Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2025 07:02 Bakkafjörður í Langanesbyggð er fámennt þorp. Þar hefur verið rekið gistiheimili og veitingastaður með aðstoð sveitarfélagsins. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að uppákoma í kjölfar sérsveitaraðgerðar á Bakkafirði í haust hafi verið kornið sem fyllti mælinn sem leiddi til þess að nú sé lagt til að leigusamningi við ferðaþjónustufyrirtæki þar verði sagt upp. Eigandi þess gagnrýndi neikvæðni og afskiptasemi íbúa eftir aðgerðina. Byggðaráð Langanesbyggðar samþykkti samhljóða tillögu um að sveitarstjórnin segði upp leigusamningi við fyrirtækið North East Travel á fundi sínum í þarsíðustu viku. North East hefur haft skólabyggingu og gamla kaupfélagið á Bakkafirði á leigu undanfarin ár og rekið þar gistiheimili, veitingaþjónustu og pöntunarþjónustu fyrir vörur en engin verslun er í plássinu. Vísaði ráðið meðal annars til samskiptaerfiðleika íbúa á Bakkafirði við leigutakann í tillögu sinni. Þórir Örn Jónsson, eigandi North East Travel, olli töluverðu fjaðrafoki þegar hann sagði samfélagið á Bakkafirði það „neikvæðasta og afskiptasamasta“ sem hann hefði kynnst eftir að sérsveit lögreglunnar handtók starfsmann hans í september. Sagðist hann jafnframt flýja samfélagið út af fólkinu á Bakkafirði. Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir við Vísi að samskiptaerfiðleikarnir hafi meðal annars snúist um að íbúar hafi ekki talið sig hafa nægan aðgang að sal í skólanum þar sem fyrirtækið rekur gistiheimili sitt. Þá hafi óánægja verið með opnunartíma pöntunarþjónustunnar og að erfitt hafi verið að ná í hana í síma. „Þannig að það hefur verið svona stigmagnandi óánægja á meðal íbúa,“ segir sveitarstjórinn. Uppákoman eftir sérsveitaraðgerðina í haust hafi síðan verið síðasta hálmstráið. „Það var eiginlega kornið sem fyllti mælinn sem leiddi til þess að byggðaráð tók það upp að samningum yrði sagt upp,“ segir Björn. Fólk hafi viljað losna við hann vegna ummælanna Þórir Örn, eigandi North East Travel, segist ekki hafa haft nein áform um að hætta starfseminni. Búið sé að ráða starfsfólk fyrir sumarið og fyrirtækið ætli að klára það. „Þessi ákvörðun var ekki tekin af okkar hálfu allavegana,“ segir hann í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita til hvaða samskiptaerfiðleika byggðaráðið vísi í tillögu sinni. Fyrirtækið hafi sinnt allri þjónustu og samskipti verið upp á tíu. „Það er bara einhver óánægður greinilega og við bara verðum að virða það,“ segir Þórir Örn. Varðandi orð sveitarstjórans um að uppákoman í haust hafi verið kornið sem fyllti mælinn segist Þórir Örn skilja að hann hafi valdið einhverri óánægju þegar hann lýsti skoðun sinni. „Fólk vill bara losna við mig út af því,“ segir hann. Vilja fá inn tekjur af starfseminni Fleira var týnt til en samskiptaerfiðleikar í tillögu byggðaráðsins. Vísað er til endurskipulagningu starfseminnar sem North East Travel hefur rekið og að byggðaráðið vilji að leigutaki verði búsettur á Bakkafirði. Þórir Örn og fjölskylda hans býr ekki lengur á Bakkafirði. Sveitarfélagið hefur styrkt uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Bakkafirði í gegnum áætlun Byggðastofnunar fyrir brothættar byggðir. Ferðaþjónustufyrirtækið hefur þannig ekki greitt neina leigu fyrir afnot af húsnæðinu. Áætuninni lauk um áramótin og segir Björn sveitarstjóri að nú vilji sveitarfélagið fá tekjur inn upp í þann kostnað sem það réðst í. Tillagan um riftun samningsins verður tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar á fimmtudag, 30. janúar. Björn segir að yfirleitt séu tillögur sem byggðaráð leggur samhljóða fram einnig samþykktar þar. Verði samningnum rift tekur uppsögnin gildi 1. nóvember. Halda áfram á nýjum stað Ekki er hlaupið að því að reka ferðaþjónustu á stað eins og Bakkafirði, að sögn Þóris Arnar, ekki síst ef sveitarfélagið ætlar að byrja að rukka leigu fyrir húsnæðið. „Við hefðum aldrei getað tekið við þessu ef að það væru föst útgjöld fyrir leigu. Þetta er rekið nálægt núlli. Það er engin umferð þarna yfir vetrartímann þannig að meirihluti ársins er ekki rekinn í hagnaði. Það hefði bara aldrei gengið. Hvorki ég né einhver annar hefði samþykkt að taka við þessu batterí ef það ætti að fara rukka leigu fyrir það á svona staðsetningu,“ segir Þórir Örn. Verði uppsögnin samningsins samþykkt í sveitarstjórn í vikunni segir Þórir Örn að hann ætli að halda starfsemi fyrirtækisins áfram á Suðurströndinni. „Það verður bara ekki með Bakkafjörð inni í myndinni,“ segir Þórir Örn. Langanesbyggð Sveitarstjórnarmál Ferðaþjónusta Veitingastaðir Verslun Nágrannadeilur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Byggðaráð Langanesbyggðar samþykkti samhljóða tillögu um að sveitarstjórnin segði upp leigusamningi við fyrirtækið North East Travel á fundi sínum í þarsíðustu viku. North East hefur haft skólabyggingu og gamla kaupfélagið á Bakkafirði á leigu undanfarin ár og rekið þar gistiheimili, veitingaþjónustu og pöntunarþjónustu fyrir vörur en engin verslun er í plássinu. Vísaði ráðið meðal annars til samskiptaerfiðleika íbúa á Bakkafirði við leigutakann í tillögu sinni. Þórir Örn Jónsson, eigandi North East Travel, olli töluverðu fjaðrafoki þegar hann sagði samfélagið á Bakkafirði það „neikvæðasta og afskiptasamasta“ sem hann hefði kynnst eftir að sérsveit lögreglunnar handtók starfsmann hans í september. Sagðist hann jafnframt flýja samfélagið út af fólkinu á Bakkafirði. Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir við Vísi að samskiptaerfiðleikarnir hafi meðal annars snúist um að íbúar hafi ekki talið sig hafa nægan aðgang að sal í skólanum þar sem fyrirtækið rekur gistiheimili sitt. Þá hafi óánægja verið með opnunartíma pöntunarþjónustunnar og að erfitt hafi verið að ná í hana í síma. „Þannig að það hefur verið svona stigmagnandi óánægja á meðal íbúa,“ segir sveitarstjórinn. Uppákoman eftir sérsveitaraðgerðina í haust hafi síðan verið síðasta hálmstráið. „Það var eiginlega kornið sem fyllti mælinn sem leiddi til þess að byggðaráð tók það upp að samningum yrði sagt upp,“ segir Björn. Fólk hafi viljað losna við hann vegna ummælanna Þórir Örn, eigandi North East Travel, segist ekki hafa haft nein áform um að hætta starfseminni. Búið sé að ráða starfsfólk fyrir sumarið og fyrirtækið ætli að klára það. „Þessi ákvörðun var ekki tekin af okkar hálfu allavegana,“ segir hann í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita til hvaða samskiptaerfiðleika byggðaráðið vísi í tillögu sinni. Fyrirtækið hafi sinnt allri þjónustu og samskipti verið upp á tíu. „Það er bara einhver óánægður greinilega og við bara verðum að virða það,“ segir Þórir Örn. Varðandi orð sveitarstjórans um að uppákoman í haust hafi verið kornið sem fyllti mælinn segist Þórir Örn skilja að hann hafi valdið einhverri óánægju þegar hann lýsti skoðun sinni. „Fólk vill bara losna við mig út af því,“ segir hann. Vilja fá inn tekjur af starfseminni Fleira var týnt til en samskiptaerfiðleikar í tillögu byggðaráðsins. Vísað er til endurskipulagningu starfseminnar sem North East Travel hefur rekið og að byggðaráðið vilji að leigutaki verði búsettur á Bakkafirði. Þórir Örn og fjölskylda hans býr ekki lengur á Bakkafirði. Sveitarfélagið hefur styrkt uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Bakkafirði í gegnum áætlun Byggðastofnunar fyrir brothættar byggðir. Ferðaþjónustufyrirtækið hefur þannig ekki greitt neina leigu fyrir afnot af húsnæðinu. Áætuninni lauk um áramótin og segir Björn sveitarstjóri að nú vilji sveitarfélagið fá tekjur inn upp í þann kostnað sem það réðst í. Tillagan um riftun samningsins verður tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar á fimmtudag, 30. janúar. Björn segir að yfirleitt séu tillögur sem byggðaráð leggur samhljóða fram einnig samþykktar þar. Verði samningnum rift tekur uppsögnin gildi 1. nóvember. Halda áfram á nýjum stað Ekki er hlaupið að því að reka ferðaþjónustu á stað eins og Bakkafirði, að sögn Þóris Arnar, ekki síst ef sveitarfélagið ætlar að byrja að rukka leigu fyrir húsnæðið. „Við hefðum aldrei getað tekið við þessu ef að það væru föst útgjöld fyrir leigu. Þetta er rekið nálægt núlli. Það er engin umferð þarna yfir vetrartímann þannig að meirihluti ársins er ekki rekinn í hagnaði. Það hefði bara aldrei gengið. Hvorki ég né einhver annar hefði samþykkt að taka við þessu batterí ef það ætti að fara rukka leigu fyrir það á svona staðsetningu,“ segir Þórir Örn. Verði uppsögnin samningsins samþykkt í sveitarstjórn í vikunni segir Þórir Örn að hann ætli að halda starfsemi fyrirtækisins áfram á Suðurströndinni. „Það verður bara ekki með Bakkafjörð inni í myndinni,“ segir Þórir Örn.
Langanesbyggð Sveitarstjórnarmál Ferðaþjónusta Veitingastaðir Verslun Nágrannadeilur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira