Óskarsverðlaunin

Óskarsverðlaunin

Fréttir af Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kvik­myndin O í for­vali til Óskars­verð­launa

Íslensk-sænska kvikmyndin O(Hringur) hlaut um helgina Danzante verðlaunin, sem eru aðalverðlaun 53. alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Huesca á Spáni. Myndin er þannig komin í forval til Óskarsverðlauna næsta árs. Myndin er stuttmynd, aðeins tuttugu mínútur að lengd. Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverk myndarinnar, Rúnar Rúnarsson er leikstjóri og framleiðandi er Heather Millard.

Lífið
Fréttamynd

Stór­myndir í út­rýmingar­hættu

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir risabreytingar á sjónvarps- og kvikmyndamarkaði útskýra hvers vegna færri kannast við þær kvikmyndir sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna í ár heldur en tíðkaðist á árum áður þegar stórmyndir voru gjarnan tilnefndar. Hann segir alveg ljóst að stórmyndin sem slík, blockbuster myndin, sé í útrýmingarhættu.

Lífið
Fréttamynd

Snerting ekki til­nefnd til Óskars

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hlaut ekki náð fyrir augum Akademíunnar í ár. Myndin var á stuttlista og var meðal fimmtán bestu erlenda mynda sem eftir voru á lista en fyrir skemmstu var tilkynnt hvaða fimm myndir í flokknum verða tilnefndar til Óskarsins.

Lífið
Fréttamynd

Í beinni: Verður Snerting til­nefnd til Óskars?

Í ljós kemur í dag hvaða kvikmyndir verða tilnefndar til Óskarsverðlauna á hátíðinni sem fram fer þann 3. mars næstkomandi. Meðal mynda sem eru á lista og gætu verið tilnefndar er íslenska kvikmyndin Snerting sem er meðal fimmtán mynda á stuttlista erlendra mynda.

Lífið
Fréttamynd

Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum

Bandaríski grínistinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og fyrrverandi spjallþáttastjórnandinn Conan O'Brien mun verða kynnir á Óskarsverðlaununum 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akademíunni.

Lífið
Fréttamynd

Bong Joon Ho verður staf­rænn heiðurs­gestur á RIFF

Suður-Kóreski handritshöfundurinn og leikstjórinn Bong Joon Ho verður heiðraður á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár. Hann er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina Parasite, sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta myndin árið 2020.

Menning
Fréttamynd

Louis Gossett Jr. látinn

Louis Gossett Jr., fyrsti svarti maðurinn til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki er látinn 87 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Stóð við sex­tán ára gamalt lof­orð til pabba síns

Leikkonan Anya Taylor-Joy sló í gegn í Netflix seríunni The Queen's Gambit og hefur síðan þá fengið hlutverk í stórmyndum á borð við Mad Max og Dune. Hún skein skært á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár og stóð við loforð sitt sem var að taka pabba sinn með sér. 

Lífið
Fréttamynd

Best klæddu stjörnurnar á Óskarnum

Stærstu stjörnur heimsins skína skært í hátískuhönnun á rauða dreglinum í kvöld í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni. Hátíðin fer nú fram í 96. skipti og er haldin í Dolby leikhúsinu í Hollywood. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Volaða land skrefi nær Óskar­stil­nefningu

Kvikmyndin Volaða land, sem er framlag Íslands til Óskarsverðlauna árið 2024, er nú skrefi nær því að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Þetta varð ljóst í gær eftir að tilkynnt var hvaða fimmtán kvikmyndir ættu enn möguleika á að hljóta tilnefningu.

Bíó og sjónvarp