Lífið

Í beinni: Verður Snerting til­nefnd til Óskars?

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Óskarsverðlaunahátíðin fer fram 3. mars og nú fáum við að vita hvaða myndir verða tilnefndar.
Óskarsverðlaunahátíðin fer fram 3. mars og nú fáum við að vita hvaða myndir verða tilnefndar. Vísir/Getty

Í ljós kemur í dag hvaða kvikmyndir verða tilnefndar til Óskarsverðlauna á hátíðinni sem fram fer þann 3. mars næstkomandi. Meðal mynda sem eru á lista og gætu verið tilnefndar er íslenska kvikmyndin Snerting sem er meðal fimmtán mynda á stuttlista erlendra mynda.

Tilnefningarnar verða tilkynntar á eftir í beinni útsendingu sem hefst klukkan 13:30 og fylgjast má með hér á Vísi. 

Hátíðin er haldin í 97. skipti í ár og verður grínistinn Conan O' Brien kynnir. Það ríkir alltaf mikil eftirvænting eftir tilnefningunum og sérstaklega í ár enda gæti svo farið að Snerting úr smiðju Baltasars Kormáks verði tilnefnd.

Streymið er í boði ABC sjónvarpsstöðvarinnar og hefst athöfnin klukkan 13:30 á íslenskum tíma og má nálgast hér fyrir neðan. Einnig verður hægt að fylgjast með textalýsingu hér fyrir neðan. 

Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan getur verið ráð að endurhlaða síðuna. 


Tengdar fréttir

Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin

Baltasar Kormákur leikstjóri segir að gróðureldar í Los Angeles hafi sett strik í reikninginn vegna kynningarstarfs á kvikmyndinni Snertingu fyrir Óskarsakademíuna. Tilkynnt verður á fimmtudag hvort myndin verði á lista erlendra kvikmynda sem tilnefndar eru til verðlaunanna en Baltasar fær ekkert að vita fyrr en á sama tíma og allir aðrir. Sérstök hátíðarsýning á myndinni fer fram í Kringlunni á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×