirlitningu um slíka í skáldskap. „Jú, það var algengara 1935. Íbúatalan var kannski 40 þúsund.“ Heimur sem er að hverfa úr minni Reykjavík var þorp og Friðrik ólst upp við Hlemm. Hann segir ekki úr vegi að tæpa á forsögunni, það gæti verið viðeigandi byrjun. „Það vita til að mynda fæstir hver eru tildrög þess að Hlemmur heitir Hlemmur? Ég þyrfti nú eiginlega að fá að fletta upp í bókinni minni, þetta er eitt af þeim nöfnum, kennileitum sem er búið að breyta og eyðileggja.“ Friðrik teygir sig í mikla bók eftir Helga Ólafsson sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út 2020 og þylur upp úr henni um mannlíf við Hlemm. Það kemur á daginn að nafnið Hlemmur er dregið af pramma sem notaður var yfir læk sem rann niður eftir Norðurmýrinni til norðurs í átt til sjávar. „Ég bjó á Laugaveginum við Hlemm,“ segir Friðrik og les: „Rauðarárstígur dregur nafn sitt af Rauðará, vatnslítilli á – öllu heldur læk – sem átti upptök sín í Öskjuhlíðinni og liðaðist norður eftir Norðurmýrinni, nokkru vestar en Rauðarárstígurinn er, og áfram til norðurs, uns hún rann til sjávar í Rauðarárvíkinni, skammt frá höfðuðbólinu Rauðará, sem stóð þar sem Frímúrarahöllin er í dag. Friðrik, sem nú heldur upp á níutíu ára afmæli sitt segist hafa alist upp við heim sem er að hverfa. Til að mynda vita fáir af hverju Hlemmur heitir Hlemmur?vísir/rax Þar sem áin rann yfir Laugaveginn var á ofanverðri 19. öld gerð brú yfir hana til að greiða fyrir umferð. Ekki þótti brúin merkileg, og var því jafnan nefnd Hlemmur. Þetta heiti festist svo smám saman yfir allt svæðið og hefur nú öðlast varanlegan sess í hugum Reykvíkinga,“ segir Friðrik. Og les áfram: „Mun upprunalegt heiti árinnar vera „Reyðará“ og dregur þannig nafn sitt af orðinu reyður sem þýðir silungur en heiti árinnar breyttist með tímanum í Rauðará.“ Svona vill þetta skolast til og að endingu man þetta ekki nokkur maður. Friðrik vill halda utan um skrif Braga Ásgeirssonar sem ritaði góða lýsingu um þetta svæði. Þetta var annar heimur? „Já, allt annað. Gjörsamlega. Þetta hverfur núna, síðustu leifarnar.“ Náði undraskjótt góðum tökum á skák En hvernig stendur á því að þú fórst að tefla? „Já, þetta er spurning sem ég hef oft fengið. Ég býst við því að faðir minn, sem var skákáhugamaður og tefldi oft við kunningja sína, hafi haft þar áhrif. Svo átti ég kunningja í næsta húsi, sem ég held að ég hafi lært að tefla af. Hann var átta og ég sjö.“ Friðrik segir svo frá að um þetta leyti hafi hann horft á pabba sinn tefla við kunningja sinn. „Ég sagði upphátt: Hann teflir nú ekkert svo vel þessi! Þá segir sagan að ég hafi verið spurður: Viltu þá ekki bara tefla við hann sjálfur? Ég tefldi við hann og mátaði. Þetta er þjóðsagan. Ég veit það ekki, við tefldum strákarnir í næsta húsi, kunningi minn sem hét Hörður Felixson. Ég tefldi svo ekkert að ráði. Ég var orðinn níu þegar ég fór að hafa áhuga á þessu.“ Friðrik heilsar upp á Fidel Castro. Víst er að Friðrik fór á ótrúlegustu staði sem stórmeistari í skák.Úr einkasafni Helst er á Friðriki að heyra að hann hafi þá þegar verið orðinn aldinn að árum níu ára gamall. Taflfélag Reykjavíkur hafði aðstöðu í næsta nágrenni við Hlemm, þar sem Náttúrugripasafnið stendur þvert á Hlemm þar sem bílaverkstæði Egils var. „Þar var Þórskaffi. Þar var Taflfélag Reykjavíkur með skákæfingar. Og þangað var stutt fyrir mig að fara. Svo ég tíðkaði komur mínar þangað. Og fór að tefla þar á einhverjum æfingum og vera með í mótum.“ Sætt að vinna þann sem vildi ekki að hann fengi að tefla Friðrik segir fyrsta mótið sem hann mætti á sérstaklega minnistætt. Sem var Skákþing Íslands. „Ég mætti þá 11 ára gamall. Og vildi fá að tefla. Það ráku allir upp stór augu, þetta var fullorðinna manna íþrótt. Og sumir hverjir töldu annmarka á því að svo ungur drengur ætti að tefla á móti fullorðinna því hann myndi njóta sálarlegs bakslags út úr því. Svo það varð úr rekistefna um þátttöku 11 ára pilts.“ Síðan voru greidd atkvæði um það hvort Friðrik ætti að fá að tefla í 2. flokki. En þaðan vinna menn sig upp í 1. flokk, meistaraflokkur og svo var það landsliðsflokkur. „Það varð úr að ég tefldi. Og ég stóð mig mjög vel, fékk yfir 50 prósent vinninga og hafði mesta ánægju af því að ég vann þann sem mest hafði á móti því að ég fengi að tefla. Þetta var mín byrjun.“ Þú nærð strax þarna undraskjótum tíma góðum tökum á skákinni? „Ég var 12 ára gamall kominn upp í meistaraflokk. Ég þurfti ekki nema eitt ár til að fara þangað. Svo var ég kominn í landslið 15 ára gamall. Það tók mig ekki nema fimm ár að klífa þetta. Þá er ég kominn í hóp bestu skákmanna Íslands.“ Friðrik segir að skáklífið hafi verið líflegt á þessum árum en ekki hafi það verið á háu stigi. „Tæknilega og menningarlega. Það var ekki lögð mikil áhersla á kenningar og vísindalega aðlögun í skákinni. Fáir sem kynntu sér vel allar grundvallarreglur eða voru að tefla teóríur; að byggja á einhverjum rannsóknum, bókum og svona. Jú, þeir bestu höfðu kynnt sér þau fræði en það var aldrei lögð mikil áhersla á slíkt,“ segir Friðrik. Skildi aldrei þessa djúpstæðu minnimáttarkennd Hann bendir á að fæstir ef nokkrir höfðu velt fyrir sér þeim möguleika að það mætti hafa skák að lifibrauði. „Ekki í þeim skilningi. Þetta var meira áhugamennska. En seinna varð þetta hrein atvinna. Á fyrstu tímum vorum við Íslendingar að fara einn og einn til að tefla á Norðurlandamóti. En það varð ekki neinn verulegur árangur fyrr en Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, verður Norðurlandameistari. Þá fyrst kemur skurkur í þetta. Þá hafi fyrst heyrst raddir: Jæja, við Íslendingar erum ekkert verri en þetta!“ Friðrik segir þetta viðkvæðið þegar hann var að alast upp. Að Íslendingar væru ekki líklegir til stórra afreka. „Mér fannst alltaf eima af minnimáttarkennd gagnvart útlendingum. En ég skildi aldrei að fjöllin þyrftu að vera svona blá í fjarska, óyfirstíganleg. En það var fyrir fram gefið að menn hefðu ekkert í útlendinga að gera, það var ríkjandi viðhorf.“ Friðrik er sjentilmaður af gamla skólanum. En það verður ekki hjá því litið að hann var algjör frumkvöðull á sviði skáklistarinnar og reif hana upp úr viðjum sveitamennsku.vísir/rax Þessi minnimáttarkennd þjakaði hins vegar Friðrik aldrei sem er ef til vill það sem gerir hann einstakan í Íslandssögunni. Árið 1939 sendu Íslendingar ólympíusveit á mót sem haldið var í Búenos Aires í Argentínu. Sú sveit stóð sig vel, vann B-flokk og var Baldur Möller þeirra þekktastur. Þetta vakti nokkurn áhuga hér heima. „Og vakti þá hugmynd að Íslendingar væru kannski ekki eins miklir eftirbátar og menn höfðu haldið. Vakning varð á stríðsárunum. Skrítið að mótið í Búenos Aires var haldið í byrjun stríðsins. Þessi íslenska sveit var mánuð á leiðinni heim vegna stríðsástandsins. En skákin var farin að vekja áhuga hér heima. Þetta var 1939 og ég fjögurra ára gamall. Þá fara koma öldur og ég hef smitast eitthvað af þeim.“ Friðrik rífur skákina upp úr lognmollunni En það var hálfgert öldugjálfur. „Ég er sá sem ríf þetta upp úr ákveðinni lognmolluástandi, ríf skákina upp í að vera íþróttagrein sem er tekin föstum tökum,“ segir Friðrik þegar gengið er á hann með þetta. „Að vera tekinn alvarlega. Þú stúderar og býrð þig undir mót en ekki með því hugarfari að ég muni standa mig – kannski,“ segir Friðrik. Hann leggur áherslu á að ekki dugi að menn fari utan óundirbúnir, þú verðir að móta þína eigin stefnu og byrjanir – hvernig þú vilt haga þinni taflmennsku. Friðrik teflir við sjálfan Petrosian 1971.Úr safni Friðrik telur það hafa hjálpað verulega að móðurbróðir hans sem var stýrimaður á Tröllafossi hafi ætíð sýnt frama frænda síns á skáksviðinu áhuga. „Hann hafði mikinn áhuga á að aðstoða mig. Hann fór og keypti handa mér skáktímarit og gaf mér. Ég gat á vissan hátt fylgst með skáklífinu erlendis á sama tíma atburðirnir voru að gerast. Þetta voru kannski ársgamlar fréttir, með teoríum og slíkt.“ Þú ferð til að tefla á erlendri grundu með kassann út? „Já, ég áttaði mig ekkert á því hvers vegna útlendingar þyrftu að vera miklu betri en við. Fjöllin blá í fjarska … hann dofnar liturinn þegar maður kemur nær.“ Friðrik er kominn í hóp betri skákmanna Íslands 11 til 12 ára gamalla og hann varð Norðurlandameistari í skák 18 ára. Þú hefur verið undrabarn? „Jaaaá,“ segir Friðrik sem augljóslega er ekkert um spurninguna gefið. „Ég hef verið að átta mig á því smám saman. Ég hef ekkert hugsað út í það en, jú, ég hef greinilega verið undrabarn.“ Sovétmenn lögðu ofurkapp á skákina Sovétski skákskólinn réði lögum og lofum þegar Friðrik er að koma upp enda litu Sovétríkin á skákina sem mikla rós í hnappagatið. Að sýna skákstyrkleika var þeim afar mikilvægt. „Lenin var nokkuð góður skákmaður. Hann tefldi og hafði mikið álit á íþróttinni, sína hugsun og hugsjónir. Skákin var að hans mati gott apparat til að hressa upp á mannsandann og leyfa mönnum að sjá hlutina í skýrara móti. Hann hafði áhuga á því að skákin væri hátt skrifuð. Hann vildi byggja upp skákmenningu.“ Friðrik teflir á Hastings-mótinu um áramót 1955-1956. Þarna sló hann fyrst og rækilega í gegn á alþjóðlegum vettvangi.Reg Burkett/Keystone/Hulton Archive/Getty Images Og skákin var strax þá ríkisrekið fyrirbæri. Skákmenn höfðu það gott og um starfsemina voru byggðar hallir. „Þetta átti við um fleiri svið, aðrar íþróttir, þeir vildu að skara framúr. Skákin var aldrei tekin slíkum tökum í hinum vestræna heimi, þar voru menn bara einir. Frjáls félagasamtök eins og gerist og gengur, en ekki sami kraftur.“ Friðrik horfir til gríðarlegs aðstöðumunar. Skákmenn í Sovétríkjunum voru starfsmenn ríkisins, höfðu þjálfara og sæg aðstoðarmanna. „Já, það var mikill aðstöðumunur milli sovétskra skákmanna og vestrænna á þeim tíma.“ Gríðarlegur aðstöðumunur Á Íslandi skorti hins vegar allt sem kalla má fagmennsku í tengslum við skákina. „Þegar ég var að eiga við sovétska skákmenn var ég einn. Ég lærði einn, ég kenndi mér sjálfur, ég hafði engan kennara, engan þjálfara, ég kem einn upp.“ Friðrik við svörtu og hvítu reitina í Wijk aan Zee 1977.úr safni Friðrik horfir um öxl og segir þetta sannleika málsins. „Þetta er það sem vantaði uppá til að ég næði alla leið. Það sem mig skorti fyrst og fremst var agi: Nú gerir þú þetta í dag, þú ferð ekkert út á galeiðuna og svo framvegis. Mig vantaði einhvern strangan kenniföður sem héldi mér við efnið. En það þarf alltaf að skoða þetta í samhengi. Maður var meira og minna einn, bæði skákfræðilega og líka sem manneskja. Mig skorti bæði aga og skipulag.“ Friðrik segir að lengi framan af ferli sínum hafi menn rekið sig á það, þar sem Rússar voru að tefla, að þeir voru alltaf með aðstoðarmenn með sér. Og í kjölfarið fylgdu önnur kommúnistaríki. „Þeir voru mjög áberandi lengi vel. Það var hlaðið svo mikið undir þetta og gert mikið til að þjálfa menn, að þeir hefðu það sem best og nytu sem mestrar aðstoðar. Þeir lögðu svo mikið upp úr því að vera númer eitt í skákinni. Hún snerti sérstaklega viðkvæmar taugar hjá Sovétsmönnum.“ Fyrst senda má mann til Ástralíu að hoppa eins og kengúra ... Friðrik vendir kvæði sínu í kross eitt andartak og segir Rússana hafa farið illa að ráði sínu gagnvart Úkraínu. „Þar voru bestu skákmennirnir. Og kannski í Kasakstan. Athyglisvert,“ segir Friðrik hugsi. Taimanov var skákmeistari sem varð nokkrum sinnum skákmeistari Sovétríkjanna, enginn smáræðis árangur, hafði mikið álit á Friðriki. „Hann sagði að ég hefði getað orðið heimsmeistari ef ég hefði tekið þetta réttum tökum. En hér skorti skilyrði. Þetta er munurinn á áhugamennsku og atvinnumennsku. Hreinni atvinnumennsku þar sem allt var týnt til svo maður geti náð sem lengst. Þannig var það nú.“ Friðrik greip hvert tækifæri framan af ferli við að afla sér gagna. En hafa ber í huga að þetta er löngu fyrir tíma internetsins og erlendar fréttir bárust stopult til Íslands. Og eitthvað kom ríkið að málum þegar árangurinn fór að sýna sig. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands þekkir feril Friðriks giska vel og vildi vita hvort hann hafi nokkuð sagt blaðamanni frá því þegar Ólafur Thors forsætisráðherra ákvað að styrkja hann til farar á áskorendamót.vísir/jakob „Sagði hann þér nokkuð söguna af því þegar Ólafur Thors forsætisráðherra kom honum til hjálpar,“ segir Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins hlæjandi þegar blaðamaður hitti hann til að afla sér heimilda fyrir þetta viðtal. En á þeim bænum er Friðrik í hávegum hafður og blaðamaður var að ræða þennan aðstöðumun sem var á mönnum. Nei? „Ólafur hafði þá hringt í Friðrik, eftir að til hans hafði verið leitað, í tengslum við þátttöku Friðriks í áskorendamótinu 1959. Ólafur sagði að fyrst Íslendingar gætu sent mann yfir hálfan hnöttinn til að hoppa eins og kengúra í Ástralíu þá hlyti að mega bjarga framlögum í þetta.“ Gunnar lítur á það sem sérstakan heiður að hafa kynnst Friðriki. Inngróin minnimáttarkennd og sveitamennska Þarna er vitaskuld vísað til Vilhjálms Einarssonar sem vann eins og frægt er silfurverðlaun á ólympíuleikum 1957 í þrístökki. Friðrik segir að þó aðstöðumunurinn hafi verið mikill hafi ríkið þó komið að málum þegar hann var að keppa á erlendri grundu. „Jú, það gerði það nú. Baldur Möller var alltaf mjög dyggur og indæll og góður. Hann vissi hvað þurfti til. En þetta gekk allt frekar hægt hérna. Það voru aldrei miklir peningar í þessu til að styðja við bakið á manni. Þetta var dálítil sveitamennska … má maður segja svona?“ Já, þú mátt segja það sem þér sýnist. Friðrik og Bent Larsen háðu marga hildina í gegnum tíðina. Hér við verðlaunaafhendingu árið 1956 en þá tefldu þeir sögufrægt einvígi um Norðurlandameistaratitilinn. Teflt var í Sjómannaskólanum og var húsfyllir og lögðust menn á glugga tl að fylgjast með.úr safni „Jæja. Menn áttuðu sig ekki alveg á því hvað þurfti til. Ég man eftir því að þegar maður var kominn það hátt á alþjóðlega sviðinu og það blasti við að maður átti að verða stórmeistari, þá þótti mönnum í mikið ráðist að ég væri að fá slíkan titil. Þetta var bara eitthvað mont, eins og Íslendingar segja. Betra að fá hlutina seint og standa undir þeim, í staðinn fyrir að fá þá of snemma og standa ekki undir þeim. Þannig var hugsunarhátturinn.“ Vantaði lærimeistara Friðrik hlaut stórmeistaratitil 1958. Það var tilkynnt á miðju gríðarsterku millisvæðamóti í Portoroz í Júgóslavíu. „Ég hefði getað fengið hann tveimur árum áður ef hefði verið sótt um hann þá. Það þurfti að láta vita af því.“ Friðrik segir þennan titil skipta miklu máli, það segi sitt um getuna og í kjölfarið berast boð um að tefla í mótum. „Það hefur kannski gleymst að taka það með í reikninginn. En Íslendingar voru svolítið til baka að þessu leyti, ekkert að vera að flýta sér of mikið, þetta kemur allt saman. Það auðvitað hamlaði mér að ég kem frá litlu landi og fámennu og skákin ekki á háu stigi.“ Friðrik segir þetta eiga við um fleiri greinar. En þetta hafi hamlað honum. „Fyrst og fremst að vera ekki fá ekki aðstoð, að einhver tæki mann að sér og leiðbeindi ekki bara skáklega heldur bara lífinu almennt. Mig skorti læriföður. Ég þurfti að treysta á sjálfan mig og engan annan.“ Ljóst að sjómennskan lá ekki fyrir skákmeistaranum Gott dæmi um þetta er fyrsta utanlandsferð Friðriks, en hann er þá 15 ára og hélt utan til Englands til að taka þátt í unglingaskákmóti í Birmingham. Þaðan höfðu borist boð og Friðrik þótti sjálfkjörinn. „Ég skaraði fram úr og var sendur. En það þótti ekki hæfa að senda mig með flugvél eða farþegaskipi, ég fékk pláss í togara. Vildi svo vel til að einn af forystumönnum skáksambandsins, Árni Snævarr, var í bæjarstjórn og öllum hnútum kunnugur. Hann var verkfræðingur og hafði lært í München þar hafði hann kynnst skákinni. Friðrik við forláta skákborð sem hann hlaut að gjöf frá Kúpumönnum eftir að hafa telft á fyrsta borði fyrir Íslands hönd í Ólympíuskákmóti 1966. Friðrik fékk borðið sent með mönnum og öllu en þetta er rauðviður og marmaraplata. Friðrik segir að Gunnar Haraldsson, sá er smíðaði borð sem notað var í Einvígi aldarinnar, hafi komið sérstaklega til að skoða borðið og það hafi þannig að einhverju leyti verið fyrirmynd af því.vísir/rax Hann var í stjórn Skáksambands Íslands og reddaði mér fari með nýsköpunartogara frá Alliance sem var að sigla til Grimsby. Ég fékk far með honum. Ég hef aldrei verið eins sjóveikur á ævinni, sá bara toppana á ölduföldunum, svo fór hann upp hinum megin.“ Þetta var lærdómsríkur túr. Afi Friðriks var skipstjóri en þarna varð honum ljóst að hann yrði aldrei sjómaður. „Ég var aftur í lúkar, nálægt skipsskrúfunni og þegar skipið stakkst niður öldurnar fór skrúfan upp úr með ægilegum látum. Mér var það ljóst þá að ég myndi leggja eitthvað annað fyrir mig en sjómennsku.“ En þrátt fyrir sjóveikina var Friðrik hvergi banginn. Hann var yngstur á mótinu en náði þriðja sæti sem þótti góður árangur. „Það lá við að ég yrði efstur í mótinu en ég var langyngstur, 15 ára meðan flestir keppenda voru 17 til 18 ára. Ég tapaði einni skák og varð þriðji í mótinu. Ég sýndi strax þarna vissan styrkleika.“ Í framhaldinu tekur við glæstur frami á erlendum vettvangi. Friðrik verður Norðurlandameistari 1953 yngstur allra og en fyrsta stórmótið sem Friðrik tók svo þátt í og sló virkilega í gegn er Heistingsmótið 1955 – þá tvítugur að aldri. „Þar varð ég efstur ásamt Kortsnoj, fyrir ofan Taimanov sem hafði verið skákmeistari Sovétríkjanna og það þótti ekki lítið.“ Eins og lætur nærri er Friðrik og allt sem við kemur ferli hans í hávegum haft í húsakynnum Skáksambands Íslands. Þar er til að mynda þetta málverk af honum að finna, eftir Einar Hákonarson.vísir/jakob Friðrik segist þarna hafa orðið var við einhverja hörku í sér, íslenska seiglu sem nær að bora sig í gegnum minnimáttarkenndina. „Þetta var sterkt mót með þátttöku tveggja Sovétmanna af bestu tegund. Ég átti eftir að hafa frekari kynni af báðum. Taimanov var mikill Íslandsvinur en Kortsnoj lenti uppá kant við allt og alla. Ég kom honum miklu seinna til aðstoðar við að koma fjölskyldu hans út úr Sovétríkjunum miklu seinna. Þá var ég orðinn forseti FIDE.“ Skákin orðið flatneskjulegri en var með tilkomu tölvunnar Viktor Kortsnoj er sérstakur kapítuli í skáksögunni. Viljinn til að vinna var öllu yfirsterkari í hans fari. Eftir að hafa rætt hann fram og til baka, til dæmis svívirðilega framkomu hans í garð Jóhanns Hjartarsonar í undankeppni heimsmeistaramótsins 1988, en Friðrik var þar meðal aðstoðarmanna Jóhanns, berst talið að styrkleika skákmanna á ólíkum tímum. Friðrik segir alltaf erfitt að dæma um slíkt. Í raun ómögulegt. „Ég held að það sé alltaf erfitt að dæma um slíkt,“ segir Friðrik til að mynda þegar litið er til stórmeistaranna sem komu fram í góðri kippu, næsta kynslóð: Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og fleiri. „Ég er hættur að tefla þegar þeir koma fram,“ segir Friðrik sem telur að menn hljóti alltaf að horfa til aðstæðna hvers tíma: Framfarir, nýjungar og hvernig beri að stunda fræðin. „Þetta er eins og að bera saman hver er mesti heimsmeistari sögunnar. Um það eru mjög skiptar skoðanir. Lasker og Capablanca, þetta eru súpermenn en þeir höfðu ekki sömu aðstöðu og menn hafa í dag.“ Friðrik telur ljóst að skákin hafi látið á sjá með tilkomu skáktölvunnar. Glansandi leikfléttur eru eðli máls samkvæmt ekki eins algengar og áður var. „Nú er þetta orðið svolítið vélrænt. Menn þora varla út í einhverjar glansleikfléttur, því tölvan ræður alveg við þetta. Mannlegur heili ræður ekki við það „kapasitet“ sem tölvan hefur. Mannlegur heili reiknar ekki þrjátíu leiki fram í tímann en það getur tölvan. Ef menn ætla a víkja út af í 25 leik og vilja að plata tölvuna er það ekki hægt. Taflmennskan er óneitanlega orðin flatneskjulegri en hún var.“ Fischer óttaðist fátt meira en að tapa Friðrik segist fylgjast með af hliðarlínunni og honum sýnist til að mynda teflt alltof oft um heimsmeistaratitilinn. „Þetta eru alltof mörg mót. Áður var teflt um heimsmeistaratitilinn fjórða hvert ár. Carlsen hefur dómínerað skákina á síðustu árum. Hann hefur verið glúrinn og færastur í að nýta sér það tölvuna og áttað sig fyrstur manna hvernig má færa sér hana í nyt.“ Sem svo leiðir hugann að snillingum á borð við Bobby Fisher og einvígi aldarinnar 1972. Friðrik kynntist honum ágætlega og segir örlög hans sorgleg. „Hann gerbreytti þessu, blessaður kallinn. Ég kynntist honum þegar hann var 15 ára, í Portorosa í Slóveníu 1958. Við vorum þá báðir í áskorendamóti, um hver myndi tefla við heimsmeistarann. Hann var þá klár á því að hann yrði heimsmeistari eftir tvö ár. Ég spurði hann hvort það væri aðeins of bratt?“ segir Friðrik og kímir. Það tók Fischer fjórtán ár frá þeim tíma að telja en ekki tvö að ná þessu markmiði sínu. Friðrik segir örlög Fischers átakanleg. En hann var auðvitað sérstakur og óttaðist fátt meira en að tapa skák.vísir/rax „Hann var dauðhræddur um að tapa. Ég sat einu sinni með honum í morgunkaffi í móti sem var haldið í Bled í Slóveníu 1961. Hann átti þá að tefla við einhvern Júgóslava og var dauðhræddur við hann. Ég var orðinn leiður á þessu væli í honum og sagði: Hvað með það þó þú tapir einni skák? „Jú, Friðrik minn. Þú getur sagt svona en það get ég ekki,“ sagði þá Fischer. Hann hafði sjúkt sjálfsálit, var náttúrlega mjög sérstakur og sorglegt hvernig hans endalok urðu.“ Skákmenn fá aldrei Alzheimer Annar eftirminnilegur skákmeistari var svo Bent Larsen en þeir Friðrik tefldu mikið hvor við annan. Merkilegt er að vinningar úr kappskákum þeirra á milli skiptast jafnt, 15 – 15. „Samt var hann á sínum tíma talinn besti skákmaður í heimi, þá hvað varðar að vinna mót. Ég get vel við þetta unað.“ Friðrik segir að þeim hafi alltaf komið vel saman. Friðrik hafi stundum pundað á hann en Larsen var „Stór Dani“ sem vildi veg Danmerkur sem mestan. Hér getur að líta margan kappann sem kemur við sögu í þessu viðtali. Fischer teflir við Tigran Petrosian í því sem nefnd hefur verið skák aldarinnar, 1971. Þrír stórmeistarar fylgjast með, frá vinstri Mark Taimanov, Stóri-Daninn Bent Larsen og Austur-Þjóðverjinn Wolfgang Uhlmann.Authenticated News/Getty Images „Hann var til að mynda á móti því þegar handritin væru afhent. Hann gekk fremstur í röð stúdenta í kröfugöngu, sem heimtuðu að handritin yrðu ekki afhent Íslendingum, þeir hefðu ekkert að gera með þau. Hann leit svolítið stórt á sig en var alltaf mjög vinsæll hér heima.“ Enginn skortur er á litríkum karakterum í skákinni. En sé litið til Friðriks verður ekki betur séð en skákin hafi farið vel með hann. Er hún svona góð fyrir hausinn á mönnum? „Já, einhver var að halda því fram að skákmenn fengju aldrei Alzheimer. Ég veit ekki hvað er hæft í því. Guðmundur G. Þórarinsson var að halda þessu fram. En honum dettur nú svo margt í hug. Mér þætti nú ekkert verra ef þetta reynist rétt hjá honum.“
Skák Tímamót Mest lesið Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Bein útsending: Fundur Áslaugar Örnu Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Innlent Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Bein útsending: Fundur Áslaugar Örnu Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent